Vikan


Vikan - 28.05.1981, Page 10

Vikan - 28.05.1981, Page 10
Laun aðkomumannanna og innfæddra Launin voru vandamál. Evrópubúar þurfa að hafa nokkurn veginn svipaðan lífsmáta og heima hjá sér, þeir geta auðvitað þrengt eitthvað að hjá sér en þeir verða að hafa til lífsins. Allur matur sem vestrænir menn neyta er miklu dýr- ari vegna þess að hann er innfluttur að talsverðum hluta, líkt og hérlendis. 1 vinnu hjá útvarpsstöðinni komu líka menn frá öðrum Afríkuríkjum. Þeir fengu sömu laun og Evrópumennirnir en í raun var þetta afar mikil launa- hækkun. Þeir fengu þarna í mánaðar- laun sömu upphæð og þeir fengu fyrir hálft árið heima hjá sér. Þeir gerðu allt aðrar kröfur en áttu auðvitað rétt á sömu launum og hinir. Svo spurðu Eþiópíu-búar hvort þeir ættu ekki að fá sömu laun og aðrir en þá hefðu þeirra laun orðið miklu hærri en hjá starfsmönnum annarra útvarps- stöðva í Eþíópíu. Það er alltaf ódýrara fyrir heimamenn að lifa, þeir vita hvar á að kaupa matinn og svo framvegis. Þannig voru launamálin mikið vanda mál, einnig persónulega fyrir okkur sem komum þarna langt að, þetta var sko ekkert gróðafyrirtæki. Menn missa til dæmis lífeyrisréttindin heima, það kostar mikið að flytja og menn selja bílana fyrir spottprís þegar þeir fara úr landi. Svo var líka óþægilegt að vita til þess og rangt í öðru að samstarfsmaðurinn hafði lægri laun fyrir svipaða vinnu. Útvarpsstöðin tekin herskildi Útvarpsstöðin var tekin herskildi i . tvígang. í fyrra skiptið tók herlið stöðina og það varð að lesa fréttir fyrir framan byssukjaftana. Siðan var hernámi stöðvarinnar aflétt um skeið en svo tóku þeir stöðina að lokum í mars 1977. Þá fórum við heim. Þá var þetta ekki lengur kristin útvarpsstöð, ríkisstjórnin hafði tekið reksturinn í sínar hendur. Allir útlendingarnir sem höfðu starfað við útvarpsstöðina hurfu úr landi og stöðin er notuð í dag af stjórnvöldum í Eþíópíu, án þess að nokkrar bætur hafi komiðfyrir. Áður hét útvarpsstöðin „Radio Voice of the Gospel” (í íslenskri þýðingu: Útvarp Guðsorð) en nú heitir hún „Radio Voice of Revolutionary Ethiopia” (á íslensku: Útvarp byltingar- sinnaðrar Eþiópíu). Á árinu 1974 var gerð uppreisn gegn keisaranum í Eþíópíu og það er erfitt að greina hverjir voru þar að' verki. Að sjálfsögðu var herinn þar að verki en eftir því sem tíminn hefur liðið hefur stjórnin orðið meira marxísk. Fyrst eftir byltinguna var mikil þíða, það var algjört ritfrelsi og mikill vorhugur í mönnum. Þetta tímabil varði um hálfs árs skeið en svo var farið að herða að. Menn hafai heyrt um blóðsúthellingarnar og fjölda- morð. Það voru margir stúdentar drepnir án þess að stjórnvöld mótmæltu. Börnum var haldið í gíslingu til þess að foreldrar þeirra færu ekki út úr landinu. Eþíópíu-búar voru myrtir þúsundum saman. Núverandi drottnari heitir Menigistu Haile Marian og hann ber titilinn ato sem merkir „herra”. Fyrirmyndar þróunaraðstoð Fljótlega eftir að við komum til Addis Abeba 1973 kynntumst við ungum bandarískum læknishjónum. Þau voru þá á málaskóla, því að allir kristniboðar þurfa að fara í málaskóla og læra mál þess héraðs sem þeir fara til. Konan var eins og maður gerir sér upp fyrirfram- hugmyndir um Bandarikjafólk, hún var svona „næs”. Ég velti því fyrir mér. hvernig henni yrði við þegar hún kæmi út í þessa hörðu lífsbaráttu þarna norður í landi. Skömmu síðar hófust þurrkarnir árið 1973. Fólkið fór að streyma burt af þurrkasvæðinu i leit að mat og kom meðal annars á svæðið þar sem þessi hjón unnu. Menn komu á spítalann og báðu um mat. Þau gáfu allt sem þau áttu en svo voru maturinn og pening- arnir búnir. Jafnvel þótt peningar hefðu verið til var allur maturinn búinn. Lútherska heimssambandið átti fjóra vatnsbora i Eþíópíu. Þau hjónin fengu einn þeirra til spítalans og boruðu eftir vatni á spítalalóðinni. Vam fannst, sem er náttúrlega það sama og gull við svona kringumstæður. Þá skiptu þau spítala- lóðinni niður í spildur og gáfu hverri konu eitt hundrað fermetra spildu. Þarna ræktuðu konurnar bómull með ófullkomnum handverkfærum. Síðan tíndu þær bómullina og tvinnuðu hana með halasnældum. Þegar búið var að spinna bómutlina festu konurnar bönd milli pinna sem voru festir í jörðina, og þá var kominn frum- stæður vefstóll sem þær sátu flötum beinum við. Bandaríska konan hafði tekið eftir því að krossinn er ákaflega margþætt mynd- form í Eþíópíu og hún teiknaði upp alls konar krossform, meðal annars það sem sést á púðanum (sjá ljósmynd). Siðan fór hún til Addis, keypti garn og kenndi konunum að sauma, þessum konum sem aldrei höfðu tekið á nál á ævinni. Grófar hendur akuryrkjukvennanna hafa líklega eitthvað hindrað sauma- Tœknin heldur innreið sina i Afriku en það er ekki sama hvernig mönnum er kennt að notfæra sér hana. skapinn í byrjun en eftir nokkurn tima voru þær búnar að læra að sauma út og nú selst þessi bómullarvarningur mjög vel, er jafnvel fluttur út. Þegar þessi þandariska kona flutti úr landi voru þarna sestar að 300 konur með börnin sin og þær höfðu ofan af fyrir sér með þessu móti. Og hún var ekki lengur „nice American girl" (sæt Bandarikjastúlka) heldur lifsreynd, þroskuð og mjög merkileg kona. Dapurlegi hluti þessarar sögu er sá að byltingarmennimir fengu einhverja hug- mynd um að þarna væri um mjög heims- valdasinnaða manneskju að ræða. Þeir tóku verkstjórana, sem þarna leiðbeindu fólki, og settu þá í heilaþvottarstöð og þegar þær komu til baka voru þær svo marxiskt innstilltar að þær voru farnar að hata þessa konu og hún var hrakin úr landi. Þetta fannst mér dapurlegasta dæmið um rangsnúning í byltingunni. Ég hafði aldrei annað frá þessari konu en að hún vildi hjálpa fólki í verstu neyð. En þennan púða (sjá ljósmynd) sýni ég mönnum oft til að benda á hverju ein hugmynd og ein manneskja sem fylgir henni eftir getur komið til leiðar. Hún fór sem sagt heim en eftir voru 300 konur og kannski alls um 1500 manns sem lifðu á frumkvæði þessarar konu. „Þetta er gott fyrir þig" Kannski er það meginmálið að þegar við förum að hjálpa öðrum þá er það oft þannig að við erum að ákveða hvað þurfi. Við segjum við Afríkubúann „þetta er gott fyrir þig” og hlustum ekki á hvað þeir telja gott fyrir sig. Oft á tiðum er þetta vegna slæmrar samvisku, við uppgötvum að við höfum það miklu Púðinn sem séra Bernharður heldur á var ofinn og saumaður af einni hinna 300 kvenna sem sagt er frá í viðtalinu. xo Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.