Vikan


Vikan - 07.08.1980, Page 37

Vikan - 07.08.1980, Page 37
götusala að nú vaxa sterkir stofnar úr grasi á hallærisplönum landsins. Foreldrar ættu að horfast I augu við börnin sín eitt andartak og spyrja hvort ekki sé mál að létta áþján bannmerkja af herðum þeirra áður en lífsbaráttan hefst fyrir alvöru og þau ala foreldrum sínum litil afa- hörn. Óborin kynslóð afabarna á skilið að fá um frjálst höfuð að strjúka en hirða ekki eintómar happ drættisskuldir rikissjóðs i arf eftir valdaferil feðranna. Að lokum þakka ég lesendum Vik unnar gott hljóð og vona að spjall þetta hafi ekki farið langt út fyrir efnið. „Mín sannfæring er sú að bjórinn yrði að verulegu leyti hrein viðbót við þá ofneyslu sem við illu heilli búum við í dag" Helgi Seljan: Spurningin um bjórinn er í minum huga alvarleg samviskuspurning. Hún snýst um það hvort sala áfengs öls muni leiða gott eða illt af sér. Hún snýst um það hvort menn niuni neyta áfengis í einhverju formi almennar og enn meir en nú er. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. sem fylgist vel með öllum hræring- um í þessum efnum um veröld víða. mundi án alls efa geta gefið hér um skýr svör og samkvæmt því sem þar er skráð um þessi mál — hlutlaust og hlutlægt — þá er ekki vandi að svara fyrir þann sem vill á móti standa. Því meira og fjölbreyttara val um áfengi i einhverju formi. þvi meiri drykkja og almennari. Og neysla áfengis í einhverri niynd er af þessari virtu stofnun talin einhver versti vágesturinn hvað varðar heilsufar manna. Það er því Ijóst. ef hlutlaust mat á að ráða. hvert svarið við bjórnum ætti að' að vera ef heilbrigð skyn- semi, staðreyndir og. visindalegar sannanir eru leiðarljósin. Mitt eigið svar byggist á mörgu cn grunninn sæki ég til þeirra scm á hlutlausan og vísindalegan hátt hafa grannskoðað þessi mál. Því meiri neysla áfengra drykkja, því meira þjóðarböl — því meira heilsufarstjón — þvi meiri heimilis- ógæfa — því meiri afbrot — þannig mætti endalaust telja. Min sannfæring er sú að bjórinn yrði að verulegu leyti hrein viðbót við þá ofneyslu sem við illu heilli búum við i dag. Barnadrykkja myndi verða illleys- anlegt vandamál. Þar eru nægar blikur á lofti þó ekki sé bætt við vis- vitandi. Vinnustaðadrykkjan myndi viða verða alvarlegt vandamál — það sýnir reynsla annarra og i engu höfum við íslendingar sýnt það að við séum meiri hófsmenn en aðrir. Og siðast en ekki síst — gróða- sjónarmiðin kæmu inn í myndina — það bjórauðvald sem til dæmis Danir þekkja og teygir klær sinar viða — yrði við það iðið hér aðota sinu fram — á kránum, þar sem menn eyddu stopulum fritima frá fjölskyldu og heimili — að ómótuðum unglingun- um og börnunum — því þar sem gróðavon frjálshyggjumannanna er. þá er einskis svifist. Menn ræða gjarnan um það böl sem verðbólgan er og að hana þurfi að lækna. En án þess henni sé bót mælt — þá er annað böl þessarar þjóðar þó miklu verra og snertir okkur öll á einhvern hátt - áfengis- bölið. Það þarf að lækna. Meðan öll rök hniga að þvi að þetta böl muni aukast við sölu áfengs óls þá mun ég beita mér gegn þvi á hverjum tiltækum vettvangi. Lævísar tilraunir til að læða bjórn um inn bakdyramegin með sölu öl gerðarefna og ölgerðartækja gera mig aðeins enn staðfastari í andstöð unni. sjáandi það hvernig það eitt eykur vandann — hætir á böli í margs konar mynd. Mér er of annt um þjóð mína — ekki síst uppvaxandi kynslóð — til þess að ég vilji leika mér að eldinum og auka þar með á ógæfu fólks. Eg vil hindra þann vágest sem vcrstur er talinn heilbrigði manna — likamlegri og andlegri — af þeim sem gerst vita. Hver viðbót sem greiðir þeim vá gesti veg til enn fleiri — enn almenn- ar — er þvi af hinu illa jafnt fyrir hvern einstakan sem þjóðarheild. Bjórinn yrði sú viðbót — og hver vill hana i alvöru ef heilbrigð skynsemi færnokkruaðráða. Eða eigum við að láta skynsemina lönd óg leið og setja gróðasjónarmið frjálshyggjunnar i öndvegi — auka þá óhamingju og þau vandamál sem áfengisneyslu fylgja. Samviskuspurning. sem ég sagði i upphafi að hver yrði að svara i ein- lægni. 3Z. tbl. ViKan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.