Vikan - 28.05.1981, Side 30
ég hafði kynnst á leið þeirra um Island á
mótorhjólum. Þaðan fórum við til
Austurríkis og inn í Sviss, milli Alpafjall-
anna með stuttum áningum. Þar
vantaði ekki jarðgöngin og voru þegar
nokkur að baki þegar við komum að
lengstu göngunum, sjö kílómetrar!
Við ítölsku landamærin skipti Bogga
öllum dollurunum i svissneska franka og
við lögðum af stað til Milanó án þess að
hafa eina líru meðferðis. Því athæfi
áttum við eftir að sjá rækilega eftir því
ekki leið á löngu þar til við þurftum að
fylla hjólið af bensíni og okkur af
kökum. Rennt var inn á næstu bensin-
stöð og þar var skilti sem á stóð „servicio
soci” og Bogga þýddi það á sinni ágætu
ítölsku „sjálfsþjónusta”. Við fylltum
tankinn og gerðum okkur líklegar til að
borga en afgreiðslumennirnir voru ófá-
anlegir til að taka við seðlunum. Töluðu
hvorki ensku né þýsku og gátu ómögu-
lega skilið að við vildum borga bensín
sem við höfðum þegar tekið og sett á
tankinn.
Eftir mikið þóf kom þama að náungi
sem talaði ensku. Hann fræddi okkur á
því að „servicio soci” þýddi viðgerðar-
þjónusta og ráðlagði okkur að aka beint
í burtu. „Bensiniðer dýrt á ítaliu,” sagði
hann glottandi og talaði eitthvað við
afgreiðslumennina. Svo sneri hann sér
að okkur og sagði best að hendast bara af
stað því bensínkörlunum hefði hann
sagt að okkur vantaði landakort!
Það var ekki um neitt að velja fyrir
okkur og því ókum við af stað sem leið lá
þjóðveginn til Rimini. En ég varð nú
fljótlega ergileg yfir þessum andsk . . .
Itölum og þeirra akstursmáta svo við
fluttum okkur yfir á hraðbrautina.
í Rimini hittum við stelpurnar, sem
við höfðum mælt okkur mót við, og
leigðum með þeim hjólhýsi. Þar
hvildum við okkur nokkra daga á
ströndinni fyrir síðari hluta ferðarinnar.
Næst lá leiðin yfir Appeninafjöllin og
þar fórum við þjóðveginn en ekki hrað-
brautina — að vilja Boggu! Þar lentum
við bæði i rigningu og þoku og hinir
bugðóttu ítölsku fjallvegir voru alveg að
gera útaf við miðtaugakerfið i mér.
Þegar við loksins komumst niður úr
fjöllunum fengum við okkur stóra og
góða ítalska máltið og torguðum öllu.
Síðan lá leiðin til Frakklands, inn í
Mónakó og til Nizza.
Mótorhjólamótið
mikla
En hápunktur ferðarinnar var að
komast á mikið mótorhjólamót sem
haldið er í Suður-Frakklandi og heitir
Bol D’or. Þar vorum við i þrjá daga og
tjölduðum, ókum um og skoðuðum hin
margvíslegustu mótorhjól. Þarna var
saman kominn jafnmikill mannfjöldi og
allir Islendingar til samans, þannig að
þegar kom að hinni reglulegu Bol D’or
keppni var allt orðið troðfullt og hitinn
næstum óbærilegur. Keppnin stóð alveg
í heilan sólarhring og um kvöldið
fylgdumst við með henni í miklu mold-
roki og myrkri. Meðfram girðingunni,
sem var í kringum brautina, svaf fólk i
hrönnum, annaðhvort í svefnpoka eða
bara í gallanum einum saman.
Þegar að úrslitunum kom daginn eftir
var ekki nokkuð leið að finna smásmugu
fyrir nettar og grannar ungar konur sem
okkur þar sem sæist til brautarinnar. Því
fylgdumst við með úrslitunum á einum af
sjónvarpsskermunum, sem komið hafði
verið fyrir vítt og breitt um svæðið,
Suzuki í 1. og 2. sæti og Kawasaki i 3.
sæti. Og öll liðin frá Frakklandi.
Síðan ókum við í geysilegri mótor-
hjólaumferð til Valence og gistum þar á
heldur veraldlegu farfuglaheimili.
Þaðan var haldið til Grenoble og svo til
Genfar. Frá Genf til Charmonix þar
sem við ætluðum með lyftunni upp á
Aiguille du Midi (3842 m).
Og þvilíkt! Þarna uppi var svellkalt
nema á einstaka skjólbletti sólarmegin.
Og fjallafegurðin, Alpakeðjan tvinn-
aðist þarna eins og ekkert væri!
Nú lá leiðin i gegnum Alpafjöllin að
landamærum Sviss, en áður keyptum við
okkur nesti sem við snæddum á leið til
Bazel. Þarna var reyndar. eina skiptið
sem við gáfum okkur góðan tíma i slikt
og á bilastæði til hliðar við veginn
drukkum við heila rauðvínsflösku.
Frá Bazel lá leiðin til Frankfurt A.M.
og þaðan í átt til Hannover. Þangað
fórum við reyndar með miklum hraði
því ekki var laust við að Sigurborg væri
komin með heimþrá. 1 Hannover hittum
við systur hennar og kunningja sem er í
námi þar og ákváðum við að fara saman
til Berlínar, bæði austur og vestur. Frá
Hannover lá svo leiðin til Danmerkur
aftur og þegar fólk gengur með ferða-
dellu er allt hægt. Við tróðum okkur alls
staðar og meira að segja þegar ferðinni
átti að vera lokið síðustu dagana í
Danmörku tókst okkur að troðast í ferð
hjá lýðskóla. Þar græddist dagsferð til
Svíþjóðar. Heim kom ég svo 1.
nóvember eftir tíu vikna ferðalag og er
aldeilis ekki laus við mótorhjólaáhugann
ennþá.
Þetta var alveg geysilega skemmtilegt
ferðalag og eiginlega ekki síst gaman
bara að vera á ferðinni. Mikill munur er
að geta farið hvert sem mann langar til
og vera ekki bundinn á einhverjum fyrir-
fram ákveðnum stað. Hópferð á sólar
strönd væri ekki minn draumur.
Hvað gerist næst veit ég ekki, það er
alls ekkert á stefnuskránni á næstu árum
að fara að stofna heimili og setjast að
einhvers staðar. Núna er ég að selja hjólið
og ætla til Danmerkur og Þýskalands í
sumar, ég þarf að ná þýskunni örlítið
betur. Svo er það skólinn og framtíðin . .
. það kemur svo margt til greina. m
30 Vlkan XX. tbl.