Vikan


Vikan - 28.05.1981, Síða 22

Vikan - 28.05.1981, Síða 22
Uppfinningar I Fjárbóndinn Peter Strain snyrtir fætur búfónaðarins, á meðan kindurnar slappa af í þœgilegum legustólunum. Þægindastóll fyrir búfé Bóndi smíðaði sérstóla fyrir fótsnyrtingu kinda sinna Sú var tíðin að kindurnar hans Peter Strain streittust á móti þegar hann klemmdi þær milli fóta sér til að huga að útlimum þeirra. Peter er bóndi á Waterer-býlinu í Hereford-héraði í Englandi. Eftir að nokkrum legustólum var komið upp á bóndabænum láta kindurnar sér viðgjörninginn vel líka: þær liggja nú rólegar í stólunum og bíða eftir að hyrnisskórnir séu snyrtir eins og venjulega. Þær eru öruggari með sig þrjár saman í einu í þæginda- stólunum og láta Peter um snyrtiþjónustuna. Sætis- ólarnar þjóna tvennum tilgangi: kindurnar haldast í hinni þægilegu setustellingu og Peter verður ekki fyrir óþægilegu kindabiti ef svo slysalega skyldi takast til að hárbeitt skærin geiguðu. Sökum mikillar eftirspurnar er nú hafin fjölda- framleiðsla á þessum viðurkennda breska þægindastól. 22 Vikan 22. tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.