Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 10
hræddur og haföi tæpast verkamanns vit, kont hann að litlum notunt á þessum nýju vigstöðvum. Unt hádegið var mælirinn fullur. Bílstjórinn aftók að þvælast lengur með þennan dragbít sem þrisvar hafði dottið af bilpallinum þessa stuttu stund. Bilstjórinn sagði: Mér var í æsku kennt að lita niður á Lyngbyntenn. Ég hef ekki gerst upplits- djarfari eftir kynni mín af þessum. Eymd Lyngbymannsins var nú alkunna. Dragsúgur fyrirlitningar næddi unt hann. Hann lét sem minnst fyrir sér fara á kaffistofunni. hjúfraði sig að því skotinu sent fjærst var verkamönnunum og mjatlaði ntylsnunni I hruflað lítið andlitið. Næst freistaði hornrekan gæfunnar i garðyrkjunni. Þar voru líkamsburðir ekki í öndvegi en samt varð hann að lúta i lægra haldið. Majman var alltaf jafn- hissa þegar hann sá fífil. Hann naut aldrei lýðhylli meðal garðyrkjumanna og varð fyrir þeim ófrjósemin holdi klædd. Garðyrkjan hlaut skjótan endi þegar hann lagði nokkur ráðherraleiði í auðn með margföldunt skammti af sniglaeitri. Nú stóð til að reka Majman en verka- lýðsfélagið veitti honunt fulltingi. Bent var á að ekki væri örvænt um að starf við hans hæfi fyndist. Það var á laugardagsmorgni að Carlsberg lagði Rass I hálfnaða gröf. , Majman var dubbaður upp I greftrunar- ntanp Hann skoðaði skófluna I krók og kring. reyndi bitið á handarbakinu og mældi hana frá ólíklegustu sjónar- hornunt. Við sáum hann ekki reyna að bera rekuna I moid. Seinna dagsins þegar líkfylgdin heimtaði sína gröf í fyllingu tíntans gekk hún fram á ntann sem var enn að velta fyrir sér eiginleikunt skóflunnar. Kirkjugarðsvörður kont á veltvang og baðst margfaldrar afsökunar, sagði að þetta væri vitlaus gröf og vísaði hersingunni á varaholu i grenndinni. Þegar þeir voru orðnir einir spurði vörðurinn stjarfur af bræði: Er yður ljóst hvað þér hafið gert? Grafarinn seinvirki setti stút á ntunn og svaraði: Mér finnst alltaf langerfiðast að byrja. Á elleftu stundu vildi til að mannekla varð við liktöku úr fyrndum gröfunt. ÞAR VAR MAJMAN Vegna þess hve jarðvegurinn þarna er kalkblendinn varðveitast lik sérlega vel. Náirnir halda ágætlega sköpulagi sinu en andlitsdrættir verða dauflegri og búkurinn flest nokkuð út undan oki jarðvegarins. Jafnskjótt og líkið næst úr holunni sinni fær það nýtt samheiti i munni líktjúgaranna og kallast „karakter”. „Karakter” þykir best géymdur meðal jafningja i gjótu nokkurri í einu horni kirkjugarðsins. Þeir unnu tveir saman við liktökuna. gantall líktjúgari og Majman. Sá fyrr- nefndi stakk gaffli í ntiðjan búk liksins og vó kalkgervinginn upp á grafar- bakkann. (Majman var ekki trúað fyrir gafli). Þvínæst hjálpaði Majman af fremsta ntegni við að koma likinu sent heillegustu upp í kerru. Eitt sinn sundraðist forleginn búkurinn af gafflinum og kom niður i mörgum hlutum. Þá spurði Majman hvort hann mætti ekki konta niður að tina og átti bágt nteð að leyna ákafa sínunt. Það var auðfengið enda jókst ná- lyktjn unt allan helnting, þegar likið opnaðist og var þó fýlan ærin fyrir. Hraustustu líktjúgarar áttu til að vikna af fnyk þegar svona stóð á og bjóst félaginn ekki við þvi að Lyngbymanninum dveldist lengi niðri i óloftinu. Liktjúgarinn kastaði af sér vatni og reykti vindil I makindum. Þá fór hann að gruna Majman um að leggjast í öngvit og kveið þvi að drösla amlóðanum uppúr. Majman sat hins vegar I besta yfirlæti á hækjum sér og raðaði líkbútunum öruggum höndum og af mikilli natni í körfu. Liknámsmaður spurði Majman hvort honum væri ekki þungt um andardrátt. Þetta er sosum ekki verri lykt en af köttum. var svarað úr neðra. Eftir þetta gerði félaginn sér það að leik að mölva þau lik sem vænlegt var að legði af sérlega stæka nálykt en Majman var hreint ekki uppnæmur fyrir þvi þótt mögnuð væri fýla gegn honum. Alltaf safnaði hann likants- leifunum saman af kostgæfni uns öll kurl voru á sínum stað i körfunni. Hreystileg framganga Majmans spurðist brátt meðal verkamannanna og var keppst unt að fá hann að borðnaul. Var egnt fyrir hann með öli, vindlum og ýmiss konar góðgæti, en aldrei þá hann nokkurn slíkan hlut. Hins vegar spurðist hann stöku sinnum fyrir um dúfur af úreltum legsteinum. Áhöld voru um það hvort nokkur stæði Majman á sporði i þeirri íþrótt að harka af sér fýlu. Stóð til að koma á einvigi ntilli hans og líklegasta keppinautarins en af einhverjum or- sökum hjaðnaði sennan og nienn urðu af keppninni. Fjöldagröfin i horninu hafði lengi verið kaun á vel fægðum kirkjugarðinum. sett Ijótan bletL á fingert svipmót þessa unaðsreits. Að visu kom jarðýta á haustin en það hrökk ekki til, þessi afkimi var óumdeilanlega Ijótur. Majman varð strax starsýnt á stóru holuna i horninu. Þar var allt i hrylli- legri óreiðu. Limalausir búkar lágu hver um annan þveran. Á einum stað var þúfa úr hausum en annars staðar óleysanlegt dóminó úr alls kyns óskyldum limum. Majman hófst slrax handa. Þegar vinnu lauk siðdegis skundaði hann upp í horn og atorkan ljómaði úr smáum. augunum. Verðirnir sögðu hann dunda sér þarna fram í myrkur og stundum lengur eftir að honum áskotnaðist skriðbyttan. Ekki sáust á honum þreytu- merki á morgnana heldur réttist úr honum og hann bar sig miklu betur en áður. Majman hlakkaði meira en nokkur annar til helganna. Þá fékk hann að halla sér sunnudagsnóttina i einhverjum áhaldaskúrnum og helgaði áhugamálinu óskipta krafta sina. Við Ótti ákváðum dag nokkurn að koma við hjá Majman karlinum að lokinni vinnu. Það var drjúgur spölur upp að horni þar sem stóreflis eikartré slógu skjaldborg um leyndardónt kirkjugarðsins. Við heyrðum sönglið i Majman langt að og runnum á hljóðið. Hvilik fegrun. Hvilík andlitslyfting. Við okkur blasti þrautskipulagður reitur þar sem hver röðin rak aðra af snyrtilegum líkum sem áttu höfuð og limi á réttum stað. Það var einhver tign yfir þessum gráu kalkverum. Við hrúgu af nýkomnum „karakterum" sat Majman flötum bein- um og raðaði saman brotum. Hann sönglaði eitthvað í sifellu. einna likast vögguvísu eða sálmi. Okkur heyrðist vísukornið vera eitthvað á þessa leið: Alltaf þráir sollin sál aðsinna linni baga það var orðið meira en mál að Majman kæmi að laga. Við röskuðunt ekki ró Majntans heldur læddumst út úr þessu litla konungsríki. vörðuðu litlunt hvitum dúfum. Þar var Majman UMSÖGN DÓMNEFNDAR Þetta er í senn mannlýsing og vettvangslýsing, skrifuð meö samúð höfundarins með því sem hann er að skoða. Eftir stendur Ijóslifandi lýsing á harla óvenju- legum vinnustað og brugðið er upp mynd af manni, sem kalla má persónugerving hins Ijóta og ólánlega. Þessi maöur hrífst þó af hinu fagra og samræmi þess við það sem umhverfis er. Hann finnur köllun sína og fyllingu í að endurskapa það sem aflaga hefur farið. Maðurinn, sem er utanveltu við allt, finnur sinn frið í því að hlúa að því sem aðra hryllir við. í meðförum hans verður hið smáa mikilvægt. XO Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.