Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 18
LAgvaxnl maflurinn, aam atandur vU) borðlð, ar aignor Dino. (Lj6am. KH) Texti: Jónas Kristjánsson Á hestum postulanna 1 Flórens er allt á sama stað, höfuð- kirkjur og hallir endurreisnartímans, hótel og veitingahús nútímans. Þar þurfum við aldrei að stíga upp I leigubíl, heldur komumst allra okkar ferða fót- gangandi. Hvergi er meira en stundar- fjórðungur milli endimarka hinnar sögu- frsegu miðborgar. I undanförnum greinum hef ég sagt frá sögustöðum og einkum þó veitinga- húsum í einstökum hlutum þessa samþjappaða svæðis. Ég hef sagt frá miðsvæðinu umhverfis Palazzo Vecchio og Uffizi-safnið. Ég hef sagt frá suður- svæðinu handan brúarinnar Ponte Vecchio og Palazzo Pitti. Ég hef sagt frá vestursvæðinu við Santa Maria Novella, San Lorenzo og Palazzo Medici- Riccardi. Og ég hef sagt frá norður- svæðinu umhverfis þriðju stærstu dóm- kirkju I heimi. Fjögurra metra dýpi Nú er röðin komin að austursvæðinu. Þar er höfuðkirkjan Santa Croce við myndarlegt torg. Hana reistu Franciscusarmunkar, keppinautar hinna dominicönsku, er reistu Santa Maria Novella í vesturhluta miðborgarinnar. Kirkjan er 140 metra löng og 40 metra breið og gólfið er þakið legsteinum, þar sem sjá má nöfn Dante, Michelangelo, Machiavelli, Rossini, Galileo og fleiri frægra manna. Sama Croce var það sögufrægt hús, sem fór einna verst út úr flóðunum miklu í ánni Arno árið 1966. Kirkjan stendur svo lágt, að fjögurra metra vatnsdýpi var I kirkjunni, þegar flóðin náðu hámarki. „Enogastronomico" Indælis veitingahús er rétt hjá Santa Croce. Þangað má ganga frá kirkjunni einhverja götuna til norðurs, Via de’Pepi eða Borgo Alegri. Fyrsta þver- gatan er Via Ghibellina. Ef hún er farin til hægri, er fljótlega komið að númer 51. Þar er Dino. Signor Dino kallar veitingahúsið sitt „Ristorante Enogastronomico”, sem táknar, að þar sé jöfnum höndum lögð áhersla á góðan mat og góð vín. Og sú var einmitt freistingin, sem dró okkur til Dino. Vertinn klökknaði þegar Brunello varð fyrir valinu Þetta var mjög hreinlegur og snyrtilegur staður og um leið dálítið sveitalegur. Hann var I fjórum litlum herbergjum, hverju inn af öðru, og voru um 20 sæti í hverju herbergi. Eitt herbergið er frátekið fyrir þá, sem vilja eingöngu snæða ostarétti með göfugum vínum. Þarna er flísagólf, berir múrsteinar upp á miðja veggi og myndir þar fyrir ofan. Ljósakrónur og veggljós eru úr svörtu smiðajárni með stórum gler- kúlum. Skildum jafnvel ítölskuna Við vorum snemma á ferðinni, upp úr klukkan tólf. Italir fara ekki í hádegis- mat fyrr en eitt til hálftvö. Enginn viðskiptavinur var enn kominn og fjölskyldan sat að snæðingi. Dino sagði sögur, pataði mikið og hló. Feitlagin signora Dino vísaði okkur til horðs undir gífurlega miklum vínflösku- rekk, bogalöguðum. Þar voru hundruð göfugra vína, þakin kóngulóarvef. Signora Dino talaði mikið við okkur á ítölsku, meðan hún gekk um heina. Við skiljum litla ítölsku, en skildum þó heilmikið af þvi, sem hún sagði. Við vorum ákveðin að fá okkur dýrasta og göfugasta vín Ítalíu, Brunello di Montalcino, sem þarna fæst á 20.000 lírur flaskan eða 10.000 krónur íslenskar. Signor Dino var ákaflega sæll, þegar hann sá, hvað við pöntuðum. Það lá beinlínis við, að hann klökknaði. Vfnlisti I albúmi Vínlistinn í Dino er sá skemmtilegasti, sem ég hef séð. Hann er geymdur í tveimur Ijósmyndaalbúmum, þar sem festir eru flöskumiðar og handskrifaðir miðar með Itarlegum upplýsingum um verð og árganga. Og þarna voru greinilega saman komin öll fínustu vín Italíu. Annað er frábært við vínframboð Dino. Þar er voldugur vínvagn með um 20 áteknum vínflöskum. Af vagninum er hægt að kaupa dýrindis vín í glasatali. Það er tilvalið fyrir þá, sem vilja prófa margar tegundir án þess að þurfa að kaupa heilar flöskur. öflugastur var flokkur Chianti Classico vína, bæði á vínvagninum og í vínlistanum. Það er eðlilegt, því að þau vín eru frægust góðvína landsins og einnig af þvi að Flórens er höfuðborg Chiantisvæðisins, Toskaníuhéraðs. Brunello di Montalcino er ra&tað syðst á þessu svæði. Það telst ekki til Chianti- vína, en er þó skylt þeim. Eins og Riserva úgáfur Chianti vína er Brunello di Montalcino vín. sem batnar með aldrinum lengi vel. Flmka númer 3929 Við pöntuðum flösku númer 3929 af Brunello di Montalcino frá Barbi, 18 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.