Vikan - 28.05.1981, Page 8
Texti: Jón Ásgeir Ljósm.: Ragnar Th.
Fyrir nokkrum árum hélt ungur prestur ásamt fjölskyldu
sinni til Afríku. Þau settust að í Addis Abeba, höfuðborg
Eþiópíu. Séra Bernharður Guðmundsson hafði þar merkileg-
an starfa og kynntist með því móti mörgum hliðum
mannlegs samfélags i Afríku. Vikan bað séra Bernharð að
segja lesendum frá Afríkudvöl sinni.
E var æskulýösfulltrúi Þjóðkirkj-
unnar hér og fékk beiðni frá Lútherska
heimssambandinu um að sækja um starf
sem þá var laust og hét „Audience
Relations Officer” (fulltrúi sem sér um
samskipti við áheyrendur) við útvarps-
stöð þess i Addis Abeba. Starfið fólst i
því að sjá um tengslin við hlustendur.
Lútherska heimssambandið rak þessa
útvarpsstöð og frá henni var útvarpað á
18 tungumálum um alla Afríku. Hún
var stofnuð árið 1963 og hefur dagskrár-
stofur í mörgum löndum, til dæmis
Indlandi, Líbanon, Kairó í Egyptalandi,
Kamerún, Nígeríu, Madagaskar,
Tansaníu og víðar.
Dagskrárstofumar framleiða dagskrár á
sínu eigin máli og sendu segulbönd með
dagskránum til Addis Abeba, þar sem
var sendistöð svona í líkingu við
Vatnsendastöðina hér. Þessir afl-
miklu sendar í Addis sendu þessar til-
búnu dagskrár út á ákveðnum tímum.
Þarna voru tveir 100 kílóvatta stutt-
bylgjusendar sem sendu út tvær
dagskrár samtimis. Kannski var send
dagskrá á tungumálinu farsi til
arabalandanna en fulfutde til Kamerún.
Útvarpsstöðin var frábrugðin öðrum
stöðvum að því leyti að um 70 prósent
dagskránna voru fræðsluþætíir og
þróunarþættir en 30 prósent voru það
sem kalla má trúarlega þætti. Samt
sögðum við að öll dagskráin væri kristin,
vegna þess að það sem hlynnir að
manninum sem heild er kristinn útvarps-
þáttur.
Útvarpsþáttur þar sem fólki var kennt
aðsjóða vatnið var í þeim skilningi krist-
inn dagskrárþáttur. Sama gilti um
fréttaþættina. Reyndar var þetta eina
útvarpsstöðin í Afríku þar sem fréttir
voru óritskoðaðar.
Af þeim sökum var geysimikið hlust-
að á fréttir frá stöðinni. Til dæmis þegar
Súdan fékk sjálfstæði árið 1972 bað
Lagú hershöfðingi um að okkar stöð
flytti fréttina fyrst, vegna þess að hann
sagði að þetta væri stöðin sem allir her-
mennimir hlustuðu á og tækju mark á.
Stjórnvöld ýmissa Afríkuríkja álíta að
fjölmiðlar séu til þess að styðja stjórn-
kerfið. Þess vegna hleypa þau ekki að
nema því sem þau telja sér hagstætt. En
þarna var útvarpsstöð sem sendi fréttir á
9 tungumálum. Við fengum fréttir frá
Reuter og Associated Press og TASS
fréttastofunni og auk þess vorum við
komin meðfréttamiðlun frá Indlandi.
Þarna störfuðu menn af 30
þjóðernum og þeir gátu alltaf lagt mat á
fréttir sem komu af heimaslóðum. Það
kom kannski frétt um Nígeríu i gegnum
Reuter-fréttastofuna. Hún var þá þorin
undir Nígeríumanninn §em vann hjá út-
varpsstöðinni til þess að vita hvort
túlkun á málum í Nígeriu væri rétt.
Stjórnvöld annarra ríkja höfðu engin
áhrif á fréttasendingarnar og þeir
dagskrárþættir sem voru framleiddir í
þeirra eigin landi snerust ekki um frétta-
efni heldur um þróunarmál og trúmál.
Það reyndi því ekki á afskipti stjórn-
valda annarra ríkja af dagskrá „Radio
Voice of the Gospel”. Enda fengum við
ævinlega vegabréfsáritanir sem við
báðum um — nema til Suður-Afríku.
Einu fréttirnar sem voru ritskoðaðar
hjá okkur voru þær sem sendar voru á
amharikumáli til Eþíópíu sjálfrar. Eftir
að marxíska stjórnin þar tók við völdum
leyfði hún ekki óritskoðaðar fréttir i
heimalandinu. En það var í lagi að senda
hvað sem var tii annarra landa.
Starfslið fréttastofunnar hjá „Radio
Voice of the Gospel” var mjög vel
menntað. Til dæmis voru alltaf tveir
menn i tveggja ára leyfi frá BBC I
Englandi að starfi við útvarpsstöðina.
Þeir voru um leið fréttaritarar BBC I
Eþíópíu.
Þetta var i raun uppeldisstöð fyrir
fréttamenn. Þarna fengu þeir mikla
innsýn í málefni Afríku og urðu
sérfræðingar um þau þegar þeir sneru
heim aftur. Samvinna var höfð við fleiri
erlendar útvarpsstöðvar, eins og til
dæmis norska útvarpið, um að senda
menn til Addis Abeba.
Bæði vegna þess hve starfsliðið var
fjölfrótt um málefni Afríku og vel
þjálfað og vegna þess hve sendarnir voru
öflugir jsótti fréttaþjónusta stöðvarinnar
mjög mikilvæg um alla Afríku.
Tengslin við hlustendur
Mitt starf var að annast tengslin við
hlustendur, meðal annars að sinna þeim
10.000 bréfum sem bárust til
stöðvarinnar i mánuði hverjum. Þetta
voru bréf frá fólki sem hafði athuga-
semdir fram að færa við dagskrárþætti.
Menn höfðu margar spumingar varðandi
trúarlegu dagskrárþættina. Þeir voru
sendir til héraða þar sem kristin trú
hafði ekki verið boðuð áður og menn
skrifuðu til að spyrja til dæmis: „Hvað
áttu við með fyrirgefningu?”
Séra
Bernharður
Guðmundsson
í Afríku:
V
8 Vikan ZZ. tbl.