Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 62
Karlmenn hafa sœrt mig svo oft, en af hverju? Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að segja mér hvað þér finnst, þ.e. þitt álit á þessu vandamáli mínu sem kemur hérá eftir. Karlmenn hafa sært mig svo oft, en af hverju? I mars síðastliðnum byrjaði ég að vera með strák, nefnum hann Á. Ég þekkti hann aðeins fyrir, en þegar ég kynntist honum var ég ákveðin í því að reyna að kynnast honum nánar og það tókst eins ogfyrr segir. Nema hvað ég hélt að ég væri ástfangin (áhugann vantaði ekki). Eg sá hann svona einu sinni til tvisvar í mánuði og saknaði hans mikið þess á milli. En það var stór minus i þessu öllu og hann var sá að A gat ekki sætt sig við að ég gæti ekki hlaupið úr vinnu þegar hann kom í land. Eg gal ekki haft Á. heima yfir nótl, t.d. vegna þess að það hefði faðir minn aldrei samþykkt. Og þó hann væri úti á sjó þáfór ég út að skemmta mér með vinkonum mínum en það þoldi hann ekki. Áuðvitað þoldi ég ekki margt ífari hans, eins og að hann væri alltaf hreint fullur i landi. Það var og er, hvort sem á við um hann eða aðra sjómenn. óþolandi. Sjómannastéttin öll eins og hún leggur sig hefur nógu slæmt orð á sérfyrir. Jæja, en áfram skal blaðið. Svo fær Á. sitt sumarfrí I I 1/2 mánuð en ég gat ekkert farið með honum úl af vinnunni svo hann fór einn. Þá fyrst J'ór ég að vera alvarlega vond. Ég reyndi oftar en einu sinni að tala við hann í síma en það var eins og að tala við stein. Svo sagði ég b/ess J'yrir fullt og allt. Þá kom hann Á. (skríðandi) aftur og ég tók við honum. En þá var hann bara að hefna sín og gerði það svo rækilega að ég ákvaö að fremja sjálfsmorð. sem tókst ekki betur en þetta. Góð vinkona mín bjargaði því. Síðan, um það bil mánuði seinna, kynntist ég öðrum. (Það eru jú alltaf fleiri fiskar í sjónum, ekki satt?) Viö skulum nefna hann V. í fyrstu var hann, ja, hvað skal segja. Ijúfur eins og lamb, þangað til ég hælti að segja já og amen við hann. Þá réðst V. á auðveldari bráð, vinkonu mína (sem var þá er þetta skeði arfadrukkin) ogkom þaðfyrir tvisvar. En nóg hefur V. bak- talað mig og logið upp á mig eftir þetta. Svo núna ekki alls J'yrir löngu kynntist ég þeim þriðja. (Allt er þegar þrennt er og það Jjórða fullkomnað.) Nefnum hann A. V. Hann var svo sem ágætur til að tala við þegar það var hœgt. En nr. I hjá honum var og er og verður alltaf. . . KYNLÍF. En það er bara ekki alltaf nr. I hjá mér. í öll þessi þrjú skipti hafa þeir A., V„ og AV. sært mig svo óstjórnlega mikið að ég hef ekki vitað milt rjúkandi ráð. Er ég svona auðveld bráð? Nógu andskoti er ég J'rek og ákveðin að mér finnst. En ég vil biöja þig. eins og ég nefndi hérfyrst. að setja þig i mín spor og sjá hvað þér finnst. Virðingarfyllst og fyrirfram þökk. Rósin Mörg misheppnuð ástarsam bönd í röð hljóta jafnan að taka á taugarnar og eðlilegt er að þér sárni. En umræddir náungar virðast af lýsingu þinni ekki þess virði að vera syrgðir um of. í samskiptum kynjanna er einhver undanlátssemi á báða bóga ávallt nauðsynleg. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að halda sjálfstæði sínu og láta ekki stjórnast eingöngu af vilja hins aðilans. Ef málamiðlun er óhugs- andi á sambandið ekki framtíð fyrir sér. Þú segist frek og ákveðin og virðist vera það. Haltu þínu striki en flanaðu ekki að neinu. Þú ert ekki auðveld bráð heldur manneskja með tilfinningar og vilja til að velja og hafna. Þér finnst þú ef til vill hafa verið notuð vegna þess hve illa tókst til. Það er ekki rétta viðhorfið. Fékkst þú ekki eitthvað út úr þessum samböndum? Hugleiddu það og reyndu jafnvel að sjá málið frá sjónarhóli karlmannanna. Þú og þeir virðist ákaflega ólík. Enginn þeirra hentar þér með þina skap- gerð. Þeir hafa önnur lífsviðhorl' og venjur. Þin eigin skapgerð og viðhorf eiga einnig eftir að þroskast og breytast. Þú ert ung og það eru ótal fiskar í sjónum. áreiðanlega margir karlmenn semfalla beturað þér. Póstinum finnst eilítið erfitt að setja sig í þín spor, einkum vegna þess að þú segir ekki nóg um hvað gerðist. Það sem einkennir skapgerð þína eru andstæður. ákveðni og viðkvæmni. Þú verður að reyna að taka hlutina ekki of nærri þér. Ef til vill mættirðu fara varlegarí sakirnar næst. Reyndu að átta þig betur á mönnunum áður en stofnað er til frekari kynna. Bældu niður biturleika og hefndarlöngun. Þær tilfinningar eru þér ekki til góðs nema síður sé. Þaðer fólki á þinum aldri ekki nema eðlilegt að leita vel og lengi fyrir sér í þessum málum. reyna margt og marga. Lögregluskólinn Elsku Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér áður. Mig vantar svör við þessum spurningum: 1. Er sérstakur lögreg/uskóli hér á landi? 2. Ef svo er, hve gamall þarf maður að vera til að komast í hann? 3. Þarf maður að ná ákveðinni hœð? 4. Ef ég vildi ganga í þennan skóla, hvarfæ ég þá umsóknareyðublað? 5. Hve langt er námið? 6. Er það bæði verklegt og bóklegt? 7. Hvaða undirbúning þarf ' til að komast í skólann? Eg vona að þú svarir þessum spurningum. Ein forvitin. í Reykjavík er starfandi sér stakur lögregluskóli og veitir lögreglustjórinn í Reykjavik honum forstöðu. Lögreglumenn fá ekki skipun í fasta lögreglu- mannsstöðu nema að undan- gengnu prófi frá lögregluskóla og reynslutíma. Umsækjandi skal vera 20-30 ára. vel vaxinn. að minnsta kosti 176 cm hár. með góða likamsburði. heil brigður andlega og líkamlega og laus við líkamslýti Námskeið stendur yfir í 4-6 vikur. Námið er aðallega bóklegt en einnig fer fram kennsla i hjálp í viðlögum. björgun frá drukknun. umferðarstjórn. handtöku og fleiru. Lögreglumenn skulu síðan kvaddir á framhalds- námskeið eigi siðar en 12 mánuðum eftir að fvrra starl's- námskeiði lýkur. Námskeið þetta tekur 14-18 vikur. Það er mun ítarlegra en hið fvrra. Námsgreinar eru meðal annars íslenska. skýrslugerð. ýmis lög og reglur. þjóðfélagsfræði. sál fræði. ýmiss konar lögreglu- æfingar og fleira. Umsækjandi um lögreglumannsstarf. og þar með lögregluskólann. þarl’ að hafa lokið að minnsta kosti grunnskólaprófi með góðri meðaleinkunn. Að lokum máv geta þess að reglugerð um þetta er frá árinu 1965 og er nú i endurskoðun. Varðandi frekari upplýsingar og umsóknareyðu blöð er þér bent á lögreglu stjórann i Revkjavík. Leiðrétting Uppskrift að prjónawesti á bls. 6-7 í 46. tbl. Vikunnar er óskyld Heimilis- iðnaðarfélagi islands með öllu. Athugið einnig villu i mynstri. Átta- blaðarósirnar eiga að sjálfsögðu all- ar að vera eins (sú til vinstri er rétt). Leiðrétting við kökukálf í 48.tbl. SPÁNSKUR VINDUR: I stað 2 msk. hjartarsalt á að standa 2 tsk. hjartar- salt. JÓLABRAUÐ: Í stað 100 g af hveiti á að standa 1000 g hveíti. RÚSÍNUKÖKUR: Til þess að kökurnar verði sætar þarf að setja 1 1/2 bolla af sykri saman við. Eins er vert að taka það fram, að i „Fléttunum hans Jóns okkar" þarf brauðið að hefast eftir að það hefur verið fléttað. Þá er best að setja það á heitan stað og láta það hefast undir rökum klút í klukkutima. 62 Vikan SO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.