Vikan - 28.05.1981, Blaðsíða 34
Máriskur stfll ar viða 6 byggingum.
Þatta er úr moskunni í Córdoba, en
þass má lika gata að frð Spáni er
stutt til Af rfku.
Vinnulúin bóndakona á Ibiza.
Kort af Costa del Sol og nágrenni.
Þarna sést að ekki er langt til ýmissa
merkra staða frá sólarströndinni.
Einnig eru merktar inn tillögur um
eins dags, tveggja daga og fjögurra
daga ferðir um Andalúsiu, syðsta
hluta Spánar ef Kanaríeyjar eru frá
taldar.
til flugfélaga og ferðaskrifstofa um fyrir-
greiðslu.
Fróðleiksbrot um Spán
Spánn er um margt sérkennilegt land
og þjóðin sem þar býr hefur löngum
verið orðlögð fyrir stolt og blóðhita.
Sólarstrendur hafa að vísu á sér mjög
alþjóðlegt yfirbragð en yfirleitt er reynt
að sýna ferðalöngum inn i heim
Spánverjanna, heim sem hefur
heillað svo marga. Það eru ekki bara
Hemingway og Chopin sem hafa
tekið ástfóstri við Spán og Mallorka.
Þúsundir um allan heim leita þangað um
lengri eða skemmri tima að því sem bara
finnst á Spáni. Spánn var konungdæmi
lengst af sögunnar, og reyndar í slagtogi
með Niðurlöndum um tíma, en það er
nú önnur saga. Spánn varð mikið veldi
rétt eftir fund Ameríku og þangað
streymdi auður nýja heimsins í stríðum
straumum en eitthvað fórst þeim
óhöndulega að halda nýjaheimsgróð-
anum og önnur lönd urðu þeim sterkari
í þeim efnum.
En á Spáni, og einmitt á sóldýrkenda-
slóðum, eru minjar um enn eldri sögu og
hana mjög sérkennilega. Spánn var á
vesturmörkum rómverska keisara-
dæmisins en eftir að þess sól var hnigin
komu aðrir til Spánar og skildu eftir sig
varanleg merki. Það voru márarnir
svokallaðir. Það voru arabar sem settust
að I suðurhluta Spánar og voru þar allt
frá árinu 711 og til ársins 1492, þegar
siðasta vígi máranna, Granada, féll. Þeir
höfðu haldið borginni í þrjár aldir.
Menningaráhrif máranna voru mikil
og sterk og þeir þóttu bæði slyngir
verslunarmenn og prýðilegir raun-
vísindamenn á þeirra tima mælikvarða.
Á meðan Evrópa var í myrkri miðalda,
eins og löngum er sagt, var margt
merkilegt gert á Suður-Spáni. Það sem
nú stendur eftir eru fyrst og fremst
fallegar byggingar, hallir eins og
Alhambra-höllin í Granada, með fallegu
mósaiki og glæsilegum görðum.
Ekki er svo ýkjalangt frá Costa del Sol
til Granda og þangað er hægt að fara í
skipulögðum skoðunarferðum.
Seinni tíma saga
Spánverjar hafa verið rammkaþólskir
i margar aldir og nokkur miðaldablær
þykir enn á kaþólskunni þeirra þótt sá
alræmdi spánski rannsóknarréttur sé úr
sögunni. Saga landsins á tuttugustu öld
er hins vegar nokkuð frábrugðin annarri
sögu Evrópu á þeim tíma.
Spánn var hlutlaus í fyrri heims-
styrjöldinni og tíminn milli heims-
styrjaldanna var um margt órólegur.
Konungur flýði órólegt land sitt árið
1931 og eftir það var mikil valdabarátta
háð sem lyktaði með spönsku borgara-
styrjöldinni, einni þeirri hatrömmustu
sem um getur. Margir þættir komu þar
við sögu en I stórum dráttum má segja
að vinstri • öfl kommúnista og anarkista
hafi barist við falangista Francos, sem
síðar varð þjóðhöfðingi Spánar. Hægri
öfl Francos sigruðu og það með dyggum
stuðningi þýsku nasistanna. Spánn var i
sárum í seinni heimsstyrjöldinni og hlut-
laus, eitt fárra landa i álfunni.
Franco stjórnaði landi sinu með
harðri hendi og þar var bæði lögreglu- og
herriki. Hann valdi sér eftirmann úr
gömlu konungsfjölskyldunni, Juan
Carlos, og hann er nú Spánarkonungur.
Spánn er að fikra sig í átt til lýðræðis og
margt er að gerast í samfélaginu þar en
enn eru margs konar viðsjár I landinu,
sérstaklega i Baskahéruðunum, og
einnig í öðrum héruðum sem vilja meiri
sjálfstjórn eða jafnvel sjálfstæði.
Þetta verða ferðamenn ekkert varir
við en það er nú viðkunnanlegra að hafa
smáhugmynd um sögu landanna sem
verið er að heimsækja og því er þessi
mjög svo yfirborðslega samantekt hér
birt.
Sterkasta arfleifðin úr borgara-
styrjöldinni er að margra mati málverk
Picassos (sem var Spánverji þótt hann
starfaði i Frakklandi), Guernica, um
eyðingu bæjarins með sama nafni. En
þeir sem vilja sjá það listaverk fara ekki
til Spánar, þeir fara til New York!
Spánn í dag
Hvernig er svo Spánn I dag? Spánn er
stórt land og fjölmennt, íbúar um 35
milljónir. Það er því ekki hægt að gefa
neina almenna lýsingu á landinu. Þó er
34 Vlkan tl. tbl,