Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 16
BÓK 1 BLAÐFORMI — Já, en nú er varla um fleiri að ræða. Það dæmi gengur |jó ekki upp, því hann og Sveinn voru að tala saman i herberginu sínu þegar einhver þaut framhjá okkur í kjallaranum. Fyrir- gefðu, Jennifer, ég er liklega að þreyta þig? — Nei, mig langar svo mikið til að þú talir við mig en það er eins og ég geti ekki hugsaðskýrt! — Það er best að þú farir að sofa. — Sittu hérna hjá mér smástund, Ríkarður! — Allt í lagi. Þú veist að ég læsi dyrunum þinum alltaf þegar ég fer. Ég er með aukalykilinn. Lykillinn þinn liggur á borðinu hérna svo að þú getur sjálf opnað hvenær sem er. Ég tók alla aukalykla til að hindra að fólk færi inn I herbergi sem það ætti ekkert erindi inn í. — Það er gott að þú ert hérna með okkur, Ríkarður Mohr, sagði Jennifer brosandi. Stuttu siðar var hún sofnuð. Ríkarður hafði ekki búist við að fá skýringuna á sjálfsmorðstilraun Jennifer [-brautir neð tré- kappa ÚMMUSTANGIR IMÖRGUM SETJUM LÓÐRÉTT STRIMLA- ?TJÖLD PÓSTSENDUM Gluggatjöld í úrvali BRAUTIR & GLUGGATJÖLD ARMULA 42 SIMAR 83070 og 82340 jafnauðveldlega og jafnsnemma og raun bar vitni. Það var eiginlega illa gert af honum að notfæra sér lasleika hennar. En hann vissi að hún myndi undir venjulegum kringumstæðum ekki vilja tala um það — það tæki að minnsta kosti langan tíma og fortölur að fá hana til að segja frá því — og hann hafði ekki tíma til þess. Siðar um daginn vitjaði hann hennar aftur en þá var hún mjög þjökuð. Þegar hann spurði hana fannst henni eins og hann væri langt í burtu. — Hvers vegna reyndir þú að fremja sjálfsmorð, Jennifer? Hún reyndi að svara, þvi það var Ríkarður sem spurði og hann var besti vinur hennar. — Enginn hafði sagt mér neitt, muldraði hún. — Ég vissi ekki neitt, skildi ekki neitt. — Hvað var það sem þú skildir ekki? — Hvers vegna komstu ekki þegar ég skrifaði þér, Rikarður? Hvers vegna mátti ég ekki koma til þin? Ég var ráða lausog þurfti svomikiðá þér að halda! Honum varð hverft við. — Gerðist það þá? Var það vegna mín. .. — Nei, alls ekki. Það var ekki þín vegna. Ég varð bara að vera nærri ein- hverjum sem þótti vænt um mig. Þess vegna reyndi ég að hitta þig aftur. Varir hennar skulfu. — Ég skildi ekki að einhver hefði áhuga á mér á þennan hátt. — Á hvern hátt? spurði Ríkarður og gat sig hvergi hreyft. — Hann var svo hræðilegur. Svo grimmur! Ólíkur þér. Myndin var að skýrast. Sektar- tilfinningin læsti sig um hann eins og helkló. — Áttu við að maðurinn hafi likst mér — i útliti, á ég við. — Já, Ríkarður, það var hræðilegt. Ég vissi ekki neitt. Hann sagði að ég hefði lokkað sig. Guð minn góður, hugsaði Rikarður. Stúlkan hafði hænst að manni sem var henni föðurímynd og hann hafði misnotað sér traust hennar! Hann fann hvernig reiðin blossaði innra með honum. Og hvað gerðist svo? — Ég hélt mér í fjarlægð frá öllum mönnum. Ég missti fótfestuna og reyndi að ná jafnvægi aftur. Sleikti sár mín eins og sagt er. Það var þá sem ég skrifaði þér. því þú varst sá eini sem skildir mig. Aumingja barnið, hugsaði hann. — Ég komst ekki, Jennifer, sagði hann veikri röddu. — Skilur þú þaðekki. Það var ómögulegt fyrir njig að hitta þig aftur! Óhugsandi! 1 fyrsta skipti eftir að hann varð fullorðinn fann hann hjá sér þörf fyrir aðgráta.... Ríkarður sat ennþá sem negldur við stólinn eftir frásögn Jennifer. Honum 16 VlKan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.