Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 47
Úr nýjum bókum Mamma ýtti mér að borðinu. Það var óþægilegt að kynnast stjúpu sinni á þennan hátt. Ekki bætti það úr skák, að hún var gerð að fífli með því að vera ekki sú sem kölluð var upp. Við nánari umhugsun þá skil ég betur baráttu þessara kvenna. Það var aðeins einn maður i lífi móður minnar. Hann hafði gifst þessari konu. Hann hafði yfir- gefið móður mina með tvö börn. Nella Rivolta hefur átt við sömu erfið- leika að stríða. Eða af hverju sótti hún svo hart að komast í þetta starf sem gaf litlar sem engar tekjur? Hún þurfti líka að sjá fyrir tveim börnum. Ég sá hana aldrei aftur eftir þennan fund okkar á stóra sviðinu í Cinecitta. Þegar faðir minn lá fyrir dauðanum lét hún ekki sjá sig. Hún kom ekki heldur i útförina. Ég átti von á að hitta hana þar öðru sinni. Ég held að ég hefði litið hana öðrum augum, skilið hana og lífsstríð hennar betur. Við mamma unnum við Quo Vadis i nokkra daga. Ég var ein af ambáttum Deborah Kerr. Mamma lék i nokkrum múgatriðum. Launin sem við fengum voru fimmtíu þúsund lírur. Við vorum i sjöunda himni, en þetta var í senn upphaf og endir á sældarlífi okkar í Róm. Við fengum boð um að Maria væri mikið veik. Mamma tók pjönkur sínar saman í flýti og fór til Pozzuoli. Við höfðum verið í vinnuleit í nokkrar vikur, en það var engin þörf á aukaleikurum sögðu þeir á skrifstofum kvikmynda- félaganna. Við áttum ekki mikla peninga eftir, en nóg þó fyrir læknis- hjálp og meðulum fyrir Mariu. Mamma hafði þungar áhyggjur af að skilja mig eina eftir. Ég var dauðhrædd við að vera í þessari stóru borg, Róm. Ég hafði aldrei verið ein míns liðs. Frænd- fólk mitt var enn kuldalegt í okkar garð, þó við hefðum borgað þeim leigu af aurunum sem við fengum fyrir Quo Vadis. En ég fékk að vera hjá þeim enn um sinn. Nú hafði ég líka fengið vinnu við fumetti. Það var aðalástæðan til þess að ég varð eftir í Róm. Tekjurnar sem ég hafði af því dugðu til að halda okkur öllum uppi. Áður en mamma steig I lestina, sagði hún mér enn einu sinni að ég yrði að gæta mín, sérstaklega á karlmönnum. „Lella, allir karlmenn eru djöflar. Mundu það.” Það var ekkert auðvelt fyrir hana að skilja mig eina eftir í Róm, en hún vissi að ég var reyndari en flestir jafnaldrar minir og hún treysti mér. Ég myndi aldrei gera sömu glappaskotin og hún hafði gert í æsku sinni. Það gat hún verið viss um. Ég var orðin sjálfstæð og gat staðið á eigin fótum. Sjálfsvirðing min var meiri en svo að ég hefði lagst í svall og aðra niðurlægingu. Ég hafði litla trú á að ég gæti náð frama i kvikmynd- unum. Ég hef alltaf verið raunsæ. Ég var ekki nógu vel vaxin og mig skorti fríðleik til þess. Ég var of há, of mjaðma- breið, nefið var of langt. ég var munn- stór og vangarnir of litlir. Ég hafði ekki þetta hefðþundna kvikmyndastjörnu- útlit. Ég var ekki einu sinni lík þeim stjörnum sem skærastar voru á ítaliu. Þessu til viþótar var hreimurinn sem ég hafði að heiman. Ég hafði engin sambönd og var án nokkurrar reynslu. Framtíð mín var vægast sagt ekki glæst í kvikmyndum. En ég gat unnið við gerð fumetti. Það er erfitt að skýra hvað fumetti er. Þetta eru ljósmyndir af væmnum uppstillingum. lnn á þær er sett þolla og inn i hana er texti myndar- innar og sögunnar settur. Þetta var sér- italskt fyrirbæri. Fumetti birtust í dag- blöðum á hverjum degi og nutu mikilla vinsælda. Oftast voru sögurnar i fumetti yfirborðskenndar ástarsögur. Mér hafði tekist að ná í vinnu við gerðfumetti. Það réð úrslitum að ég hafði hlotið þjálfun i leikskólanum í Napolí. Þeir vildu einmitt fá fólk sem gat sýnt afdráttar- laus svipbrigði. „Ó, Jón. Þú elskar mig ekki lengur.” stóð i bollunni, en neðan við var mynd af mér með augun upp- glennt, augnabrúnir upp og varirnar í O. Þetta var leikmátinn sem ég hafði lært i Napoli. Ég æfði mig á kvöldin frammi fyrir spegli. Ég var oftast i hlutverki vondu konunnar. Annað hvort var ég tatari eða arabi. Ég fór að verða þekkt af þessum ljósmyndum. Leikstjórinn sem ég vann með hafði það á móti nafninu Scicolone að það væri of langt og hlægi- legt, svo ég breytti um nafn og hét nú Sofia Lazzaro. Það tók eina viku að gera heila fumetti. Ég fékk tuttugu þúsund lírur fyrir. Ég borgaði af því leigu, en sendi afganginn heim til Pozzuoli. Hvað ég hefði gert, ef þessi vinna hefði ekki boðist mér, veit ég ekki. Það voru ekki bara launin, heldur lika það að ég kynntist ungum leikurum, sem áttu við svipaða erfiðleika að etja og ég. Sumir þeirra urðu vinir mínir. Eitt kvöld þegar við fórum út saman, þá varð það fyrir einskæra tilviljun að ég tók þátt í fegurðarsamkeppni i annaðsinn. Þetta kvöld fórum við á stóran veitingastað sem sneri að Colosseum. Hann hét Cole Öppio og var nætur klúbbur. Þegar þangað var komið var okkur sagt að krýning á fegurðardrottn- ingu Rómar stæði fyrir dyrum. Um þetta leyti var ekki óalgengt að kvik- myndafélögin stæðu fyrir fegurðarsam- keppnum í þeim tilgangi aðfinna stúlkur sem hæfar væru til kvikmyndaleiks. Þess vegna var mikill fjöldi af stúlkum á veitingastaðnum þetta kvöld. Nokkuð var liðið á kvöldið þegar maður kom að borðinu okkar og sagðist vera frá stjórn samkeppninnar. Hann bauð mér að taka þátt í keppninni. Ég kvaðst ekki hafa áhuga. Ég var of feimin til að ráðast í þess háttar stórræði. Hann sneri aftur eftir smá stund. Hann sagði dómnefndina samanstanda af fólki úr kvikmyndaiðnaðinum. Þeirra á meðal væri kvikmyndaframleiðandi að nafni Carlo Ponti. Hann hefði tekið eftir mér og óskaði hann sérstaklega eftir að ég tæki þátt í keppninni. Vinir minir hvöttu mig eindregið til að vera með. Þú hefur allavega atkvæði Ponti, sögðu þau, svo er þetta fólk allt tengt kvikmyndum á einhvern hátt. Það kemur sér vel ef það þekkir þig i sjón. Svo ég skráði niig i keppnina. Eftir þessa venjulegu yfirheyrslu og tilheyr- andi göngur fram og aftur fyrir dómurum, voru úrslit tilkynnt. Ég var í öðru sæti. Eftir á kom Carlo Ponti að borðinu okkar og kynnti sig. Hann bauð mér í garðinn að baki veitingahúsinu og við gengum út bæði tvö. Ég hugsaði: jæja þó kemur það. Við gengum um garðinn og Carlo sagði: „Ég hef auga fyrir hæfi leikum. Ég hef gert stórleikkonu úr Ginu Lollobrigida, Alidu Valli, og fleirum. Þú hefur athyglisvert andlits- fall. Ég var að horfa á þig. Svipmikið andlit. Hvernig líst þér á að koma á skrifstofuna mína á morgun og fara í reynslutöku? Hefur þú einhvern tíma gert það? Nei, við skulum sjá hvernig þú tekur þig út á tjaldinu. Maður veit aldrei fyrir víst hvernig fólk tekur sig út á tjaldinu.” Ég fékk heimilisfangið hans og hann bauð mér góða nótt. Þetta voru viðskipti og ekkert annað. Daginn eftir var ég full eftir væntingar. Ég fór á heimilisfangið sem hann hafði látið mig hafa, en það reyndist vera lögreglustöð. Ég varð svo reið yfir að hafa verið höfð að fífli að ég fór að skæla. Lögreglumaður kom til min. „Þetta er bara gabb," sagði ég. Hann tók af mér miðann með heimilis- fanginu og brosti. Ég var í skökku húsi. Ég hafði lesið vitlaust á miðann í öllum spenningnum. Skrifstofa Carlo Ponti var á fyrstu hæð. Hann tók strax á móti mér. Við fórum þegar í stað í leikhús í nágrenn- inu. Þar var fyrirtæki hans að undirbúa kvikmynd. Carlo var um þetta leyti í samfloti með Dino de Laurentiis. Á sviðinu var leikmynd. Carlo lét mig í hendur leikstjóra og tökumanns og svo var hann farinn. Fyrsta reynslutakan. Ég skalf í hnjáliðunum. Ég fann blóðið streyma til höfuðsins. Hjartslátturinn jókst. Ég átti erfitt um andardrátt og hélt að nú liði yfir mig. Þeir létu mig hafa baðföt og mér var sagt að ég yrði að mála mig sjálf. Ég varð að taka á öllu mínu til að fara upp eftir að ég var komin í baðfötin. Hvernig gat ég horfst í augu við kvikmyndavél? Leikstjórinn sagði að atriðið væri einfalt. Ég átti að kveikja i sigarettu og ganga nokkrum sinnum fyrir vélina reykjandi. Það kviknuðu sterk ljós allt í kringum mig. Ég hafði aldrei kveikt í sígarettu og enn síður reykt. Vélin fór I gang. Taka. Það var hræðilegt. Eintóm axarsköft. Ég eyðilagði allt með taugaspennu. Sem betur fer var þessu fljótt aflokið. Ljósin slokknuðu. Þetta varslys. 50. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.