Vikan


Vikan - 28.05.1981, Síða 7

Vikan - 28.05.1981, Síða 7
SUMARGETRAUN 81 Tvö segulbandstaki Segulbönd verða stöðugt vinsælli eign og raunar fast að því jafnsjálfsögð og útvarps- tæki. Við bjóðum tvö segul- bandstæki í vinning í Sumar- getraun Vikunnar 1981. Þau eru af gerðinni Panasonic RQ 2106 frá Japís hf. og kosta 965 krónur hvort. Þetta eru auðveld tæki og þægileg, til dæmis er hægt að stilla á upptöku með einu handtaki án þess að hætta sé á að það gerist óvart. Það er með innbyggðum hljóðnema og tækið stöðvast sjálfvirkt þegar bandið er á enda. Upplagt tæki fyrir þann sem hjólar með bakpoka í fríið! Átta útvarpstoki Sumargetraun Vikunnar 1981 hefur átta út- varpsvinninga. Það er vasa- tæki frá Sony, TFM 6100L. Það er frá Japís og kostar 510 krónur. Sony TFM 6100L er með FM bylgju, langbylgju og miðbylgju og liðdreginni loftnetsstöng. Þetta eru furðu- hljómgóð tæki og langdræg þótt ekki séu þau stór: 15,5 sm á breidd, 9,5 sm á hæð, 4,5 sm á þykkt og þyngdin er ekki nema um 470 grömm með rafhlöðum. Kjörinn ferða- félagi. Hmm reiðhjól Reiðhjól hafa orðið vinsælli og vinsælli á íslandi með árunum — hækkandi bensín- verði og aukinni áherslu á líkamsrækt og heilbrigða hreyfingu. Vikan býður upp á fimm vinninga sem eru afbragðs reiðhjól, ítölsk, frá Vörumarkaðnum. Þessi hjól, sem ýmist eru framleidd undir merkinu Gimondi eða Bianchi, hafa reynst mjög vel og eru vinsæl víða um Evrópu — meðal annars hjá grönnum okkar Dönum sem eru frægir - hjólreiðamenn. Þetta eru tíu gira hjól og koma með fullum búnaði, svo sem bögglabera, ljósum, pumpu og verkfæra- tösku. Hvert hjól kostar rúm- lega 2.100 krónur. Gasgrillin gera . gæfumuninn Nýju gasgrillin gera alla útigrillun ennþá auðveldari og anægjulegri. Engin kol - gasið hitar steinana á örskömmum tíma og steiking hefst samstundis. Gasgrillin eru sérlega hentug við sumarbústaði og heimahús, - og ómissandi í allar stærri útilegur. Al- pottar í tveimur stærðum. Reksturs- kostnaður í lágmarki. Takmarkaðar birgðir í fyrstu sendingu. Pantið strax. Heildsala - smásala. G. Hinriksson hf. Skúlagötu 32. Reykjavík. Sími 24033. 'BIAÐIÐ dagblað 22. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.