Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 23
Fjölskyldumál eða ætti ekki að hegða sér. Þessar óskráðu reglur hafa mikil áhrif á samskipti við aðra. Eitt af því sem lærist snemma i gegnum óskrifaðar reglur fjöl- skyldu er hvernig leysa eigi úr ósamlyndi eða árekstrum og mótar sá lærdómur gjarnan hegðun fólks þegar sambúðar- vandi steðjar að. henda hlutum og hugsanlega slást. er möguleiki á að gripið sé til slikra lausna i sambúðarvanda. Ef vaninn i fjölskyld- unni hefur verið sá að leysa úr vanda- málum með því að þegja, laþþa i burtu og reyna að komast hjá því að ræða málin er trúlegt að það hafi áhrif á hvernig málin eru tekin upp í eigin sambúð. Hvað svo sem einstaklingurinn kann að hafa lært í sinni upprunalegu fjöl- skyldu er það hins vegar algengt að þau viðþr'ögð sem hann sýnir í tilfinninga- legum erfiðleikum séu óskiljanleg honum sjálfum. Fólk kvartar oft undan þvi í samþúðarerfiðleikum að það skilji ekki af hverju það hefur hegðað sér svona eða hinsegin. í slíkum tilvikum getur oft verið mikil hjálp fyrir fólk að uppgötva hvernig gamlar fjölskyldu- venjur og gamalt fjölskyldumynstur hefur gengið aftur og endurtekið sig i þeirra eigin hegðun. Hvort sem sambúð leysist upp eða ekki hefur það margsýnt sig að ef fólk hefur orðið meira meðvitað um eigin hegðun á það auðveldara með að komast yfir skilnað. Þessar staðreyndir hafa leitt til þess að sums staðar erlendis hafa verið stofnsettar skilnaðarráðgjafarmiðstöðvar sem reyna að fá yfirlit yfir heildaraðstæður einstaklinganna, en þar sem megin- áhersla er lögð á að auka innsæi og skilning þeirra á eigin viðbrögðum. Þessar stofnanir reyna yfirleitt að fást sameiginlega við lögfræðilega, efna- hagslega og hagnýta hlið mála ásamt tilfinningalegu hliðinni. Þetta er m.a. gert til að reyna að auðvelda aðilum skilnað og reyna að taka á öllum þáttum er snerta skilnað sameiginlega. Það hefur margsýnt sig að slíkt mai á heildar- ástandi er jákvætt og hefur úrslita- þýðingu fyrir hvernig aðilar átta sig á því hvort best er að þeir skilji og byrji nýtt líf hvor fyrir sig eða reyni að byrja á nýjum grundvelli saman. Á slikum stofnunum skiptir tilfinningalega hliðin miklu máli og getur það skipt sköpum fyrir fólk í skilnaðarkreppu að öðlast aukið sjálfsinnsæi og þekkingu á eigin viðbrögðum í samskiptum við aðra, til að geta tekið ákvörðun og sætt L sig við hana. Li Hjálp viö að leysa upp hjónaband Hvernig einstaklingurinn tekst á við tilfinningalega erfiðleika í samskiptum við aðra er því oft háð því sem hann hefur lært og séð fyrir sér fyrr á ævinni. Ef það hefur t.d. verið algengt að for- eldrar hafi reynt að leysa vandamál með því að hrópa upp, rífast, skella hurðum. 50. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.