Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 12

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 12
Eftir Margit Sandemo — Teikningar eftir Kurt Ard. 6. hluti Ellefu dagar i Það var auðséð að einhver hafði í miklum flýti rótað til í herberginu. Það sem hafði verið í ferðatöskunni lá á víð og dreif um herbergið og allar skúffur stóðu galopnar. til hans nokkru seinna stara tóm augu hans í átt til dyranna. Enginn veit hver dánarorsökin er! Nœstu nótt vaknar Jennifer við undarleg hljóð. Hún fer upp á aðra hæð hótelsins og þar þrýstir einhver bréfi inn í hönd hennar. Stuttu seinna er ráðist á hana, en l myrkrinu sér hún ekki hver er að verki. 9. KAFLl Trína og Lovísa höfðu lagt á borð fyrir framan arininn. — Þetta er kannski dálítið frumstætt sagði Trina sem kom inn með fat með hrökkbrauði úr eldhúsinu. — En þetta var það besta sem við gátum gert. Það er gott að koma inn i hitann, það næðir óþægilega i eldhúsinu. Jarl Fretne kom inn og teygði úr fingrunum. Ffann leit út fyrir að vera i góðu skapi. — Mér finnst eins og ég sé bæði sterkur og nytsamlegur, sagði hann og brosti. — Það er gott að nota líkam- ann. En hendurnar á mér eru allar útataðar í viðarkvoðu úr kvistunum á trjánum. Ef þið viljið hafa mig afsakaðan... Hann gekk i áttina að svefnher- bergjunum. Trína og Jennifer litu hvor á aðra, hissa yfir þessari óvæntu mælgi hans. Ivar kom inn — hann virtist ekkert sérlega ánægður af svipnum að dæma. — Ég reyndi að finna hvað er að rafmagninu. Ég hef athugað leiðslurnar hérna í grenndinni, en það hlýtur að vera lengra í burtu, vegna.. . Hann var truflaður af háværu ópi Jarls Fretnes. — Hvað er það nú? muldraði Ríkarður og allir fylgdu honum i áttina að svefnherbergjunum. — Þú sem lögreglumaður verður að taka þetta að þér, sagði Fretne gramur. — Sjáið þið útganginn! Það var auðséð að einhver hafði i miklum flýti rótað til I herbergi Fretnes. Þaðsem hafði verið í ferðatösk- unni hans lá á við og dreif um herbergið og allar skúffur stóðu galopnar. Það hafði líka verið leitað í rúminu. — Geturðu ímyndað þér hvers vegna þetta hefur verið gert, Fretne? spurði Ríkarður um leið og hann leit snöggt til Jennifer. Hún kinkaði kolli. Þau hugsuðu bæði þaðsama. — Nei, það get ég ekki ímyndað mér, sagði Fretne. — Það er ekkert verðmætt hérna, bara persónulegir hlutir sem maður hefur með sér í ferða- lög. — Ég held að þið hin ættuð að fara og borða, sagði Ríkarður. — Við Fretne komum fljótlega. Jennifer hugsaði um hvernig þetta hefði getað gerst á leiðinni í setustofuna. Konurnar voru í eldhúsinu og hin... Hún ætlaði að eftirláta Ríkarði áhyggjurnar af þessu! — Allt í lagi, sagði Rikarður. — lnnbrotið var framið í miklum flýti. Það getur verið að Ivar hafi gert það, það getur hafa verið Jennifer og ég er líka undir grun — annað hvort okkar hefði getað gert það áður en við hittumst i stiganum upp á aðra hæð. Hvernig er það með ykkur, stúlkur, hafið þið verið einar á þessum tima? Það kom í ljós að þær höfðu oftsinnis farið úr eldhúsinu við matarundir- búninginn. Þau borðuðu án þess að segja nokkuð. Þau voru öll upptekin við eigin hugsanir og óþægilegar tilfinningar. Hvað var að gerast hérna á Tröllastóli? Jennifer hnerraði. Ríkarður leit áhyggjufullur til hennar. — Ertu að kvefast? ÞAD SEM GERST HEFUR (6): Átta manns lenda í hríðarbyl uppi á miðri heiði. Langferðabítlinn veltur og fólkinu tekst að brjótast i gegnum óveðrið að gömlu yfirgefnu hóteli. Þeir sem voru i bílnum: Ríkarður Mohr frá Osló, sem var á leið til unnustu sinnar að krefjast skýringa á þvi hvers vegna hún sveik hann. Jennifer Lid hej'ur aldrei notið umhyggju foreldra sinna. I barnœsku dýrkaði hún Ríkarð, en varð til þess að hann fúði heimabœ sinn. Ivar er bilstjórinn og eigandi langferðabílsins, og með honum er hinn ungi, laglegi Sveinn, sem fór með sér til skemmtunar. Trina og Börri Pedersen eru hjón. Hún er kúguð i hjónabandinu og hann vill leggja allt í sölurnar til að missa ekki af fótbolta- leik i Vindeiði. Lovísa Borgum er aðlaðandi kona. ungleg eftir aldri. og Jarl Fretne er „dularfullur". Undarlegir, óskiljanlegir hlutir gerast á gamla hótelinu. Einn morguninn finnast skilaboð frá Börra, þar sem hann segist vera farinn á fótboltaleikinn i Vindeiði. A sama miða skrifar Sveinn að hann sé farinn að leita að Börra. EJlir erfiða leit úti í bylnum finna þau Börra, nœr dauða en lífi, en ekkert sést til Sveins. Sjúklingnum er komið fyrir i hlýju rúmi en þegar Trina kemur inn XZVlkan so.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.