Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 42
Fimm mínútur með Willy Breinholst Hvar hafa læknar lært að skrifa? Deildarstjórar, ofurstar, hirð- leikarar, aðalforstjórar, yfir- matreiðslumeistarar, ritstjórar, sjónvarpsleikstjórar, amtmenn og fulltrúar læknastéttarinnar hafa alltaf verið þeir sem í krafti hnífbeittrar skarpgreindar sinnar og yfirburðaþekkingar hafa varpað ljóma á fjölskyldu- samkvæmi á snotrum borgara- heimilum. Því miður hafa fáir fulltrúar þessara mjög svo metnu samborgara fyrirfundist í hópi minna allra nánustu ættingja. Eiginlega var Vagn frændi úr Dölunum það næsta sem við komumst í minni fjöl- skyldu. Hann var praktíserandi læknir. Að vísu bara heimilis- læknir en læknir engu að síður. Og þar sem hann hafði orð á sér fyrir að vera sérdeilis skemmti- legur i samkvæmum var honum að sjálfsögðu boðið þegar við héldum boð. Við báðum hann að koma og varpa ljóma sínum yfir selskapinn. Tilefnið var afmælisdagur Maríönnu. Og þar sem þetta var stórafmæli, mjög stórt sannast sagna, sendum við honum að sjálfsögðu boðskort þó við létum þess á milli líða langan tíma án þess að við ónáðuðum lækninn og læknis- frúna úr Dölunum. Nokkrir dagar liðu áður en við fengum svar. Það var örstutt og greinilegt var að hann hafði haft mikið að gera þegar hann páraði þessar línur á blað. Hann hafði einfaldlega krotað nokkur orð aftan á lyfseðil. — Jæja, sagði Maríanna spennt, þegar ég leit yfir bréfið, — koma þau? — Ég hef ekki hugmynd um það, sagði ég og lagði lyfseðilinn frá mér. — Já, en varstu ekki að lesa bréfið, manneskja! Hann hefur líklega ætlast til þess að við læsum það fyrst hann sendi það, eða hvað? — Ég var að lesa það, þrisvar meira að segja. — Já, en þá hlýturðu að vita hvort þau koma eða ekki. — Nei. — Hvers vegna ekki? — Af því ég skil ekki stakt orð af þessu bölvuðu hrafnasparki hans. Maríanna teygði höndina eftir lyfseðlinum og renndi augunum yfir bréfið. Hún hallaði undir flatt og aftur á ný í hina áttina. Pírði augun, glennti þau upp, setti gleraugun upp, tók þau niður aftur. Síðan hristi hún höfuðið ráðalaus. — Nú, sagði ég, koma þau? — Þú hefur rétt fyrir þér, það er útilokað að geta sér til um hvort þau ætla að koma eða ekki. Ég get ekki lesið orð af þessu. Er virkilega alveg bráðnauðsynlegt að læknar skrifi ólæsilega rithönd? Gæti verið að hann hafi skrifað á arabisku? Hún hafði auðvitað nokkuð til síns máls. Ég fann stækkunar- gler og fór í gegnum textann aftur, staf fyrir staf. — Hvað sýnist þér? — Ég held að þetta sé annað- Stjörnuspá llrulurmn 2l.m;irs 20.;i|iril Stundum getur borgað sig að sýna lipurð í samskiptum við aðra. Þetta á sérstaklega við núna. Mikið liggur við að sýna hlýju og góðvild þar sem eftir því er leitað. X.iuliA 21.upril 2l.m;ii Þvermóðska þin hefur haft nokkuð illar afleiðingar. jafnvel þó þú kunnir að hafa rétt fyrir þér. Enginn verður minni maður af svolítilli greiðvikni. lAthunirnir 22.mai 2l.júni Nokkur hættumerki eru á kreiki núna, sem benda til þess að réttast væri að þú færir að öllu með gát. Þetta á ekki sist við um samskipti við vélar og aðra dauða hluti. Kr hhinn 22. júni JT. júli Happ mun henda þig og gleymdu ekki að þakka þeim sem þakka ber. Þú hefur sjaldan komið eins miklu í verk og núna og það gerir öllum gott. meðan þú ofgerir þér ekki. I. jonió 24. jii11 24. :ii>ú*l Nú ættir þú að vara þig á hroka. Svo vill til að fleiri eru að gera það gott en þú. Annars verður vikan góð og þú mátt búast við reglulega skemmtilegu fólki i kringum þig. >!►> j-.in 2-S.;ÍiíúnI 2.4.scpl. Hætt er við að þú þurfir að taka á honum stóra þinum ef ekki á illa að fara í einhverju smámáli I einkalíftnu núna. Allar likur eru á að þú eygir hættuna og breytir rétt. Vertu ekki fyrir vonbrigðum þó einhver kunni ekki að meta kimnigáfu þina i þessari viku. Það geta ekki allir haft sama skopskyn. Vertu gætinn með peninga. Sporödrckinn 24.okl. 2.Vno\. Þér tekst að gera margt óvenjulegt og liklega skemmtilegt í þessari viku, sem þú gleymir seint. I vinahópi verður gott að vera og þú blómstrar. HogmaAurinn 24.nói. 21.dcs Eyðslusemi þín kann að reynast hættuleg því óviss útgjöld gætu orðið með mesta móti. Hafðu hemil á skapsmununum ef einhver gerist nærgöngull í spurningum. Slcingcilin 22. úcs. 20. jan. Hvað sem á bjátar veistu vel að þú átt fjölda góðra vina. Vertu ekki hræddur við að leita til þeirra, þeir hafa oft leitað til þin. \alnshcrinn 2l.jan. I'í.fchr. Liklegt er að þér verði falið verk sem þér er ekki mjög um gefið. Reyndu þó að rækja það vel. Vera má að það komi þér vel þó seinna verði. Vertu þinum nánustu tillitssamur og þú munt uppskera hið sama. Óþolinmæði hefur þvi miður ekki þann eigin- leika að flýta neinu. Lyftu þér upp á óvenju- legan hátt. 42 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.