Vikan - 28.05.1981, Síða 44
Þórey tók saman
I myndinni „10”, sem sýnd var hér fyrr
á árinu, leikur Dudley Moore miðaldra
lagasmið sem er að leila að konu sem
hann getur gefið einkunnina 10 fyrir
kynþokka. Bo Derek fær hjá honum
einkunnina 11. Hún hefur verið kölluð
þokkagyðja níunda áratugarins.
Veggmynd af henni þar sem hún situr
hálfblaut 1 fjöruborðinu, hefur selst meir
en nokkur önnur veggmynd í Banda-
ríkjunum. Hún er tvímælalaust vinsæl-
asta kyntáknið um þessar mundir og er
sloltaf nafnbótinni.
Þrátt fyrir mikla umræðu um jafnrétti
kynjanna og allnokkrar breytingar í þá
átt spretta þau ennþá upp og lifa góðu
lífi á útliti sínu, þessi ægifögru kyntákn.
í síðari heimsstyrjöldinni voru aðal-”pin-
up" stelpurnar Rita Hayworth, Jane
Mansfield, Betty Grable og ótal fleiri.
Eftir þær komu til dæmis að nefna
Marilyn Monroe, Brigitte Bardot,
Raquel Welch og loks Bo Derek.
Sú tilhneiging að setja fagra konu á
stall og tilbiðja er ævagömul. En með til-
komu myndskreyttra tímarita, kvik-
mynda og sjónvarps hefur dýrkun
kvenlegrar fegurðar fengið nýtt yfir-
bragð. í striðinu hengdu menn myndir
af frægum, fögrum og þokkafullum leik-
konum upp á veggi og innan á skáp-
hurðir. Auk þess að hafa ánægju af að
virða fyrir sér myndirnar minntu þær þá
á það sem ekki var að fá og gáfu þeim
vonir um betri tíð.
Veggmyndir af þessu tagi hafa
löngum notið meiri vinsælda meðal karl-
manna en kvenna og eru til á því margar
skýringar. Timarit sem eingöngu þirta
myndir af nöktum og hálfnöktum karl-
mönnum eru nýlegt fyrirbæri og konur
eiga þeim ekki að venjast. En því er
einnig haldið fram að hér sé á ferðinni
enn ein staðfestingin á ólíku upplagi
kynjanna. Er i því sambandi nefnt allt
frá því að konur hafi ekki jafnmikinn
áhuga á „þessháttar” og karlmenn og upp
í það að þær séu á hærra plani andlega
og hafi litla þóknun á blöðum sem leggja
aðaláherslu á bera kroppa. Einnig hefur
þeirri skýringu verið haldið á lofti bæði
af körlum og konum að kvenlíkaminn sé
einfaldlega fegurri en karllíkaminn og
því áhugaverðara myndefni i náttúru-
legri mynd sinni.
Líklegasta skýringin felst þó i þvi
annars vegar að flestir málarar, Ijós-
myndarar, að ógleymdum þeim sem
markaðsmálum stjórna, hafa verið
karlmenn og því litið sínum augum á
málin. Hér skipta ekki síður máli
hefðbundin viðhorf til hlutverka
kynjanna. Löngum hefur verið lagt mest
upp úr útliti kvennanna, en athöfnum
karlmannanna. Þau útlitseinkenni sem
(til skamms tíma að minnsta kosti) hefur
verið mest lagt upp úr hjá karlmönnum
eru breiðar herðar, stæltir vöðvar, sem
mest líkamshæð og svo framvegis.
Kvenleg
kyntákn
Fagrar konur eiga aftur á móti að vera
fingerðar, mittismjóar, grannvaxnar og
þar fram eftir götunum. Þetta endur-
speglar viðhorf samfélagsins til kynja-
hlutverkanna. Nekt karlmanna hefur
verið mikið feimnismál allt fram á
síðustu ár. Það hefur alls ekki þótt til
siðs að konur veltu fyrir sér þeim þáttum
karllíkamans sem undir fötunum
duldust. En viðhorfin hafa verið að
breytast nú í seinni tíð. Augu framleið-
enda hafa opnast fyrir þeim möguleikum
sem þarna liggja lítt virkjaðir. Það tekur
langan tíma að breyta siðferðisviðhorf-
um sem þessum. Skiptar skoðanir eru
síðan á þvi hvort það verði jafnrétti
kynjanna til nokkurs framdráttar þó
stripaðir eða hálfstrípaðir karllíkamar
verði einnig gerðir að verslunarvöru.
Einnig eru menn langt frá því að vera
á einu máli um réttmæti nektarmynda
eða mynda sem gefa holdlegt ágæti ótví-
rætt í skyn. Andstaðan kemur aðallega
úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar
eru það hinir siðsömu. í þeirra augum er
hvers kyns opinberun á beru holdi af-
skaplega ósiðleg. Kroppur hvers og eins
er hans einkamál og skal að sem mestu
leyti vera hulinn annarra sjónum. Þessa
skömm á nektinni má rekja til Biblí-
BB — Brigitte Bardot eða Birgitta
Bardott eins og hún er alltaf kölluð
hér á landi. Hún þótti einstaklega
fögur og sexi og tók við af Marilyn
Monroe upp úr 1955.
Veggmynd af Bo Derek rennblautri i
flæðarmálinu er ein mest selda
veggmynd í Bandarikjunum fyrr og
síðar. Það er greinilega góður
markaður fyrir svona skutlur.
unnar. Eftir að þau Adam og Eva höfðu
étið af skilningstré góðs og ills urðu þau
þess áskynja að þau voru nakin og fundu
í snarhasti fíkjuviðarblöð til að hylja sig
með. Það er athyglisvert að þau sjálf töku
að skammast sín fyrir nektina eftir að
þau vissu skyn góðs og ills. Þannig hefur
nektin ætið verið tengd syndinni i krist-
inni siðfræði. Þarna felst sú þversögn að
þar sem maðurinn (karl og kona) er
samkvæmt sköpunarsögu Biblíunnar
æðstur vera á jörðinni og skapaður í
Guðs mynd hefur hann væntanlega lítið
til að skammast sín fyrir.
Hinn hópurinn sem látið hefur í ljós
vandlætingu yfir hvers kyns kroppa-
sýningum eru jafnréttissinnar. Þar er
ekki á sama hátt um skömm á nektinni
að ræða. Það sem þeir finna málinu til
foráttu er fyrst og fremst sú litilsvirðing
á konunni sem þeim þykir þarna koma
fram. Líkami konunnar gerður að aðal-
atriði og þeirri hugsun þar með lætt inn
að mikilvægasta hlutverk konunnar sé
44 Vikan 22.tbl.