Vikan


Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 4

Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 4
umargc UTANLANDSFERÐ FYRIR TVO: Að verðmæti til er utanlands- ferð fyrir tvo stærsti vinningurinn í Sumargetraun 1981. Það er ferðaskrifstofan Útsýn sem skipuleggur þennan vinning. Útsýn hefur ríflega aldarfjórðungs reynslu að baki og ferðir hennar og skipulagning eru eitthvað það besta sem þekkist á því sviði. Sigurvegarinn getur valið um þrjá staði: Marbella, Mallorka eða Lignano. Á alla staðina er um að ræða ferð fyrir tvo, að verðmæti samtals 12 þúsund krónur. Allt eru þetta viðkunnir ferðamanna- staðir sem hafa upp á margt að bjóða en þó hver með sínu sniði. Marbella er nýjasti staður- inn í skipulögðum hópferðum héðan. Marbella er hluti af strandlengjunni sem einu nafni kallast Costa del Sol og að margra dómi einn glæsileg- asti baðstaður Evrópu. Mallorka er gamalgrónasti áfangastaður íslendinga á sólarstöðum — staður sem menn heimsækja aftur og aftur og verða aldrei leiðir á. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi, hverjar svo sem kröfurnar eru. Lignano er ekki sístur þessara þriggja staða. Lignano Sabbiadoro — þar sem gestir Útsýnar dvelja — er skagi sem liggur frá vestri til austurs út í Adríahafið. Flestir eru á einu máli um að þar sé fegursta baðströnd Ítalíu. Allt fram á þessa öld varð ekki komist á þennan skaga öðruvísi en af sjó — landmegin var fenja- land sem á öðrum áratug aldarinnar var ræst fram og breytt í frjósamt akurlendi þar sem Alparnir einir rjúfa víðáttuna til austurs og norðurs. Allt frá því fyrst var hafist handa um að breyta Lignano í ferðamannaparadís var allt lagt upp úr því að breyta landinu sem minnst, láta náttúruna halda sér eftir föngum og skapa þannig andrúmsloft að fegurð lands og gróðurs væri ríkjandi eftir sem áður. Þetta hefur tekist ótrúlega vel. Þrátt fyrir fólks- mergðina sem þarna dvelur hafa gestir ekki á tilfinning- unni að þeir séu hluti af mannhafi heldur einmitt að þeir séu frjálsir úti í náttúr- unni — að sólin skíni fyrir þá, þar sem þeir anda að sér hreinu loftinu og láta sig dreyma sína dagdrauma í friði. Sandströndin er átta kilómetrar að lengd, 80 til 150 kílómetra breið, með góðri aðstöðu og fyllsta hrein- læti. Gestir Útsýnar dvelja á besta stað á ströndinni, í hóteli og íbúðahóteli sem standa hlið við hlið og aðeins steinsnar frá ströndinni sjálfri. Á Lignano er krökkt af úrvals veitingastöðum og hvers konar skemmtistöðum, og allt einkennist af frjálsræði, lífs- gleði og glæsimennsku. Hér ríkir glaðværð og góðvild, enginn þarf að-vera með hjartað í buxunum þótt sólin gangi til viðar og hlýtt Suðurevrópumyrkrið takið við með gróðurilmi sínum og fjöl- breyttum mannfjölda, heldur getur óhikað haldið á skemmtistaðina og notið úti- verunnar á leið aftur heim á hótelið þegar nóg er vakað. Og allt umhverfis er hvert tækifærið öðru betra til skoðunarferða — Feneyjar, Flórens, Bledvatn, Gardavatn, Dolomítarnir, svo nokkuð sé nefnt. Og enn er margt ótalið sem bíða verður betri tíma. 4 Vikan 22. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.