Vikan


Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 42

Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 42
Framhaldssaga „Þvílíkir hljómar," sagði hann. „Aðdáunarlegir hljómar.” „Skýrslan um aðgerðirnar. um kristalsnóttina.” Áleitin tónlist Wagners — mig minnir það hafi verið Rínarferðin — var sem undirleikur undir alvarlega skýrslu mína. 36 höfðu látist. Það var venjan þegar gyðingar veittu viðnám. Erlendir fréttamenn myndu varla gera mikið veður úr jivi. Sjötíu bænahús höfðu verið brennd og rúmlega átta hundruð verslanir og fyrirtæki i eigu gyðinga höfðu verið eyðilögð. En þcgar kom að handtökunum virtust okkar menn sér ekkert hóf kunna. Rúmlcga þrjátíu þúsundir gyðingar höfðu verið hand- teknir. Heydrich leit upp. „Þrjátiu þúsund. Guð minn góður, þvílíkir bjálfar. Þeir fylla Buchenwald á einni nóttu.” Hann slökkti á plötuspilaranum. „Gerir ekkert til. Það hefði hvort sem er fy-llst fyrr en síðar. Við þörfnumst fleiri fangahúðtt á borð við Buchenwald. Við verðum að loka alla óvini okkar inni. gyðinga, kommúnista, sósíalista, frintúrara og slava, ef þeir veita viðnám." „Það verða e.t.v. mótmæli. hers höfðingi. viðskiptabönn og hefndar aðgerðir.” Heydrich hló. En sú sjálfstjórn! Sögur herma að kvöld eitt þegar hann var drukkinn hafi hann skotið úr skamm byssu sinni á spegilmynd sína (en ég ncita að trúa sögunni). „Hcfndaraðgerðir?" svaraði hann. „Vegna þess að fáeinir gyðingar voru barðir? Það má veiða gyðinga allan ársins hring, Dorf." „Það er víst rétt. Það er næstum siðferðilegur aðdragandi að refsingu þeirra. Eftir tvö þúsund ár. . . " „Siðferðilegur aðdragandi!” Heydrich hlóaftur. „Þetta var stórkostlegt." „Ég biðst afsökunar. Ég sagði vist eitt hvað heimskulegt.” „Allsekki, höfuðsmaður. Auðvitaðer þetta siðferðilegur aðdragandi. Hann er líka kynþáttalegs eðlis. Og umfrant allt hefur hann hagnýtt gildi. Hvernig sameinum við þjóðina á annan hátt?” Hann setti aðra plötu á spilarann. Ég skildi skýrsluna um kristalsnóttina eftir á borði hans og bjóst til að ganga út. „Ertu enn hlutlaus i málefnum gyðinga. Dorf?" „Nei, ég skil nú hve mikilvægir þeir eru málstað okkar,” sagði ég. „Og hver ógn okkur stafar af þcim. Þér er Ijós skoðun Foringjans. Gyðingar eru undirmálsmenn, skapaðir af öðrum guði en okkar. Þvi hefur verið lýst yfir að ætlun hans sé að beita aríum gegn gyðingum þar til þeint hefur veriðeytt.” Ég hlustaði og kinkaði kolli. „Þetta sagði Foringinn mér sjálfur. Þótt milljónir Þjóðverja þurfi að láta lífið til þess að ná settu markmiði, hikar hann ekki við að deyða milljónir gyðinga og annarra meindýra." Það var furðulegt að hlýða á hæglátt tal hans á sama tima og himnesk tónlist Wagners hóf sig á loft i hályftri stofunni. Ákvörðunin virtist rökræn og óhjá- kvæmileg eins og hann lýsti henni, líkt og með henni ætti að bæta úr brýnni nauðsyn. Frásögn Rúdís Hinn 14. nóvember 1938, nokkrum dögum eftir nótt brotna glersins, var Karl bróðir minn handtekiiin. Margir gyðingar höfðu farið í felur og reynt með mútum að komast úr landi á siðustu stundu. Slíkt var næstum ógerlegt nú. Handtaka Karls staðfestir hve nákvæmir SS-mennirnir voru. Hann bjó með Ingu í kristnu hverfi, i litilli málara ibúð við hlið tengdaforeldra sinna. En uppljóstrarar nasista voru alls staðar. Inga var þess fullvissaðcinhvcr i húsinu hefði leyst frá skjóðunni. Karl var ágætur auglýsingateiknari. En hann gat rétt dregið fram lifið. Kristnir útgefendur og auglýsingastjórar vildu ekkert hafa af honum að segja. Inga reyndi um tíma að selja myndir hans sem sín verk en þeir sáu við því. Og Karl var ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Hann var hugsjónamaður og fannst að listamaðurinn ætti að vera ráðvandur og sannleikurinn ætti að vera I listinni. (Fagrar hugsanir en þær mega sin lítils í baráttu við rustamenni vopnuð kylfunt og byssum.) Daginn sem Karl var tekinn vann hann að mynd af Ingu. Hann stríddi henni og kallaði Saskíu sina. Hún skildi ekki við hvað hann átti. Karl sagði að Saskia hefði verið eiginkona Rembrandts. Þar sem hann var of fátækur til að ráða fyrirsætur málaði hann ótal myndir af henni og gerði einn- ig hundruðsjálfsmynda. Inga Holms, sem er af þýskum ættum, brýst um i mannþrönginni, er maður hennar, Karl Weiss, er fluttur i fangabúðir nasista. „En ég er enginn Rembrandt," sagði Karl, „aðeins atvinnulaus auglýsinga- teiknari.” Hann hætti að mála og gekk að legubekknum. Þau lifðu mjög fábrotnu lífi. áttu næstum engin húsgögn, fáein blóm og nokkrar teikningar eftir Picasso sem tyllt var upp á vegg. „Þú ert ágætur listamaður,” svaraði Inga. „Þúátt eftiraðfá þitt tækifæri." „Ég elska þig svo heitt,” sagði hann skyndilega og kyssti hana. „Ég elska þig ekki síður.” „Ég mun valda þér sárindum. Ég er dæmdur. Inga. Ég vil ekki að þú þurfir að þjást mín vegna. Þeir segja að þú vinnir að klofningi aðskilnaðar- stefnunnar." „Mér er fjandans sama hvað sagt er." Hún tók um axlir hans. „Horfðu á mig. Við förum burt. Með einhverju móti. Þessi háttvisa, ilmvatnsborna móðir þín í lífstykki sinu hefur alltaf fengið að ráða. Hún hefur bælt niður allan baráttuhug I þér. Ég sagði þér að horfa á mig.” „Og ég sé fegurstu stúlku Berlinar.” „Og einhverja þá þrjóskustu. Við verðum okkur úti um fölsuð nafnskír- teini. Við förum til Bremen eða Hamborgar. Enginn mun komast að því að þú...” „Þig dreymir, Inga. Öllu er lokið fyrir mér.” Hann hætti að mála og allri vinnugleði virtist lokið þennan dag. Hvað eftir annað las hann frásagnir dag- blaðanna af kristalsnóttinni. Þýskir borgarar, sárreiðir yfir þvi að gyðingar stjórnuðu bönkum, blöðum og fyrir- tækjum. voru enn á ferli á götum borg- arinnar. Hún þreif blaðið úr höndum hans og reyndi að lyfta huga hans. „Kysstu mig,”sagði lnga. „Þaðbreytirekki veröldinni." „ Það gæti samt hjálpað." Þau vöfðu hvort annað örmum. Á þessu andartaki gekk móðir lngu inn án 42 Vikan 32. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.