Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 44
I I NÝIU/Vi C€I\U/H Ölafur Gunnarsson Þetta er fjórða bók Ólafs Gunnarssonar. Áður eru komnar út eftir hann bækurnar Ljóð 1970, Upprisan 1976 og Milljón prósent menn 1978. Útgefandi er Iðunn. Snjórinn fór strax. En það var frost i lofti. Og einn dag kom Siggi-Súpermann að heimsækja mig. — Hvað ertu kominn aftur. spurði ég. — Nei, en mér datt í hug að kíkja við og sjá hvernig þér liði fyrst ég var á annað borð i bænum, sagði hann vand- ræðalega. Hann var í sparifötunum. — Ertu búinn að fá bókina, spurði hann svo. — Hvað bók, sagði ég. — Íþróttabókina, ég bað um að hún yrði send til þín í flugi. Ég sá útundan mér að strákarnir tíndust frá skýlum og stæðum og komu nær, forvitnir og glottandi. Líka nokkrir kallanna. Þeir söfnuðust í kring um okkur. — Að sjá greifann, sagði einhver. — Það er mikið að hann heilsar upp á gömlu félagana. — Hvar ertu byrjaður að vinna, spurði Hangikjötið frekjulega. — Ég er nú hvergi byrjaður enn, svaraði Siggi-Súpermann aumingjalegur. Hann horfði alltaf á mig eins og ég hefði spurt hann. L 1 L k,. ... jHi'I s|§||^|é Það varð dauðaþögn. — Jæja. þú litur kannski við þegar þú ert búinn að fá bókina, sagði Siggi loks. Hann hélt áfram að tala við mig eins og við værum tveir á planinu. — Hvaða bók, ertu byrjaður að selja hommablöð Rostungurinn þinn. Hangikjötið færði sig ógnandi nær. — Nei, þa-þa-það var ekki neitt svoleiðis, stamaði Siggi-Súpermann. Hláturskliður fór um hópinn og nef- hljóð Hálfvitans skar sig úr eins og venjulega. — Varstu að spyrja Stebba hvort þú mættir fá að ríða honum í raskatið, sagði Hangikjötið. Siggi-Súpermann þagði. — Heyrirðu ekki að það er verið að tala við þig helvitis homminn þinn. Hangikjötið gerði sér upp reiði og röddin var hörkuleg. Mér varð illt í maganunt. Siggi-Súpermann horfði fölur niður fyrir sig án þess að svara og rótaði með öðrum fæti í mölinni. — Svona nú, hægan drengir, sagði Fýli gamli. — Ég var að tala við manninn, og 44 Vlkan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.