Vikan - 28.05.1981, Page 40
ósköp þvingað enda leið honum ekki
vel, var i vafa um hvaðgerast mundi.
Vanja roðnaði. Bjálfalegt hvað hún
gat verið feimin! Hún hikaði lítið eitt en
sagði svo ofurlítið utan við sig:
„Jú, þakka þér kærlega fyrir. En
hvenær áttu við?” Loksins gerði hún sér
ljóst hve óeðlilegt það væri að hún sæti
enn í stólnum, stóð því upp og gekk
hægt í áttina að girðingunni. Hún var
furðulega grönn, hreyfingarnar einkar
þokkafullar og honum duldist ekki
heldur að hún var lagleg. Og þegar hún
kom nær varð honum strax ljóst að hún
var hreint og beint falleg.
„Ég sá að þú sast þarna og varst að
lesa,” sagði Þorþjörn, „og þá flaug mér í
hug hvort þú værir ekki fús til að fá þér
sundsprett um stund ef bókin væri þá
ekki of spennandi.”
Vanja hló lítinn, léttan hlátur en
hann nægði þó til þess að gjörbreyta
þunglyndislega andlitinu hennar. Það
varð næstum því eins og fyrr, næstum
því eins og sú Vanja sem hann hafði
þekkt og verið svo hrifinn af. Hún ætti
að hlæjamiklu oftar.
Þau stóðu þarna um stund og spjöll-
uðu saman. Hann sagði henni frá því
hvað hann hafði gert eftir að skóla lauk
og frá áætlunum sínum um framtíðina.
Hann ætlaði fyrst að ljúka herþjónust-
unni en að henni lokinni langaði hann
mest til að verða blaðamaður.
Smám saman varð Vanja eðlilegri og
ekki eins feimin og sagði ofurlítið frá
þeirn tveimur vikum sem húri hafði verið
rneð foreldrum sínum uppi ísumarbú-
stað. En Þorbjörn heyrði harla lítið af
því sem hún sagði. Hann stóð eins og
stjarfur og einblíndi á Vönju á meðan
hún talaði. Það var eins og hann sæi
hana nú í fyrsta sinn. Þetta var ekki sú
fráhrindandi og kaldranalega ungfrú ís-
spöng, eins og skólastrákarnir kölluðu
hana, en það var ekki heldur gamli leik-
félaginn hans. Þetta var fegursta stúlkan
sem hann hafði séð til þessa, með stór,
dreymandi og dálítið raunamædd augu
— ekki beint fjörleg og geislandi eins og
fyrr en þó engu að siður fegurstu augu
sem hann hafði nokkru sinni séð. And-
litsdrættirnir voru einkar fíngerðir og
fagrir, röddin björt og mjúk, ennþá
dálítið óframfærin og feimnisleg en
stundum var þó sem hún gleymdi sér og
þá varð röddin fjörleg og heillandi. Gat
þetta verið stúlkan sem hann hafði orðið
fyrir vonbrigðum með og fundist áhuga-
laus og leiðinleg?
Hann lét sólbrúna handleggina hvíla
á girðingunni og horfði hugfanginn á þá
unaðsfögru yngismey sem var hinum
megin. Hvers vegna hafði enginn sagt
honum frá þessu? Hafði hann verið
steinblindur?
Vanja varð um stund eitthvað utan
við sig og horfði spyrjandi til hans. Hún
hafði víst veitt því athygli að hann
heyrði ekki orð af því sem hún sagði.
Hann hló svo að hvítu, reglulegu tenn-
urnar komu í ljós og svaraði af fyllstu
einlægni eins og honum var tamt:
„Fyrirgefðu,Vanja. Ég var bara svo
undrandi að sjá hvað þú hefur breyst
mikið.”
„Þú þarft ekki að segja mér neitt um
það,” svaraði hún fljótt og kuldalega.
Brosið fagra, sem fyrir stuttu hafði lýst
og lífgað upp andlit hennar, hvarf nú
eins fljótt og það hafði komið. Hún var
aftur orðin önug og alvarleg.
Þorbirni brá. „Ég meinti ekkert mis-
jafnt með þessu, Vanja. Ég átti aðeins
við hve mjög þú værir orðin breytt, hve
þú værir orðin fullorðin, falleg og alvar-
leg.” Honum var raunar ekki eiginlegt
að tala þannig, að bera fram hrósyrði, en
hann gerði sér þó fulla grein fyrir að það
sem hann hafði nú sagt var örugglega
satt og rétt.
„Hvers vegna leggurðu allt út á versta
veg, Vanja?” hélt hann áfram. „Mig
grunar að þú þjáist af mikilli minnimátt-
arkennd. Hamingjan má vita hvers
vegna.”
Vanja fór hjá sér um stund og svaraði
ekki.. „Hvenær eigum við að leggja af
stað?”
„Mín vegna getum við farið strax.”
„Allt í lagi. Þá skýst ég bara inn og
sæki baðfötin mín.”
Þau stigu á bak og hjóluðu langt út
með firðinum. Þorbirni fannst að þetta
væri næstum því eins og þegar þau fóru
þessa sömu leið oft áður fyrr til að baða
sig, þegar þau enn voru börn. Þó var hér
sá mikli munur á að nú var sem um tvær
ólíkar manneskjur væri að ræða. Vanja
var gjörbreytt og kannski var hann það
sjálfur líka. Vissulega var leiðinlegt að
samskipti þeirra gátu ekki verið jafneðli-
leg og þau höfðu alltaf verið þegar þau
voru börn. Það var eins og einhver
veggur hefði hlaðist upp á milli þeirra en
hann gat alls ekki gert sér grein fyrir
hvað það var. Kannski var það bara sú
staðreynd að nú voru þau karl og kona
og ekki lengur tveir samrýndir leik-
félagar. Það var eitthvað í fari Vönju
STÚLKAN
FRÁ
MADAGASKAR
sem gerði hann óöruggan. Hann gerði
sér alls ekki grein fyrir hvernig hann
ætti að haga sér gagnvart henni og það
var alveg nýtt í reynslu hans. Allar hinar
stelpurnar voru svo líkar. Hann þurfti
aldrei annað en að segja hvað hann
langaði til og gat alltaf komið fram eins
og honum sýndist. Það var allt ósköp
auðvelt og fyrirhafnarlaust en nú varð
honum allt í einu ljóst að það var harla
litið spennandi. Við þær hinar gat hann
komið fram næstum því eins og honum
sýndist en hann gerði sér strax
grein fyrir að hann þurfti að koma fram
á allt annan hátt við Vönju. Þetta var
alveg nýtt í reynslu hans og vakti hjá
honum nokkurn kvíða.
Án þess að gera sér það ljóst eða hafa
talað um það fyrirfram voru þau alit í
einu komin að víkinni, þangað sem
bekkurinn þeirra hafði oft farið þegar
þau voru börn. Bæði höfðu þau hjólað
hljóð og hugsi og af gömlum vana, þó að
mörg ár væru liðin, höfðu þau stefnt
niður að þessari vík. Þau skildu hjólin
eftir við fallegt furutré og hlupu síðan
niður til strandarinnar. Þau sneru sér
hvort að öðru og hlógu.
„Næstum því eins og fyrr,” sagði Þor-
björn en þá sneri Vanja sér skyndilega
undan. Þorbjörn yppti öxlum vonleysis-
lega. Hvað gat hann gert? Hvernig átti
hann eiginlega að koma fram við hana?
Einhvern veginn fannst honum að hann
færi skakkt að öllu, jafnvel þótt hann
opnaði bara munninn.
Vanja hafði tekið með sér stórt teppi
sem þau breiddu á sandinn. Þorbjörn
langaði til að láta sólina baka sig ofur-
litið fyrst en Vanja vildi strax skella sér í
sjóinn.
„Þú skalt bara liggja hér um stund þó
að ég fari í bað,” sagði Vanja. „Ég ætla
að fara oft.”
„Þvílíkur dugnaður,” sagði Þorbjörn
og var kyrr. Þegar hann sá hana synda
iangaði hann mjög til að steypa sér á
eftir henni en stillti sig um það. Gat skeð
að hún væri feimin að liggja við hlið
hans og láta sólina baka sig?
Hann sneri sér á grúfu og hugsaði um
þá miklu og óvæntu breytingu sem orðin
var á Vönju. Hvað hafði komið fyrir?
Hvað gat eiginlega verið að henni? Hann
varð sífellt forvitnari og forvitnari.
Aðeins fyrir einni stundu hafði hann ekki
hugsað meira um hana en húsið sem
hún bjó í. En nú hafði hann komist að
þvi að hún var sú furðulegasta stúlka
sem hann hafði nokkru sinni hitt. Hann
iðraðist alls ekki að hafa beðið hana að
koma með sér. Þvert á móti, hann gat
raunar ekki skilið hvers vegpa honum
ERA
saunaklefar
ERA
Útvegum saunaklefa — Stuttur afgreiöslutími
Ý msar stæröir og möguleikar
Biðjið um myndabækling
Hringiö eöa skrifið
og leitiö upplýsinga
Sendum um allt land
bilstál s.f
HAMARiHÓfOA 1 . SW' 5IS0O
40 Vlkan XX. tbl,