Vikan


Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 11

Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 11
Þróunaraðstoð og kirkjan við mannlífið i bænum. Það er allt annað líf sem ríkir á spitala. Tæknin getur verið vágestur Annað dæmi um þennan [tankagang, „að gera það sem er gott fyrir þig", var iðnskóli sem norræn iðnaðar- mannasamtök gáfu til Eþiópiu á 100 ára afmæli sínu. Þetta var fullkominn skóli, fallegar byggingar — bæði fyrir trésmíðaiðn og járnsmíðaiðn. Síðan komu þangað ungir drengir með mjög takmarkaða reynslu og áttu að fara að fást við allar þessar vélar. Hvað gerist? Þeir ýta á vitlausan takka, allt fer í gang og þeir missa af sér fingur. Menn urðu skelfingu lostnir við þessa atburði, menn óttuðust stofnunina. Skólanum var lokað. En þarna bjó kristniboði, glúrinn eldri maður, sérkennilegur en hafði þennan skilning á manneskjunni sem dugði. Hann tók að sér skólastjórnina og hafði dyrnar áfram lokaðar. Hann lét hins vegar unga pilta koma til sín og kenndi þeim á veröndinni fyrir utan skólann. Þar lærðu þeir að smiða glugga og likkistur, námið varði í tvo til þrjá mánuði. Að náminu loknu gaf skólastjórinn nemendunum kassa með verkfærum, sendi þá heim til sín og sagði þeim að koma aftur eftir ár. Síðan komu iðnnemarnir aftur eftir árið og þá kenndi gamli maðurinn þeim að smiða hurðir og dyraumbúnað. Svona gekk þetta. Það var ekki fyrr en eftir fjögurra ára trésmiðanám að hann opnaði dyrnar að trésmíðaverkstæðinu og kenndi þeim á fyrstu borvélina. Þessi kristniboði skildi að menn þurfa að taka eitt skref í einu. Þessi tæknivæðing getur verið mikill vágestur. Sem dæmi get ég nefnt að það stóð til að byggja við útvarpsstöðina. Einn morgun vaknaði ég við þetta dýrðlega hljóð — jarðýtuhljóð. Manni finnst það nú ekkert sérstaklega fallegt hérlendis en einhvern veginn var þetta fyrir mér eins og fegursti söngur. Fyrir mér var þetta eins og nú væri tæknin að koma, nú ■ væri eitthvað að gerast. En þetta hljóð hvarf um hádegið. Þá voru komnir á vettvang 120 atvinnu- lausir Eþiópiu-búar sem sögðu: Gætum við ekki fengið að grafa þennan grunn, þið borgið okkur bara það sama og þið ætlið að borga fyrir jarðýtuvinnuna? Boðinu var tekið. Að vísu tafðist byggingin um tvo eða þrjá mánuði, þeir grófu grunninn með tréskóflum og trébörum, báru á hand- börum eina eða tvær skóflur af mold eða einn stein á miili sín. Þetta hafðist allt og þennan tíma lifðu 120 fjölskyldur góðu lífi á þessari vinnu. Annars hefði bara einhver maður sem átti jarðýtuna þénað á þessu. Þetta hefur verið mjög lærdómsrikt i þróunarhjálpinni. Það er kannski aðal- málið í þróunarhjálpinni: að hjálpa betra og þá á allt í einu að rjúka til og gera vel. Dæmigerð fyrir slíkan þankagang eru sjúkraskýli sem ein Norður- landaþjóðin byggði þarna í landinu. Allt átti að vera jafngott og í heimalandinu. Þarna voru geysigóð skýli með einbýli fyrir sjúklinga, með öllum búnaði sem til þurfti og skrifstofur úr harðplasti og áli. Síðan var farið að taka á móti sjúklingum. En það skildi enginn í því að þeim bara batnaði ekki. Þeir dóu unnvörpum. En sjúklingar með samskonar sjúkdóma lifðu góðu lífi í sjúkraskýli kristniboðsins þama rétt hjá. Þar voru sjúkraskýlin með moldargólf og leirveggi, þau voru ófullkomin. Loksins áttuðu menn sig á því að þeir höfðu ekkert kannað hvað hentaði Verkaskipting milli kynja í Afriku kemur sumum ef til vill á óvart. Stytturnar eru úr listmunasafni séra Bernharðs. heimamönnum, það hafði verið miðað við Norðurlandaaðstæður. í Eþíópiu tíðkast stórfjölskyldan og ef einhver maður verður veikur þá fer hann ekki bara út úr fjölskyldunni einn síns liðs. Fjölskyldan fer auðvitað með. Rétt eins og ef þú verður veikur í fingri þá skerðu hann ekki af. Það fer allur skrokkurinn á spítala. Séra Bernharður og fjölskylda eru miklir tónlistarunnendur og heima hjá þeim eru afrisk hljóðfæri af margvislegustu gerðum. Blaðamaður reynir þarna að töfra fram tónlist úr leðurstrengjunum. Þess vegna höfðu sjúklingarnir í nýja sjúkraskýlinu bara tærst upp úr hræðslu, einmanaleika og framand- leika. Þá var tekið til þess að gera eins og hjá kristniboðsskýlinu, að leyfa fjöl- skyldunni að búa á sjúkrahúsinu hjá sjúklingnum. Þegar maður kemur inn á sjúkra- stofu í Konsó þá liggur kannski sjúk kona í rúminu en karlinn hennar undir rúminu og börnin tvö í einhverju horni, og það er eldað í öðru horni. Einu sinni var slátrað geit inni á sjúkrahúsi i Konsó. Þarna taka sjúklingarnir virkan þátt í mannlifinu. Þegar þeim batnar fara þeir svo heim ásamt fjölskyldunni. Við þekkjum aftur á móti hérna að ef maður liggur á sjúkrahúsi í tvo til þrjá daga er hann strax kominn úr sambandi 22. tbl. Vikan 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.