Vikan


Vikan - 28.05.1981, Page 14

Vikan - 28.05.1981, Page 14
Texti: Álfheiöur Steinþórsdóttir jfr •* yv\uMo<\yÚA- 'facri vy\ /QÁ4>j_ /íLUíí JtfMU/wi 4<Atvi&('CuBtuvt I/C(aíX^. • f>6£$ Wcffli xMjéf&. ýjuÁs ^uAyroMnm Af hveriu rífur Skór á miðju gólfi, ekki þurrkað af borðinu eftir uppþvottinn, setan á klósettinu ekki lögð niður enn einu sinni. Smáatriði kannski, en áður en við er litið rignir orðunum „a//fa/þarftu að. . .” „aldrei geturðu . . .” rifrildið eykst orð af orði og erfitt getur verið að hætta. Nýlega var gerð könnun í Svíþjóð á því hver væru algengustu ágreiningsefni í rifrildum hjóna. Gefinn var kostur á ýmsum mögulegum ágreiningsefnum: fjármál, barnauppeldi, verkaskipting á heimili, tiltekt/umgengni, áfengis- notkun, reykingar, framhjáhald, kynlíf og hvernig nota ætti frístundir. Lang- flestir töldu að algengasta ástæðan fyrir ósamlyndi væri tiltekt og umgengni. Það ágreiningsefni sem næst kom í röðinni var verkaskiptingin á heimilinu. Hvað býr undir? Skórnir, klósettsetan eða annað sem rifist er út af er yfirleitt aðeins ytra byrði þess sem málið snýst um, en það eru tilfinningar á borð við: þú skilur mig ekki, þér er sama um það sem þú veist að er mikilvægt fyrir mig, þér þykir greini- lega ekkert vænt um mig (annars myndir þú ekki gera allt þetta sem þú veist að fer í taugarnar á mér). Þannig nær fólk ekki sambandi hvert við annað, talar hvert framhjá öðru, gjáin eykst milli þess og innra með sér finna bæði til einmanaleika og óöryggis. En af hverju er svona erfitt að láta í ljós þær tilfinningar sem eru undir niðri? Við sjáum lítil börn tjá tilfinningar sinar beint og án fyrirvara, gleði, sorg og reiði. En smám saman á þróunar- skeiðinu læra þau að bæla niður tilfinningarnar og beina þeim í aðra farvegi. Árangurinn verður oft sá að hæfileikinn til að vita hvernig manni líður innst inni og af hverju glatast. Þannig vita aðrir ekki hvað liggur að baki reiðinni og oft er ástæðan hulin fyrir manneskjunni sjálfri sem finnur aðeins fyrir spennu og vanlíðan. Þá er auðveldara að grípa til staðreynda og atburða sem hægt er að benda á sem raunverulega ástæðu. En þar sem bæling á tilfinningum eru viðbrögð sem lærst hafa á lífsleiðinni, en eru ekki eðlislæg, má breyta þeim og læra ný viðbrögð sem meira koma til móts við þarfirnar í dag. Þannig má skyggnast á bak við ágreiningsefnið og reyna að þjálfa hjá sér nýja leið sem felst í að gera sér grein fyrir og tala um tilfinningarnar eins og þær eru. Að tala um erfiðar tilfinningar er ein leið til að losna undan þeim. Oft geta hjón rætt saman opið og hreinskilnislega ef aðeins annað getur tekið fyrsta skrefið. En stundum gengur það illa og þá er mikilvægt að geta talað um hugsanir og tilfinningar við annan aðila sem ekki er eins nákominn, til dæmis góðan vin/vinkonu eða einhvern sem hefur menntun á þessu sviði. Ólíkar reglur í fjölskyldum Yfirleitt hafa hjónin hvort um sig eiginleika sem hinu finnst það vanta. Það er meðal annars þess vegna sem þau velja hvort annað. Þessir mismunandi eiginleikar gera það að verkum að þau eru ólíkar persónur. Það eru á margan hátt tvær „ókunnug- ar” manneskjur sem hefja sambúð því fjölskyldur beggja fylgja með í sambúð- ina og með þeim ótal reglur og hefðir. Allir bera með sér í farangrinum þær fjöl- skyldureglur sem þeir meðtóku á fyrstu árunum og sem urðu smám saman að þeirra eigin ómeðvituðu reglum. Að ýmislegt í farangrinum sé óþarfa byrði og mætti skipta fyrir annað og betra komur oft siðar í ljós. í byrjun sambúðar kemur þetta oft fljótt á daginn og verður að ágreiningsefni. Hann vill ef til vill ekki hafa fastan matmálstíma heldur aðlaga þá aðstæðum hverju sinni en henni finnst ófært annað en að borða saman á hverju kvöldi. Hann vill liggja í rúminu hálfan sunnudaginn, borða morgunmat þar og lesa blöðin en hún þolir ekki draslið og brauðmylsnu á lakinu en vill drífa hann með sér í göngutúr og sund. Heima hjá henni voru sunnudagarnir alltaf notaðir til að gera eitthvað skynsamlegt. Það að persónur eru ólíkar kemur þá ekki síst fram í því hvernig þær leysa slíkan ágreining sín á milli. Að breyta hinum Flestir gera sig seka um að reyna að breyta hinum aðilanum. Ef aðeins hún/hann gæti verið öðruvisi og svoUtið sveigjanlegri mundi allt falla í ljúfa löö og ósættir örugglega minnka til muna. í stað þess að segja eins og er frá eigin vanlíðan og reiði koma ásakanir á hinn aðilann sem verður sár og reiður. Oft eru sömu ásakanir á lofti i öllum rimmum en engin lausn fæst. Engu er likara en að rispuð plata sé síspiluð og þannig er smám saman hægt að rífast sundur forsendur sambúðarinnar. Það er mikið sálrænt álag fyrir samband hjóna þegar einungis er hellt úr skálum reiði sinnar í rifrildunum, en engin lausn fæst. En það getur verið mjög erfitt að hætta þegar reiðin er sem mest jafnvel þó bæði finni að rifrildið leiðir ekki til neins. Þegar þannig stendur á getur verið rétt að stoppa og gera eitthvað allt annað, fara út að ganga til dæmis. Eftir dálitla; stund hefur reiðin oftast sjatnað það mikið að möguleiki er á að tala saman á annan hátt. Að breyta sjálfum sér En að breyta maka sínum er ekki 14 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.