Vikan


Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 15

Vikan - 28.05.1981, Qupperneq 15
Fjölskyldumál — e/2 oyjarQCi' Cj'Uyc^. Stcj £/JzA<U*yi ctcf AjUfHO. sO'O'6rz<ffa hcJytcoyyc ~*/QjUrt / bfrt&njncjLtv ist við? raunhæf leið til að ráða bót á ósætti. Sú leið neyðir hann í andstöðu og vörn fyrir eigin persónu og kallar á reiði og sárindi yfir að vera ekki „nógu góður”. Forsenda fyrir þróun í sambandi hjón- anna er því viðurkenning þeirra á hvort öðru sem einstaklingum með mismun- andi eiginleika og þarfir. Þetta þýðir í reynd að bæði verða að gera sér grein fyrir að þau geta ekki og þurfa ekki að uppfylla allar þarfir hvort annars. Ef til dæmis áhugamál eru á ólíkum sviðum er mikilvægt að finna leiðir til að geta sinnt þeim til dæmis með vinum eða vinnu- félögum. Að sjálfsögðu þarf og verður að finna lausnirnar í sameiningu. Málamiðlanir, að gefa eftir og taka tillit, eru allt liðir i þeirri þróun. Ef annar draslar meira á heimilinu er mikilvægt að hinn byggi upp meira þol gagnvart drasli í kringum sig og öfugt. Ef einhverjir vinir annars eru leiðinlegir að mati hins þarf að finna lausn á málinu sem gæti falið i sér að annar makinn hitti vinina án þess að hinn þyrfti að vera með nema þegar eitthvað sérstakt væri á döfinni og svo framvegis. Erfiðleikatímabil koma í allri sambúð Allar fjölskyldur eiga daga þegar allt leikur í lyndi, börnin eru eins og hugur manns og allir i góðu skapi og þó svo að einhver sé neikvæður í umhverfinu er auðvelt að láta það ekki hafa of mikil áhrif á sig. Á sama hátt eru dagar þar sem allt er ómögulegt frá morgni til kvölds. Þá getur þolið verið lítið gagnvart minnstu gagnrýni frá öðrum. En það eru ekki einungis dagaskipti á andrúmsloftinu í fjölskyldunni. Oft er um lengri tímabil að ræða, þar sem kreppuástand ríkir í samskiptum fjölskyldumeðlima. Yfirleitt eru þessi tímabil tengd afgerandi breytingum sem verða í fjölskyldunni. í könnuninni, sem getið var um áður, kom fram að fæðing barns hefði í för með sér miklar breytingar á samskiptum og hafði ekki aðeins áhrif á innbyrðis tengsl foreldr- anna heldur einnig á samband þeirra við foreldra sína og vini. í flestum tilvikum lagar fólk sig þó að breyttum aðstæðum og lærir nýjar aðferðir við að takast á við erfiðleikana sem upp koma. Hefur rifrildi skaðleg áhrif á börnin? Börn verða yfirleitt óttaslegin þegar foreldrar þeirra rífast og finnst jafnvel að þau hafi eitthvað til saka unnið. Ekki fer þó betur með börnin ef spenna liggur í loftinu en þögn grúfir yfir heimilinu. En það er mikilvægt að halda börnunum fyrir utan sjálfar deilurnar og gera þau ekki ábyrg fyrir þeirri tog- streitu sem þau eiga ekki hlut í. Börn eiga mjög erfitt þegar ætlast er til af þeim að þau taki afstöðu með öðru hvoru foreldranna. Bamið neyðist til að gera upp við sig hver hafi rétt fyrir sér, hver eigi bágt, hvort mamma verði reið ef það heldur með pabba og svo framvegis. Með því að standa með öðru foreldranna verður barnið að hafna hinu. Hins vegar þarf að upplýsa börnin um hvað er á döfinni. Þar sem börn eru sérlega næm fyrir erfiðleikum foreldra og finna á sér þegar eitthvað er að þarf að láta þau vita að nú séu mamma og pabbi ósátt en að þau ætli að reyna að leysa það á góðan hátt sín á milli. Það veitir barninu öryggi að fá að vita að foreldrar geta leyst mál sín sjálfir. 1 hjónabandi sem dýpkar og þróast eru togstreita, ólíkar skoðanir og rifrildi eðlilegir þættir. Það sem skiptir sköpum er að finna lausnir sem báðir geta sætt sig við og sem eru endurskoðaðar þegar þörf er á. Væntumþykjan getur aðeins vaxiðaf gagnkvæmri virðingu. iW NÝJUNG: Slóttuvél með nylonþræði, VÉLORF Frœ, allskyns frœ, áburður, pottar, sláttuvélar, hjölbömr, úöadœlur, vökvunartœki, slöngur, slöngu- vagnar, slönguhengi, plastdúkur og ótal fleiri vömr til garðyrkju s.s. lúsalyf, sveppalyf, arfalyf. Eiturúðunardælur til úðunar með ýmsum vökvum. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJU- Reykjanesbraut 6 101 Reykjavík Sími 24366 22. tbl. Vlkan IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.