Vikan


Vikan - 07.08.1980, Síða 51

Vikan - 07.08.1980, Síða 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson Maríubœn. Þar er meðal annars að finna þessar línur (í þýðingu Jóns Helga sonar): Sjá gömul er ég og ónýt og fátæk að öllu. hef ekkert numið, þekki trauðlega staf. I kirkjunni blasir mér pentan af himna höllu þar hólpnir slá strengleik með vængi svo Ijósa sem traf. en ómildir steypast i eldpytt á bólakaf. mér ógnar það bílæti, hitt er mér fýsn á aðskoða: því heiti ég á þig, ó helgasta fljóð, mig að stoða á hinzta degi. því syndarans athvarf ert þú. ef til þin hann flýr með þá löstu sem við hann loða. í lífi og dauða ég held mér við þessa trú. Þá er einnig mjög frægt kvæði Villons um konur liðinna alda. 1 þessu kvæði nefnir Villon skiljanlega til konur sem eru löndum hans Frökkum kunnar úr sögum og kveðskap. En það sýnir snilld Jóns Helgasonar, að þegar hann snýr þessu kvæði á íslensku, þá setur hann sökum sinna landa í kvæðið nöfn úr íslenskum sögum, svo við fáum betur notið þess. Honum tekst þetta snilldar lega: Ó grein þú mér eitt: Hvar á heimsins hring mun Hallgerður nú, sú er vélti Gunnar. og Gunnlöð, sem átti viðÓðin þing unz upp voru teygaðir Suttungs brunnar. og Sigrún. og drambláta Sedentiana. er Sigurði þögla leizt hverri betri. og Hervör. sem vitjaði haugs meðal Dana? Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri? Hinar hrópandi andstæður milli Ijót- leiks lífs Villons og fegurðar Ijóða hans eiga vafalaust sinn þátt í því, hve siðari tíma höfundum hefur verið gjarnt að gera þennan syngjandi skáldflæking að hetju i Ijóðum sínum, leikritum og sögum. Hér við bætist hið dularfulla hvarf hans um þrítugt sem veitir hugmyndaríkum höfundum gott tækifæri til að láta hugar flugið leika lausum hala. 1 fimmtándu aldar frásögnum af Villon er hann iðulega látinn deyja í hárri elli. Þannig er það til dæmis I tveim frásögnum eftir Kabelais. Og þannig verður smátt og smátt til hinn nýi rómantíski Villon. Glaðlyndi bardagagarpurinn, hetjan og elskhuginn mikli, sem vinnur ástir Katrínar af Vaucelles og sest í helgan stein á miðjum aldri sem fyrirmyndar- maður. Þegar Villon var gerður útlægur í hinsta sinn og gekk útum borgarhlið Parísar og hvarf inni spjöld sögunnar var hann aðeins 32 ára gamall. Íslenska skáldið Jón Helgason telur ekki ólíklegt að hann hafi endað með því að vera festur upp, eins og hann orðar það. Og satt að segja er engu likara en hann hafi beinlínis búist við þeim örlögum, þvi hann sér sjálfan sig hangandi í gálga í einu af frægustu kvæðum sínum og biður þá sem framhjá ganga að forðast ómildar kveðjur og háðsglósur um þá ólánsmenn sem í gálgum hanga. Sem betur fer hefur Jón Helgason einnig þýtt þetta kvæði sem hann nefnir Hanga- kvæði og bendir á það í svolitlum inngangi fyrir þýðingu sinni, að orðalagið „að gefa til" sé gantalt um að fyrirgefa." Gel' mcr lil. Iviarteinn!''..(ict mér til, Daði!"er haft eftir Jóni biskupi á aftökustaðnum. Kvæðið nyrjar svona: Ó bræður i mannheinti, forðizl þér fíflskap og spé er fram hj.i þér gangið nr lnið ■ irt dauf lega ról. því liknsamur drottinn niun lata' yður miskunn í té ef leggið þeim golt til sen ciga scr hvergi neitt skjól. Hér höngum vér framliðnir limm eða scx niðrúr ól. af fúnum og molnandi k.iúkum er sorfið og nagað og rotnað það hold sem vér áður um of höfum plagað meðóhóf og munúðaðgera scm lran„M i vil. Því skopi -em hcndið þcr að oss cr ■ la hagað. cn ákallið drottin. hann gefi hvcrjum vor til. 32. tbl. ViKanSl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.