Vikan - 28.05.1981, Side 47
Smásagan
Það var góðvild, það var heiðarleiki, en
kannski var það ekki ást.
Góðvild — sem er svo miklu veikari
tilfinning en ást — hlaut að eyðast með
aldrinum. Kannski, já, sennilega hafði
farið þannig með hinar stúlkurnar hans.
Hann hafði aldrei minnst á þær en hann
hafði ekkert á móti því að tala um þær
þegar Eileen vakti máls á þeim.
„Hvað varð um þær?” spurði hún eins
kæruleysislega og henni var unnt.
„Hentirðu þeim út?”
„Nei, auðvitað ekki. Avril fékk vinnu
í Ameríku. Og Cathy vildi eignast börn
svo að hún gifti sig.”
Eileen vildi gjarnan trúa honum enda
var þetta sennilegt. Það leit hins vegar
út fyrir að Colin hefði búið með hvorri
stúlku í eitt ár eða „rúmlega ár”. Það
virtist ekki langur tími. Og Eileen hafði
búið með honum í tíu mánuði.
Kvöld nokkurt, nokkrum vikum
seinna, byrjaði hún að horfa á
sjónvarpsleikrit eftir höfund sem hún
var hrifin af.
Þá var hún nær hætt að fara á fyrir-
lestra og fundi; hún naut einskis án
Colins. Hún hafði sagt honum frá
leikritinu og hann sagði að það virtist
áhugavert. Um leið og það byrjaði fór
hún inn til hans og lét hann vita. „Ég
kem eftir andartak, ég á von að símtali,”
sagði hann.
Hann lét ekki sjá sig í hálftíma. Þá
horfði hann á leikritið um stund og fór
svo inn til sín.
Nú, sagði hún við sjálfa sig, það er
ekki auðvelt að ná þræðinum þegar
maður kemur inn í miðja mynd en hún
hafði hlakkað til að ræða sjónvarps-
myndina við hann.
Hann kom ekki til hennar þegar
myndin var búin. Hann hafði aldrei
unnið svona lengi, honum þótti gott að
hvíla sig í sófanum, haldandi utan um
hana með öðrum handleggnum og með
glas í hinni hendinni. Hún fór aftur inn
á vinnustofuna.
„Langar þig ekki I drykk, Colin?
Klukkan er orðin ellefu.”
Hann leit á hana og hún gat ekki
varist þeirri hugsun að um stund vissi
hann ekki hver hún var.
„Veistu að ég þarf stundum að fá að
vera einn?” sagði hann blíðlega.
Hún hikaði, greip um húninn. „Jæja,”
sagði hún. „Ég ætla í rúmið.”
Hún lá og beið hans um stund en
sofnaði svo. Þetta var í fyrsta skipti sem
þau höfðu ekki háttað saman. Henni
fannst hún hafa sofið afar þungt, þegar
hún vaknaði, likt og hefði hún tekið
svefnlyf, en einnig að sig hefði dreymt
mjög illa þó að hún gæti engan veginn
munað drauminn. Á baðinu — hún fór
alltaf fyrst á fætur — mundi hún eftir
því að þau höfðu ekki elskast um
kvöldið.
Hún hugsaði um allt kvöldið og velti
því fyrir sér hvaða mistök hún hefði
gert. Kannski var það út af leikritinu —
en hann hafði sagst vilja sjá það. Þau
rifust aldrei eða þrættu. Kannski væri
það betra ef þau gerðu það, eðlilegra. En
hún óttaðist hættuna af rifrildi.
Rosemary að heiman hringdi og
sagðist vera að koma til London — „til
að losna við sveitaloftið,” sagði hún
glaðlega. Hún hafði búið hjá Eileen í
litlu íbúðinni hennar og sofið á dívan í
stofunni. Gat hún fengið að búa hjá
Eileen og Colin? Eileen mundi að hún
hafði stært sig af „stóru íbúðinni hans
Colins”. Hún svaraði: „Ég skal láta þig
vita.”
Colin sagði að það væri í besta lagi.
Hann gat flutt skrifborðið og skjala-
skápana inn I stofu og svefnsófann inn í
vinnuherbergið. Hann hafði aldrei hitt
Rosemary fyrr en hann var viss um að
sér litist vel á hana fyrst hún var besta
vinkona Eileens.
Fyrsta kvöldið fóru þau með
Rosemary á grískt veitingahús.
Næsta kvöld fékk Colin vinnufélaga
sinn til að koma með þeim I leikhúsið.
Þriðja kvöldið, laugardagskvöld, voru
Colin og Eileen boðin í partí og þau tóku
Rosemary með sér. Þau höfðu alltaf
setið og masað saman langt fram yfir
miðnætti.
Síðasta kvöldið, eftir veisluna, var
klukkan hálfþrjú.
Rosemary kom viss um að hún yrði
hrifin af Colin, enda var hún það.
„Mikið er hann sætur!” sagði hún þegar
Eileen hjálpaði henni að taka upp úr
töskunum. Og Colin kunni vel við
Rosemary. Það virtist engu máli skipta,
eins og Eileen hafði haldið, þó að
Rosemary væri hálfsveitaleg. Hún
kunni margar skrýtlur um „fólkið” í
Devon og skritna siðið þess. Eileen hafði
ekki séð Colin hlæja jafnmikið og oft
lengi.
Allt sem Eileen vissi og kunni —
skoðanir sem hún hafði fengið í háskól-
anum og seinna, stjórnmálaskoðanir
hennar, bækurnar sem hún hafði lesið
— var vegið og léttvægt fundið. Henni
fannst hún vera höfð út undan (hún
hafði heyrt flestar sögur Rosemarys) og
sneri sér að félaga Colins, John, sem
henni fannst frekar leiðinlegur.
John fór rúmlega tólf en hvorki Colin
né Rosemary gerðu sig líkleg til að fara
að hátta og Eileen fannst hún einhvern
veginn vera fyrir. Loks sagði Rosemary:
„Það er orðið framorðið fyrir sveita-
stelpu,” og Eileen sá að Colin leiddist að
sjá af henni.
Morguninn eftir töluðu Rosemary og
Colin enn saman eins og samtalið hefði
aldrei rofnað. Það var furðulegt hvað
þeim samdi vel. Þeim kom betur saman
en Colin og Eileen nokkru sinni.
Það var enginn vafi á því, hugsaði
Eileen þegar hún fór inn til að ryksuga i
stofunni, að Colin fannst Rosemary
aðlaðandi.
Rosemary hafði þreknað um mittið
og hörundið var ekki jafnfagurt og það
hafði verið, sennilega var henni alveg
sama.
Hún var ekki lengur „sæt stelpa”. En
hún var girnileg, því varð ekki neitað —
girnilegri og meira sexí en hún hafði
verið fyrir hjónabandið.
Karlmaður gat ímyndað sér hana
hömlulausa og frjálsa I rekkjubrögðum:
með öðrum orðum, skemmtilega.
Eileen skarhmaðist sín. Var hún
afbrýðisöm við Rosemary — bestu
vinkonu sína? Það var hlægilegt — og
skammarlegt.
Rosemary skemmti sér greinilega vel í
London, skemmti sér sérstaklega við að
daðra við Colin. Það var einhver orða-
laus skilningur milli þeirra sem engum
þurfti að segja en hefði hljóðað eitthvað
á þessa leið: „Já, það hefði verið gaman
ef allt hefði ekki verið svona.”
Það var líka augljóst að Rosemary
hafði ekki orðið hugsað til Donalds frá
því að hún settist upp í lestina. Það var
gjörólíkt því hvernig Eileen leið þegar
hún var ekki nálægt Colin.
Undarlegt. Hjónabandið, sem Eileen
hafði iitið á sem fangelsi, var það ekki.
Rosemary var frjáls þegar hún þarfn-
aðist þess, því að frelsi eða frelsisskortur
er hugarástand. Hún var frjáls því að
hún var örugg. Hún átti eitthvað með
Donald sem var of sterkt og mikið til að
auðvelt væri að varpa því á glæ — of
dýrmætt til að sleppa því.
Colin og Eileen áttu ekkert slíkt.
Eileen var ekki frjáls v'egna þess að hún
var ekki örugg.
Þau fylgdu Rosemary bæði á brautar-
stöðina á sunnudaginn. Hún var sæl til
síðustu stundar og kyssti bæði Eileen og
Colin. „Þetta hefur verið unaðslegt,”
sagði hún.
„Þú veist heimilisfangið og ert alltaf
velkomin,” sagði Colin. Lestin ók á
brott. Rosemary veifaði til þeirra.
Brátt kæmi október og Eileen og
Colin hefðu búið saman í eitt ár. Hún
vissi ekki hvort hann myndi eins árs
sambúðardaginn. Það var ekki eins og
brúðkaupsdagur en minnti þó á eins árs
giftingarafmæli. Hann mundi það, kom
með dýr blóm og bauð henni út að
borða — á gríska veitingahúsið sem þau
höfðu farið á með Rosemary fyrir
nokkrum vikum.
Þau lentu í hellirigningu á heim-
leiðinni. Fyrir ári hafði dagurinn verið
gullinn og bjartur. Nú var hann votur,
grár og ömurlegur.
Hún varð að fara að heiman um helgi
i nóvember til að vera við fyrirlestra.
Það var engin skylda að fara en yfir-
maður deildarinnar bjóst víst við því að
hún færi. Henni leið illa allan tímann —
þó að áður fyrr hefði hún boðist til að
fara allt slíkt og alltaf skemmt sér vel.
Hún vissi að hún vann ekki jafnvel og
áður, yfirmaðurinn hlaut að hafa tekið
eftir þvi, kannski krakkarnir líka.
Colin fór meira út en hann hafði
nokkru sinn gert þegar hún kom heim
aftur. Hann sagðist hafa ákaflega mikið
að gera. Hann kom ekki heim fyrr en um
sjöleytið og var allar helgar að heiman í
húsaskoðun. Það var leiðinlegt að vera
ein í íbúðinni því að sólin skein sjaldan á
þessum árstíma. Hún var ekki hrifnari af
íbúðinni en fyrr og fannst enn síður að
hún ætti þar heima.
Þau elskuðust reglulega, en núna —
þó að hún hefði ekki viljað sleppa
rekkjubrögðunum — var eitthvað sálar-
laust við það, hvað allt var reglubundið.
Það var eins og þau gerðu þetta vegna
heilsunnar, eins og hvert annað trimm.
Hún velti því fyrir sér hvort Donald og
Rosemary hefðu elskast reglulega á
hverju kvöldi í sex ár, nema þegar hún lá
á sæng. Kannski ekki — þegar fólk var
gift var það ekkert hrætt við að nú liti út
fyrir að ástin væri að þverra. Hún varð
enn sannfærðari en áður um að hún
væri vonlaus rekkjufélagi.
Svo fékk hún flensuna. Það var ekkert
skrítið — allir voru með flensuna — en
hún varð fárveik. Hún hélt sig í rúminu
og reyndi að lesa það sem hún hafði
vanrækt að lesa, en það rann úr augun-
um á henni. Colin var bæði góður og
þolinmóður, hann keypti í matinn og
eldaði þó að hann væri önnum kafinn.
„Þú þarft ekki að vera inni þó að ég sé
veik,” sagði hún.
Hann hikaði. „Kannski ég skreppi í
bíó.”
Hann fór þrisvar I bíó vikuna sem hún
var veik. Eða ef ekki í bíó þá eitthvað
annað. Hann sagði ekki hvar hann hefði
verið og hún spurði einskis. Henni leið
svo illa og það rann svo úr augunum á
henni að hún vissi ekki hvort hún var að
gráta eða ekki.
Nokkrum dögum seinna, þegar hún
var byrjuð aftur í skólanum, varð henni
litið í spegilinn. Hún hafði sem minnst
horft á sjálfa sig í spegli undanfarið —
kannski frá því að Rosemary fór. Hún
hafði breyst. Það var ekki út af flens-
unni, það var annað og meira. Hún var
hætt að vera sæt stelpa, en hafði ekki
orðið aðlaðandi kona. Hún var
uppþornuð kennslukona — það var
lóðið! Aumingja Colin hafði lent í
klónum á litlausri leennslukonu!
Svo komu jólin. Eileen hafði alltaf
farið heim til foreldra sinna um jólin og
verið þar nokkra daga. Nú fór hún
ekki. Hún skrifaði og sagðist vera með
flensu, sem var sennilegt því að hún
hafði ekki látið þau vita þegar hún lá í
flensunni. Áður fyrr hafði hún elskað
jólin, kalkúninn og jólaglöggið heima,
og boðin í London seinna.
Síðustu jól höfðu verið unaðsleg en
hún hlakkaði ekki til jólanna nú.
22. tbl. Vikan 47