Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 51
Draumar Perla og rauöskjóttur hestur Kæri draumráöandi. Mig langar til að biðja þig að ráðafyrir mig tvo drauma. Sá fyrri er svona: Mig dreymdi að ég væri að búa mig í veislu og fór ég i mín bestu föt. Er ég var komin i fínan kjól lét ég á mig dýrindis perlufesti sem égátti. En um leið slitnaði festin og stærsta og dýrasta perlan datt á gólfið og hvarf. En engin af hinum perlunum datt af spottanum. Eg sagði við konu, sem hjá mér var, að ég yrði að fmna týndu perluna. En konan sagði að festin vœri alveg nógu löng þó eina perluna vantaði. En ég svaraði að perluna yrði ég að finna því hún væri hinn dýr- asti demantur. Eg fór að leita og fann hana undir skáp. Eg lét perluna I lófa minn og sagði um leið: Eg verð að fá mér nœlonspotta og þræða festina upp á hann svo hún slitni ekki aftur. Og með það sama vaknaði ég. Hinn draumurinn ersvona: Stúlka sem ég þekki vel var að koma heim af dansleik. Það fylgdi henni ungur piltur og tevmdi hann rauðskjóttan hest. Ijómandi fallegan, sem hann átti. Þegar þau komu heim að húsinu hennar batt pilturinn tauminn á hestinum við hliðið á girðingunni. Svo fóru þau inn i húsið. Rétt á eftir gat hesturinn losað sig og hljóp út á götu. Þá kom pilturinn út og kallaði í hestinn sem stansaði strax. Pilturinn sótti hestinn og batt hann aftur við hliðið. En nú gaf hann hestinum hey, sem hann var með í poka, og fór hesturinn að éta það og var hinn rólegasti. Við það vaknaði ég- Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Kristín. Perlufesti boðar yfirleitt miklar framfarir og getur þá bæði átt við heilsu og félagslega afkomu. Slitni festin eða týnist máttu eiga von á talsverðum erfið- leikum við að ná settu marki. En takist þér að tína upp perlurnar eða finna aftur og jafnvel að þræða upp aftur táknar það að erfiðleikarnir verði smávægi- legir. Síðari draumurinn getur í rauninni boðað ýmislegt og nánari upplýsingar vantar svo ráðningin megi teljast marktæk. Til dæmis hafa nöfn þeirra tveggja mikið að segja í ráðning- unni. Flest táknin í draumnum eru býsna góð og þarna virðist velgengni í tilfinningamálum aðalatriðið. Þó fylgja líka gallar og hlaup hestsins táknar fljót- færni sem þó virðist ekki valda varanlegu tjóni. En hvort þarna er um þau tvö í draumnum að ræða eða hvort þetta boðar þér eitthvað er ekki hægt að fullyrða um með neinni vissu vegna þeirra atriða sem þú ekki getur í bréfinu. Það skal tekið fram að aldrei eru birt nöfn ef óskað er að þeim verði sleppt og því óhætt að láta ýmsar persónulegar upplýsingar fylgja með til að auðvelda ráðningu. Úr og hjörtu Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig og hann er svona: Mig dreymdi að ég opnaði skáp og inni í honum var fullt af gullvasa- úrum, litlum vasaúrum, og öll voru þau með loki og var lokið útskorið. Þetta voru svona 7-8 úr. Eg fór að Uta betur á þetta og sá þá silfurhjarta og var það stærra heldur en úrin. Eg hugsaði með mér: Skyldi þetta vera vasaúr, svona hjartalaga? Og ég opnaði hjartað. Þá voru tvö önnur lokfyrir. Þau voru ekki silfurlituð. Þegar ég var búin að opna annað sá ég hjartalaga spegil og var hann mjög lítill. Egsá ekki sjálfa mig I speglinum. Mér fannst hálfur spegillinn vera eitthvað óskýr. Mér fannst þetta vera mjög skýrt og glitti mjög á silfrið. Inni í þessum skáp var líka fullt af bréfum og voru 4-5 til stelpu sem vinnur með mér en hin til mín. Voru það bæði rukkanir og bréf frá fólki og ég hugsaði með mér hver væri að senda mér bréf. A.J. Draumurinn er mjög margþættur. Flest öll táknin eru fyrirboði góðs. Draum- ráðandi leyfir sér að álykta að þú eigir í vændum mjög bjarta og gæfuríka framtíð. Silfur- hjartað táknar mann þinn tilvonandi og bendir allt til þess að hjónabandið verði gott. Börn eignastu líklega mörg og væn. Einnig gætu úrin mörgu verið fyrir viðburðaríku lífi fremur en barnaláni. Framtíðin verður samt sem áður ekki alveg áfallalaus, sendibréfin og rukkanirnar vita á það. Líklegast verður ekki um meiri- háttar mótlæti að ræða og þú getur horft björtum augum fram á við. Ófrísk Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi núna nýlega. Hann er svona: Læknirinn sagði við mig að ég væri ólétt og þegar ég hevrði hann segja við mig: „Jæja, góða mín, hér eru niðurstöðurnar. Þú ert ólétt, ” þá hrökk ég við og fór að hágrenja. Læknirinn revndi að hugga mig en það gekk erfiðlega. Þegar ég var búin aö jaj'na mig spurði hann mig hver faðirinn væri en það vissi ég ekki. Það var út af því að ég átti að hafa verið með nokkrum strákum upp á síðkastið. Mér leið mjög illa og þorði ekki að segja mömmu og pabba frá þessu. Læknirinn gaf mér margar ráðleggingar og ég fór ejtir þeim, en sjálfur ætlaði Itann aö segja foreldrum mínum frá þessu. Þetta endaði allt vel, svo skeði eitt sem ég hef verið að hugsa um en þegar ég vaknaði frá draumnum Jékk ég sting í magann og hélt að þetta hefði skeð í alvöru, og mér fannst ég vera ólétt. Vonandi getur þú ráðið þennan draum fvrir mig. Er ég kannski ímyndunan>eik? Takkfyrir. Lauga Ótti við að eitthvað gerist getur stundum orsakað að mann dreymi að einmitt það eigi sér stað. Það þykja yfirleitt slæmir draumar og ekki táknrænir. Sjálfsagt er of djúpt í árinni tekið að segja þig ímyndunar- veika. Hins vegar leynist örugg- lega með þér ótti um að draumurinn geti orðið að veru- leika. Þess vegna skaltu fara varlega í þessum efnum og nota öruggar getnaðarvarnir. Skop 50. tbl. Vlkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.