Vikan - 28.05.1981, Side 24
Texti: Anna
Philippe Cerf menningarfulltrúi.
Fiönsk
menning á
íslandi
Löngum hefur verið litið til Frakklands
ef rætt er um menningu. Franskan hefur
í margar aldir verið talin allra mála
„fínust” og frönskuslettur orðið heimilis-
fastar í ýmsum málum, sérstaklega
ensku. Jafnvel i okkar engilhreina máli,
íslenskunni, eru frönsk orð algengari en
margur hyggur. Oft eiga þau sér þó
aðrar rætur en franska á öðrum
tungum, hafa ekki komið með heldra
fólkinu heldur vegna tengsla Islendinga
við franska sjómenn fyrr á árum.
Altalað er og að þau tengsl hafi einnig
gert vart við sig í frönsku yfirbragði
barna við sjávarsíðuna, einkum á Aust-
fjörðum, og þykir siður en svo minnkun
að.
Svo skemmtilega vill til að forseti
okkar íslendinga er allra manna fróðust
um franska íslandssögu og flestum er í
minni frönskukennsla hennar í íslenska
sjónvarpinu.
Frönsk menning á íslandi er af og til
fréttaefni og nú síðast vegna frönsku
kvikmyndahátiðarinnar sem haldin var í
lok apríl og byrjun maí í Reykjavík.
Gestur hátíðarinnar var franski kvik-
myndaleikstjórinn Charlotte Dubreuil,
höfundur einnar myndar af sjö á hátið-
inni. Óhætt er að fullyrða að Charlotte
Dubreuil hafi „slegið í gegn” með kvik-
mynd sinni og framkomu. Flún var sjálf
mjög ánægð með dvölina hér og mót-
tökumar, hafði gaman af að komast i
samband við íslenska kvikmyndagerðar-
menn og bíóstjóra. Fullvíst verður að
telja að af dvöl hennar leiði frekari gagn-
kvæm tengsl milli íslenskra og franskra
kvikmyndaleikstjóra í framtíðinni. Þess
má geta að Charlotte Dubreuil var beðin
um að gerast formaður sambands
kvikmyndaleikstjóra í Frakklandi en
varð að hafna því vegna anna, — það
sýnir þá virðingu sem hún nýtur meðal
starfsbræðra sinna. Hins vegar er hún
framkvæmdastjóri sambandsins.
Hana langar að beita sér fyrir stór-
auknum tengslum milli Frakklands og
íslands á kvikmyndasviðinu og óneitan-
lega er spennandi að vita hvað af því
leiðir. Hún sá í ferð sinni nokkrar
íslenskar kvikmyndir og hreifst einkum
af Landi og sonum eftir Ágúst
Guðmundsson og þeirri aðferð sem
hann beitti til að láta landslagið túlka
hughrifin í myndinni. Hún ætlar að
aðstoða við að koma islenskum kvik-
myndum á framfæri við dómnefnd kvik-
myndaleikstjóra í Cannes og ef myndin
kemst í þá keppni yrði það mikil viður-
kenning því val kvikmyndaleikstjóranna
er talið koma næst aðalkjörinu og yfir-
leitt er talið að þeir velji vönduðustu
myndirnar.
Charlotte Dubreuil ferðaðist nokkuð
um landið meðan hún dvaldi hér. Hún
fór á hefðbundnar slóðir, Þingvelli,
Gullfoss, Geysi og einnig til Krýsuvíkur
og varð mjög hrifin af.
Það var sannarlega gott að hún kunni
að meta dvölina hér því hún miðlaði
lslendingum sannarlega ríflega af sjálfri
sér. Þar er auðvitað átt við kvikmynd-
ina hennar, Ma Chérie, Elskuna mína.
sem fjallar um náið samband móður og
dóttur á mjög innilegan hátt, enda vann
hún þá mynd í samvinnu við dóttur sína.
Kvikmyndin hefur fengið góðar
móttökur víða um heim og það undrast
höfundurinn reyndar, heldur helst að
efnið hafi ráðið þar miklu, verið á
réttum tima á ferð. Þeir sem sáu mynd-
ina láta sér detta í hug að fleira hafi
valdið.
Aðrar myndir á hátíðinni voru af
ýmsu tagi, skemmtimyndir, glæpa-
myndir og af alvarlegra tagi.
Þessi sjötta franska kvikmyndavika
varð til að vekja athygli á franskri
kvikmyndagerð enn á ný og glæða vonir
um að frönsk kvikmyndagerð sé á leið
upp úr lægð sem sagt er að hún hafi
verið í að undanförnu.
„Annars vegar eru framleiddar i
Frakklandi svonefndar höfundamyndir,
af litlum efnum eins og mín,” sagði
Charlotte Dubreuil, „hins vegar lélegar
stælingar af amerískum afþreyingar-
myndum, eftir pöntun. Myndir sem eru
algjörlega óseljanlegar á erlendan
markað.”
Hún var þó vongóð um að úr væri að
rætast aðeinhverju leyti.
Það er menningarmálafulltrúinn í
franska sendiráðinu, Philippe Cerf, líka.
Hann kom hingað til lands í seinni
hluta septembermánaðar á síðasta ári og
starfssvið hans er á sviði menningarmála
eins og starfsheiti hans gefur til kynna.
Hann sér meðal annars um að fá hlngað
kvikmyndir, bæði á kvikmyndavikuna
og einnig á þær sýningar sem verið hafa
í franska bókasafninu við Laufásveg á
veturna. Franska utanrikisráðuneytið
sér um að senda myndirnar hingað til
lands og hefur sýningarrétt á þessum
myndum. Flestir þeirra sem sækja
þessar sýningar eru íslendingar en
Charlotte Dubreuil kvikmyndaleikstjóri.
24 Vikan 22. tbl.