Vikan


Vikan - 28.05.1981, Side 9

Vikan - 28.05.1981, Side 9
Þróunaraðstoð og kirkjan Að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar Einnig bárust mörg bréf með beiðnum um hjálp, til dæmis frá Uganda. Þá höfðu menn áhuga á að vita meira um aðra dagskrárþætti og spurðu hvernig þeir ættu að bera sig að því að gera það sem verið var að fræða um. Við tókum bréfin sem við fengum afskaplega hátiðlega. 1 landi eins og Eþíópiu eru 120 pósthús en þar búa um það bil 30 milljónir manna. Aðeins um 10 prósent þjóðarinnar kunna að skrifa. Ef einhvern langar til að skrifa bréf verður hann fyrst að finna einhvern sem kann að skrifa og fá hann til að skrifa bréfið. Síðan þarf kannski að ganga tvær dagleiðir að næsta pósthúsi og koma bréfinu þangað. Frímerkin á bréfið jafn- gilda einni eða tveim máltíðum. Þannig að ef manneskja er búin að hafa svo mikið fyrir þvi að senda okkur bréf til að ' spyrja „hvað áttu við með orðinu fyrir- gefningu?” þá er það minnsta sem við getum aðsvara því almennilega. Við skipulögðum einnig svokallaða hóphlustun. í mörgum löndum hafa einstaklingar ekki efni á að kaupa útvarp en tækist einu þorpi að eignast útvarp þá var hlustað á það sameiginlega. Við reyndum þá að þjálfa einhvern í þorpinu til að stýra hópumræðum eftir að útsendingu þáttar lauk. Hvert tungumál fékk aðeins klukku- tíma dagskrá á dag. Ef við tökum Zaire sem dæmi þá vissu þeir að milli 5 og 6 var útvarpað til þeirra. Það var dagskrá sem skipti þá máli. Hún var svo rædd í þorpinu og sá sem stjórnaði umræð- unum sendi kannski spurningar úr umræðunum til okkar. Síðan voru nýir dagskrárþættir búnir til útfrá þessum spurningum. Þetta var því ekki einhliða útvarp eins og á Vesturlöndum heldur urðu þarna til samskipti milli útvarpsstöðvarinnar og hlustenda. Mitt hlutverk var að svara þessum fyrirspurnum og einnig að fara til dagskrárstofanna í öðrum löndum og þjálfa starfsliðið í því að segja þessum hópumræðustjórum til. Ennfremur átti ég að kenna kirkjuleiðtogunum hverjar væru takmarkanir og hverjir væru möguleikar fjölmiðlanna. Útvarpið hefur ofboðslegt áhrifavald. Þarna kemur rödd úr svörtum kassa og segir það rétta. Þannig að það verður að fara mjög varlega þegar talað er í útvarp i þróunarlöndunum. Drottningin af Saba á leið i heimboð Salómons konungs. Af fundum þeirra fœddist þeim sonur, Menelik I Eþiópíukeisari. Til hans rekja Eþíópíumenn œttir likt og íslendingar rekja sínar til Egils Skallagrímssonar. Myndlistarmenn i Eþíópíu láta alltaf allan líkamann sjást á myndum og augnatillit veit aldrei beint fram. U, tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.