Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 17
Framhaldssaga fannst ólíkt Jennifer aö grípa til örþrifa- ráða eins og að skera sig á púls. Þó honum væri ekki vel við það var hann nauðbéygður til að spyrja: Gerðirðu þettaj þegar ég svaraði ekki þréfinu þinu? — Nei.ekkistraxáeftir. Honum létti. — En hvers vegna. Jennifer? Hvers vegna gerðirðu þetta? — Stuttu síðar hitti ég ungan mann sem ég varð hrifin af. í fyrsta skipli á ævinni. Þaðgekk ekki heldur. — Hvaðáttuvið? Hun talaði nú lágum rómi. — Það var allt i lagi að hann kyssti mig — jafnvel þó mér væri eiginlega ekkert um það — en hann vildi fara lengra og það gat ég ekki hugsað mér. Fannst það viðbjóðs- legt. — Það er ekkert óeðlilegt við það! sagði Ríkarður sannfærandi röddu. Þú varst ekki nema sextán ára gömul! — Sautján. Mér var mjög hlýtt til hans. Hann var svo tillitssamur og vingjarnlegur, og skildi afstöðu mína — jafnvel þó ég hefði ekki sagt honum frá.. . þvi sem gerðist. Hann sagðist geta beðið. En eftir að hann hafði reynt við mig gat ég jafnvel ekki hugsað mér að hann kyssti mig. Það var.. .. óbæri- legt! Mér skildist að ég gæti aldrei í lífinu elskað aðra manneskju. Þegar mér 'varð þetta Ijóst hafði ég ekki lengur löngun til aðlifa. Rikarðurstundi. — Ég skammast mín svo mikið. Jennifer! — Skammast þú þin? spurði hún undrandi. — Þú ert sá eini sem einhvern tíma hefur skipt sér eitthvað af mér og líkað vel við mig! Orð hennar juku á skömm hans. — Það var ómögulegt fyrir þig að hitta mig. Það komu tár í augu hennar. Ríkarður hélt þétt utan um hana og fann hvernig gráturinn náði tökum á henni. Hann hélt annarri hendinni um hnakka hennar og var sjálfur djúpt snortinn. Er hún hafði róast aðeins, sagði hann: — En líkamleg ást er ekki alltaf Ijót og ógeðsleg, Jennifer. Hún getur verið óendanlega fögur. — Það kemur mér ekki að neinu gagni. það nægir að þeir snerti mig þá fyllist ég óbeit, snökti hún. — Ég vil ekki tala um þetta meira. Éger þeytt. — Leggstu þá í rúmið. Hún hlýddi. Ríkarður strauk henni um hárið og bauð henni góða nótt. Jennifer var friðlaus þessa nótt en hún vissi ekki hvort hana var að dreyma eða ekki. Hún sá furðuleg fyrirbæri — hurðarhún sem hreyfðist — og hún heyrði undarleg hljóð — fótatakið sem hún hafði heyrt áður. Börri þrammaði um. . . . einhvers staðar I völundarhúsi myrkra ganga. sem hún vissi að voru á annarri hæð Tröllastóls. Hún vaknaði við að hún var að kalla á Ríkarð en hann var ekki hjá henni. Það var kalt i herberginu. Frostrósir læddust upp eftir glugganum. Það var farið að birta af degi og Jennifer vildi ekki sofna aftur því hún var hrædd við martraðirnar. Hún tók sængina og vafði henni um sig, settist I stólinn og beið morgunsins. Ríkarður fann hana þar sofandi, nærri meðvitundarlausa af hita. Sængin hafði runnið af henni og hún sat í köldu herberginu í þunnum náttkjól einum klæða. Hann lagði hana í rúmið og neyddi ofan í hana öll tiltæk lyf, stóra skammta af sjóðandi heitu tei með hálstöflum I. Hann fékk öll teppi sem hægt var að finna í húsinu til að halda á henni hita. Hann sat hjá henni næstum allan daginn. Hann sat og virti fyrir sér fagurt andlit hennar og dökka baugana undir augunum. Hann vonaði innilega að hún yrði frisk aftur. Það kom önnur nótt. Nú var komið að Ríkarði að sitja i stólnum. Hann þorði ekki aðskilja hana eftir eina; hann var hræddur um að hún myndi deyj^. Öðru hvoru vaknaði Jennifer og sá að hann sat hjá henni og sofnaði síðan örugg aftur. Jafnvel þó hann svæfi — og það myndi hann viðurkenna eftir á— þá var hann þarna. Það nægði henni. Framh. inœsiablaði. Ellefu dagar i Fjölbreytt úrval af snyrtivörum, baðvörum, sápum og skartgripum. Sendum í póstkröfu um allt land. Einkaumboö fyrir snyrtivörur úr náttúrulegum efnum frá þekktum verksmiöjum víösvegar um heiminn. Hringiö, komiö eöa skrifiö, ALLTFYHIR ÚTLITIÐ: WlUMi DöltiitfcUi 15 FELLAGÖRÐUM - BREIÐHOLTI SÍMI71644 fO.tbl. VIKan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.