Vikan


Vikan - 28.05.1981, Page 13

Vikan - 28.05.1981, Page 13
I Hvítt eða ljóst er litur dauðans í Malí, þar sem eyðimörkin er. Grænt er góði liturinn. En í Sierra Leone hafði grænt verið litur Júdasar vegna þess að þar eru frumskógarnir. Menn týnast þar í frum- skóginum og grænt er því vondi liturinn. Kristniboðarnir frá Malí urðu því að breyta litunum og þeir höfðu Jesúm; grænan en Júdas var gulur. Eins var með myndefnið sjálft. Á Indlandi var farin herferð til að fækka barneignum og farið var í þorpin með tvær myndir sem sýndu fjölskyldur. Á annarri myndinni voru maður og kona með tvö börn, maðurinn var að leika sér við börnin en konan var að lesa í bók. Friðsamleg, elskuleg fjölskylda — sjáið hvað þetta er gott! Á hinni myndinni horfði maðurinn út um gluggann, sjö eða átta börn lágu I slagsmálum á gólfinu og konan var dauðþreytt að reyna að gefa einu barninu enn að borða. Fræðslumennirn- ir frá Vesturlöndum sðgðu: Svona fer ef þið eigið mörg börn. Bræflralag heitir i Eþíópiu „újaama". Þessi tréskurflarmynd er táknræn fyrir þetta hugtak, hún er unnin úr einum viðarbúti og sýnir afriska stórfjölskyldu. Þróunaraðstoð og kirkjan En hvernig litu Indverjar á mynd- efnið? Allt öðruvísi. Þeir sögðu: Kona og bara tvö börn, ómöguleg kona, engin framleiðsla á börnum. Hún les í bók, löt kona. Maður að sinna börnum? Það er eitthvað bilaður maður. Um hina myndina sögðu þeir: Aha, dugleg kona með mörg börn. Krakkarnir að slást? Ágætt, kraftmiklir krakkar. Svo að myndirnar sem áttu að hvetja fólk til að fækka, barneignum verkuðu alveg öfugt. Verkaskipting milli kynja er í mjög föstum skorflum vifla í Afríku. Vatnsburflur er kvennastarf og viða er löng leifl tU vatns.... Við erum újaama Slönguskinn keypti ég eitt sinn fyrir spottprís á götu í Indlandi. Ég flutti það svo burtu úr landi með mér. Hér gæti ég selt það á tíföldu innkaupsverði. Þarna er ég i raun að gera það sama og stór- fyrirtækin, ég er að hagnýta mér fátækt. Að vísu mundu menn svara að ég hafi keypt þetta slönguskinn sem minjagrip en ekki í gróðaskyni. En þetta gerist. Hráefni þessara landa fara burt óunnin, eru unnin á Vesturlöndum og seld til baka sem fullunnin vara við mikið hærra verði. Spurningin er hvenær þeir svara fyrir sig eins og þegar arabar skrúfuðu fyrir olíuna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að spennan er ekki bara austur/vestur, hún er orðin norður/suður. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir þvi að við verðum að líta á okkur sem eina heild því betra. Þróunarlöndin eru upp á okkur komin tæknilega séð, eins erum við upp á þau komin hráefna- lega séð. Veröldin er í rauninni újaama, við erum einn bræðrahópur og þurfum að styðja hvert annað en skelfing sést okkur yfir þennan veruleika. Enn sem komið er viljum við hvítu mennirnir hafa yfirhöndina, troða á hinum. En það hlýtur fyrr eða síðar að koma að því að við áttum okkur á að við verðum að bera hvert annars byrðar. LS XX. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.