Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 48
Höfundur: Álfur Ölason Smásagan Hún heitir Sif og ég heiti Jón, svo að varla geta nú nöfnin verið styttri. Við bjugguni í háu húsi með lyftu. Hún bjó i sjöunda himni en ég í fimmta. Ég hafði átt þarna heima i full tvö ár. en hún aðeins i nokkra mánuði. Bæði unnum við „úti” eins og það er kallað. Hún í Landsbankanum og ég á skrif- stofu hjá allstórri umboðsverslun. Ung vorum við, ég 22ja ára hún á að giska nítján. Stöku sinnum rákumst við á í stiganum eða við innganginn, en undan- tekning að við værum samferða i lyftunni, og síst nema þá fleiri væru þar og við þá bæði uppburðarlítil. En það get ég sagt ykkur, að mér leist ærið vel á Sif strax við fyrstu sýn. Hún var ljóshærð, meö blá, blíðleg, dreymandi augu, í meðallagi há og fremur grann- vaxin. Ætíð smekklega til fara og vel snyrt, þó i fullu hófi. Aldrei varð ég þess var að hún talaði við fólkið í húsinu. þá sjaldan að ég varð vottur að því að hún gengi framhjá þvi. Tók þó undir af fullri kurteisi ef það bauð henni góðan dag. Því oftar sem ég sá Sif varð ég hrifnari af henni og að þvi kont að ástin fór að segja til sin, jafnvel um ntiðjar nætur. Þá sjaldan ég mætti Sif á götu eða við húsdyrnar eða þá í lyftunni, bauð ég henni góðan dag og það var ekki nteira en svo að ég heyrði hana taka undir. Var hún feimin? Var hún stolt? Eða hvort tveggja? Það var eins og ég væri ekki til I hennar hugarheimi, hlaut ég að ætla. En þó hafði ég aldrei orðið þess var, að hún væri í nokkrum tengslum við aðra pilta og það var nokkur fróun fyrir mig. — Og óneitanlega var stúlkan sakleysisleg. Ef til vill ekki vöknuð til lífsins I heimi ástarinnar. En hvað vissi ég um það. konur geta ávallt villt um fyrir karl- mönnum. Ég beið óþolinmóður. Hvenær gæfist mér tækifæri til að tala við Sif. vera góður við hana, snerta hana? En tækifærið kom upp i hendurnar á mér fyrr en ég bjóst við. Ég var að koma heim úr vinnunni unt hálfsexleytið einn daginn og rétt kominn að lyftunni. 1 sama bili opnast útidyrnar og inn gengur Sif ofur hljóðlát að vanda. Mér varð orðfall, þið getið giskað á af hverju. En bæði göngum við inn i lyftuna. Ég þrýsti riddaralega fyrst á hnapp sjö og síðan á fimm. Sif snýr sér að hálfu undan, svo að ég sá á vanga hennar. Hjálmfögur var hún og hárið ljósa gægðist lítið eitt undan hattinum. — Ég einn með henni í lyftunni i fyrsta skipti! Hvernig haldið þið að ntér hafi liðið? Lyftan er á hægri uppleið. Þegar hún er skroppin fram hjá fjórðu hæð, snar- stoppar hún og við Sif erunt stödd i þreif- andi myrkri. Það er ekki um að villast. Nú hefur einhver vélskóflan slitið sundur rafmagnsstrenginn. Ekki er að tala um að komast út. Lyftan er á milli 4. og 5. hæðar. Engar útgöngudyr. Ég tek öllu með karlntannlegri ró og félagsskapurinn gat nú verið lakari. Ég einn með stúlkunni sent ég hafði lengi verið hrifinn af. Ég held. að Sif hafi ekki verið eins rótt og mér og ég heyrði hana hrópa I örvæntingu. Jesús minn góður, og berja í þilið. Og þarna stóðum við tvö ein í lyftunni nokkra stund og hvorugt mælti orð af vörum. En allt í einu fann ég að Sif var komin i fangið á mér og titraði ekkt svo litið. Mjúkur haddur hennar féll að vanga mínum. Og ilmurinn frá honum var notalegur, svo að ekki sé nteira sagl. Hafði ég lifað sælli stund? Ég var farinn að óska þess að lyftan hreyfði sig ekki fyrst um sinn og blessaði skóflustjórann. Ég tók þétt utan um Sif og þrýsti henni fast að mér. og ég fann ekki betur en að húnléti sér það vel lika. Ég var kominn að því að kyssa hana. Varir okkar um það bil að mætast. En hvað skeði þá? 1 skyndi kviknar ljós og óhræsis lyftan fer af stað. Sif slítur sig óðar úr faðmi mínum og af kossinum varð ekki. Vandræðaleg hallar hún sér að lyftuveggnum. blóðrjóð I framan og nú er lyftan á sjöundu hæð. Ég opna dyrnar og hún hraðar sér út skömmustuleg, án þess að segja orð eða líta á mig. Og í santa bili snýr lyftan til baka og skilar mér. Ég fleygi mér upp i dívan I senn sæll og vansæll. Þó svo að við Sif værum sambýlisfólk, sáumst við ekki næsta hálfan mánuðinn og mér var órótt. Það lá við að mér væri farið að leiðast líftð. Samstarfsfólk mitt veitti því jafnvel athygli og fannst ég óvenju þegjandalegur og skrítinn og dró ekki dul á það við mig. En ég lét það sem vind um eyrun þjóta. En viti rnenn! Á yndisfailegum haust- degi þarf ég að bregða mér snöggvast frá til að reka smáerindi. Þá sé ég hvar Sif gengur skammt frá mér á götunni og brosir — í fyrsta sinn — blítt til min. Það stóð ekki á mér að svara brosinu harla hlýr í bragði. Ég geng rakleitt i veg fyrir hana. Hún réttir ntér höndina alúðlega og fer að tala um lyftu- ævintýrið. Okkar stutta samtal endaði með þægilegunt hlátri. Lokuðu sundin opnuðust allt í einu. Og nú fór fundum okkar að fjölga. Það var engu líkara en við værum sköpuð hvort fyrir annað. Áhugamál okkar féllu ótrúlega vel saman. Það leiöekki á löngu þar til við fórum að lita inn hvort hjá öðru, en við fórum að öilu með gát vegna sarnbýlisfólksins sem ekkert mátti vita um samdrátt okkar enn sem komið var. Þess var ekki langt að bíða að við vorum trúlofuð. Og I gær: á nýársdag. settum við upp hringana. Og hvar haldið þið að við höfum gert það? Að sjálf- sögðu í lyftunni sem varð örlagavaldur okkar, að þvierég tel. Með vorinu ætlunt við að láta I séra Arelíus gifta okkur. 4® Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.