Vikan


Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 11.12.1980, Blaðsíða 63
Pósturinn Pennaiinir Francis Ferdinand Krankue, c/o Miss Theresa Otoo, P/T Corportion, Man Post Office, Cape Coast, Ghana W/A, er 17 ára piltur frá Ghana sem vill skrifast á við stráka og stelpur. Áhugamál eru lestur, sund. íþróttir, myndaskipti. og tennis. Svarar öllum bréfum og skrifar á ensku. Erlu Kristjánsdóttur, Breiöalæk, Barða- strönd, 451 Patreksfirði, langar að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ilólmfríður Svava Eyjólfsdóttir, Heiðmörk 11, 755 Stöðvarfirði, óskar eftir pennavinunt á aldrinum 12-14 ára. hún er sjálf 12 ára. Áhugamál: iþróttir. sund. diskótek. bréfaskriftir. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægter. Bob Stephenson, 219 Baker Rd., High Paint NC 27263, USA, 46 ára ógiftur. vill eignast pennavin. Honum finnst garnan að dansa, borða úti. synda. stunda sólböð og gönguferðir úti i náttúrunni. Aldís Guðrún Axelsdóttir, Litlu-Brekku, 566 Hofsósi, Skag. og Sigríður Línherg Runólfsdóttir, Brúariandi, 566, Hofsósi, Skag., tvær pennagiaðar stúlkur 17 ára. óska eftir pennavinum á aldrinum 17- 20. piltum eða stúlkum. Áhugamál: böll. músik. bréfaskipti, lestur góðra bóka og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svara öllunt bréfum. Sigríður Sigurjónsdóttir, Garði, Hegra- nesi, 550 Sauðárkróki, Skagafirði, er 12 ára og óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál marg- vísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfurn. Thorhild Hovvik, 6984 He.vvikbygda, Norge, 25 ára gift norsk kona. óskar að skrifast á við islenskar húsmæður. Áhugamál hennar eru söfnun gamalla kökuuppskrifta. handavinna. blóm. fisk- veiðarogbörn. Sigrún Gísladóttir, Móaflöt 13, 210 Garðabæ, óskar eftir pennavini á aldrinum 12-13 ára. Ýmis áhugamál. t.d. diskótek, dans. hestar. strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Kristín Benediktsdóttir, Hvalnesi, 781 Austur-Skaftafellssýslu, óskar eftir að skrifast á við krakka á öllum aldri. Svarar öllum bréfum. Er sjálf 15 ára. Eyrúnu Þórólfsdóttur, Laugarbraut 7, 300 Akranesi, langar að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf 15 ára. Áhugamál mörg. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi ef hægt er. Karen Stephenson, 111 Wellington St. W. 104, Markham, Ontario, Canda, L3P 1B2, er 19 ára stúlka og óskar eftir pennavinum. hefur haft áhuga á Íslandi síðan hún lærði um það í landafræði. Áhugamál margvisleg. Elin Gróa Karlsdóttir, Vitabraut 6, 510 Hóltnavik, og Kolbrún Unnarsdóttir, Borgarbraut 2, 510 Hólmavik, óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál allt milli himinsogjarðar. Margréti Marisdóttur, Lyngholti 14, 230 Keflavik, langar að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Er sjálf 11 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Jóhanna Guðfinnsdóttir, Árnesi. Strandasýslu, 523 Finnbogastöðum. óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18-25 ára. er sjálf 20 ára. Getuleysi Kæri Póstur. Eg hef aldrei skrifaö þér ádur en ég les alltaf' Póstinn og hef veitl því athygli hve góð s\’ör þú hefur gefið. Reyndar hef ég alltaf haldið að ég gæti ráðið við mín einkamál sjálf og þyrfti ekki hjálp annarra en nú þarfnast ég sannarlega ráðlegginga. Ég er á föstu með strák og er búin að vera með honum í 3 mánuði. Við eigum gott með að tala hreinskilnislega saman og elskum hvort annað mjög mikið. Það er kannski fáránlegt að tala um ást þar sem við erum svona ung (ég er 16 en hann er 17 ára) en þetta er ekki sú ást sem kemur skyndilega og springur svo heldur myndaðist hún hægt og rólega þar til við urðum mjög tengd. okkur líður jafnvel illa ef við sjáumst ekki I langan tíma. En þetta er bara ekki nóg. Kynlífið er ekki upp á marga ftska hjá okkur. I hvert skipti sem við ætlum að hafa samfarir fer allt úrskeiðis hjá honum. Það vantar ekki að honum getur staðiðfvrir samfarir en þegar hann ætlar að leggja I hann stendur honum ekki. Það er ekki um að ræða neina feimni hjá honum eða hræðslu. Við höfum rætt um þetta saman en botnum ekkert í þessu. Svona lagað hefur aldrei gerst hjá honum með annarri stelpu. Eg reyndi að segja honum upp en það tókst ekki betur en svo að við byrjuðum upp á nýtt. Eg er oft búin að liggja andvaka á nóttunni og grenja út af þessu. En við getum ekki hælt saman það er alveg ómögulegl. Getur getuleysi hans verið mér að kenna? Eða er þetta bara tímabundið? Eg hef oft beðið hann að f 'ara til læknis en það aftekur hann með öllu. Þess vegna sný ég mér til þin. þú ert síðasta von mín um hjálp. Ein vongóð. Þið skuluð hafa það hugfast að vandamál ykkar er langt frá því að vera eitthvert einsdæmi. Tímabundið getuleysi hjá karlmönnum er algengt, sérstaklega á meðan þeir eru ungir og óreyndir. Þrátt fyrir að strákurinn sem þú ert með hafi ef til vill verið með mörgum stelpum er það ekki það sama og mikil kynlífsreynsla. Samband ykkar ristir tvímælalaust miklu dýpra og er honum meira virði en nokkuð annað sem hann hefur reynt fyrr á þessu sviði. Þú fullyrðir að hjá honum sé ekki um neina feimni eða hræðslu að ræða. Um það er þér hins vegar ómögulegt að dæma. Hræðslan eða öllu heldur taugaóstyrkurinn er honum sjálfum kannski ekki fyllilega meðvitaður. Ástin og kynlífið er hvort tveggja I senn sálrænt og líkamlegt fyrirbæri. Þarna er um fjarska flókin ferli að ræða og getur oft verið erfitt að átta sig. Vandamálið er hvorugu ykkar að kenna. Hins vegar er það ykkar beggja að leysa það. Getuleysið er áreiðanlega tíma- bundið vandamál. Það vill því miður oft verða að einhvers konar vítahring. Óttinn við að standa sig ekki orsakar það beinlínis eða óbeinlínis að illa tekst til. Þess vegna krefst það fullkomins skilnings og þolinmæði af þinni hálfu ef árangur á að nást. Þú segir að þið elskið hvort annað og getið talað hreinskilnislega saman. Ef svo er í raun og veru er ekki rétt að „segja honum upp" eða hætta að vera saman nema eindrægur vilji sé fyrir því. Þú verður að hætta að skoða vandann sem hans, hann er ykkar beggja. Reynið að vera róleg og afslöppuð. Það eru til fleiri aðferðir til að ná kynferðislegri fullnægingu en samfarir í venju- legum skilningi þess orðs. Verið ófeimin við að prófa ykkur áfram. Það eru engar reglur til um hvernig á að iðka kynlíf. Öll pör verða að þreifa sig áfram að því sem þeim finnst best. Það er með kynlífið eins og flest annað að þroski og kunnátta eykst með aldri og reynslu. Opinská urnræða um kynlíf er mikilvæg ekki síður en fræðsla. Að sjálfsögðu þurfa elskendur að geta rætt um þessi mál, en það væri sömuleiðis til bóta ef vinkonur og vinir gætu talað saman. Pósturinn hefur stráka sérstaklega grunaða urn að guma sig frekar af „kynlífsafrekum” sínum en spjalla um vandamál sem upp koma. Að lokuni vill Pósturinn benda ykkur á að lesa ykkur frekar til um málið i bókum um kynlíf sem sérstaklega eru ætlaðar ungu fólki (t.d. Æska og kynlif, Við erum saman. 16 ára) eða að hafa samband (simleiðis eða bréfleiðis) við kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Öll fræðsla ætti að róa ykkur og veita það öryggi sem ykkur er umfram allt nauðsynlegt. 50. tbl. Vikan63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.