Vikan - 28.05.1981, Side 48
Smásagan
Þau voru heima hjá systur Colins á
jóladag. Hjónin bjuggu í Surrey.
Eileen vissi heldur fátt um fjölskyldu
Colins nema hvað foreldrar hans voru
skilin og hann skipti sér litið af þeim. En
honum þótti vænt um systur sína og
heimsótti hana alltaf um jólin. Alltaf.
Hafði hann farið með Avril og Cathy
þangað?
Gestgjafarnir voru jafnvingjarnlegir
og best varð á kosið en Eileen fannst
hún vera undir smásjá. Hún var viss um
að þau myndu tala um hana þegar hún
færi. „Hvað heldurðu að' þessi endist
lengi?” — „Ha, hún er ekki jafnfalleg og
hinar?” Þau voru svo sæl, svo — gift
eins og Rosemary og Donald. Hún varð
fegin þegar þau fóru.
Nýársboðið var líka erfitt. Hún stóð
við vegginn meðan Colin dansaði við
stúlku sem var fallegri en hún — við
Tinu.
Tinu var boðið alls staðar, þó að hún
væri einskis manns vinkona, og það var
ekki að undra. Hún var — eða Eileen
fannst hún vera — sérlega falleg og
töfrandi. Hún var ung, kannski fimm
árum yngri en Eileen, en hún virtist hafa
mikið til brunns að bera. Hún dansaði
vel, daðraði mikið (hún hvíslaði í eyra
Colins meðan þau dönsuðu og hann
brosti) og fór sjálfsagt mjög vel i rúmi
líka.
Eileen skildi ekki hvernig hún hafði
verið svo heimsk að láta Tinu Colin
eftir. Hún var alltaf að gera eitthvað
slíkt — eins og að segja honum að fara
út þegar hún var með flensuna. Þó hefði
allt verið mun verra ef hún hefði haldið í
hann dauðahaldi og sýnt þannig að hún
treysti honum ekki.
Colin sagði eitthvað við Tinu, hún
kinkaði kolli og hann fór til Eileen.
„Langar þig að dansa, elskan?”
Hún sagði — þetta var eitt af þeim
skiptum sem einhver annar virtist tala
fyrir munn hennar: „Ég er viss um að þú
vilt heldur dansa við Tinu.”
Colin leit hugsandi á hana. Svo sagði
hann rólegur að vanda: „Hlauptu ekki á
þig, Eileen.”
Hann gekk til Tinu og þau fóru aftur
að dansa. Eileen sá hjón sem hún þekkti
vera að fara í yfirhafnirnar og kveðja
gestgjafana. „Má ég sitja í?” spurði hún.
Hún tók tvær magnýl þegar hún kom
heim — hún var komin með höfuðverk.
Svo háttaði hún. Veik tónlist barst inn
til hennar. Það voru einhverjir að
skemmta sér í blokkinni. Hún las smá-
stund en sofnaði loks.
Hún vaknaði í dögun. Fyrst vissi hún
ekki hvað var að. Svo skildi hún: þetta
var í fyrsta skipti í rúmt ár sem hún
hafði sofið ein, nema þegar hún var að
heiman.
Hún vissi varla hvernig henni leið.
Vesöld, niðurlæging yfir því að Colin
skyldi skemmta sér með annarri, já,
hvort tveggja. En það var líka léttir, þó
að undarlegt kunni að virðast. Hún
þurfti ekki lengur að óttast hvað kæmi
fyrir. Það var skeð.
Eftir smástund ákvað hún að fara á
fætur. Þetta yrði skrítinn dagur. Ætli
Colin kæmi eftir matinn eða myndi
hann hringja, og hvað ætli hann segði?
Hún lá lengi í baðinu og hugsaði um
ekki neitt. Svo klæddi hún sig. Áður en
hún byrjaði á morgunmatnum fór hún
inn í stofu af gömlum vana til að draga
frá glugganum.
Colin lá í öllum fötunum undir teppi á
sófanum. Eileen hló næstum móður-
sýkislega. Þetta var fráleitt. Hann
vaknaði, deplaði augunum og sagði:
„Guð, hvað er klukkan?”
„Vantar kortérí tíu.”
„Það er ekki sem- verst. Ég vildi ekki
ónáða þig, elskan. Ég var satt að segja
augafullur. Þetta var flott boð. Þú hefðir
ekki átt aðfara.”
Meðan hún tók til morgunmatinn
skildist henni að hún hafði ekki
hugmynd um hvenær hann kom heim.
Hann hefði þess vegna getað sofið hjá
Tinu í fjórar eða fimm klukkustundir.
Hún fengi aldrei að vita það.
Lífið gekk sinn vanagang. Skólinn
byrjaði aftur. Hún var óhamingjusöm,
hafði verið það lengi. Hún áleit að
hjónaband gæti breyst þegar nýja-
brumið færi af og orðið eitthvað varan-
legra en sambúðin bauð aðeins upp á
afturför og hrun.
Colin stóð á sama eða var meira sama
en henni. Nú skildi hún hvers vegna
hann rak enga stúlku á dyr. Hann gaf
það aðeins greinilega í skyn að
sambúðinni væri lokið. Jafnvel það var
ekki rétt. Hún skildi það — skildi það
betur en hann.
Hún minntist þess að í hálftíma þessa
þrjá óhamingjusömu mánuði hafði hún
verið ánægð og fundið til frelsis og
lausnar. Ekki kannski beint ánægð en
hún hafði getað séð fyrir sér hamingju í
framtíðinni. Þá hafði hún haldið að öllu
væri lokið.
Hún hafði ekki hugleitt að fara frá
Colin fyrr en eftir áramótin. Hún bjóst
alltaf við því að annaðhvort héldu þau
áfram að búa saman eða hann léti hana
vita að hann vildi ekki sjá hana framar.
En hann var ekki þannig. Allt hvíldi I
höndum hennar. Hún varð að fara.
Hún tók þessa ákvörðun einn
morguninn á leiðinni í vinnuna en skipti
um skoðun um kvöldið. Colin kom
snemma heim og töfraði hana. (
í nokkra daga var hún á báðurh
áttum. Hún var hrædd. Hún óttaðist að
vera ein, hún fyndi aldrei annan mann,
hún yrði ein af þessum miðaldra pipar-
meyjum — þær voru nokkrar I
skólanum — sem aldrei „höfðu gengið
út”. Kannski færi hún aftur að fara í boð
I þeirri von að hitta annan mann.
Það var annars ekkert lítið sem hún
hafði núna: mann sem naut hennar af
og til, ylinn frá líkama hans á morgnana,
ásjónu hans og rödd við matarborðið,
vissuna um að eiga hann þegar þau fóru
út saman. Það var heimskulegt að varpa
öllu þessu á glæ. Kannski elskaði hún
hann enn. . . hún hafði aldrei efast um
það hingað til. Hún vissi að hún myndi
sakna hans mjög.
Á hinn bóginn var það þráin eftir
manni sem gæti skapað henni frelsi og
öryggi. Það varð að voninni um að
verða aftur sú Eileen sem Rosemary og
aðrir vinir hennar töldu hana vera:
Eileen sem var engum háð og eignaðist
nýjan vin árlega. Sennilega yrði hún
meira aðlaðandi þegar hún hætti að vera
svona áhyggjufull.
Hún var greind kona og gat tekið
sínar ákvarðanir þegar eitthvað mistókst
eða gekk illa. Hún varð að halda sér við
þetta því að lokum yrði það
þýðingarmeira en nokkuð annað. Hér
var ekki um valkost að ræða. Hér reyndi
á hugrekki hennar.
Hún var enn hikandi. Hún rak loks
augun í auglýsingu í kennarastofunni.
Kennari vildi leigja íbúð — ódýra og
nálægt skólanum.
Eileen.leit á hana samdægurs. Hún
var á efstu hæð og útsýni yfir skemmti-
garðinn. „Þú getur fengið hana strax ef
þú vilt,” sagði kennslukonan. „Ég flutti
inn til vinar míns.”
Eileen sagði ekkert við Colin þá um
kvöldið, síðasta nóttin þeirra saman yrði
of vandræðaleg. Þau fóru í rúmið og
byrjuðu að láta vel hvort að öðru að
vanda, og hún óttaðist óvænta
viðkvæmni. En hún fann engar
tilfinningar, þetta var allt þýðingarlaust.
Það hafði verið það vikum saman.
„Ég er að hugsa um að flytja, Colin,”
sagði hún við morgunverðarborðið.
Hún sá ekki hvort hann varð hissa
eða ekki. Hann sýndi engan létti — til
þess var hann of kurteis. Hann setti upp
sorgarsvip sem hún bjóst við að hann
teldi' tilheyra, eins og hann hefði frétt
um lát einhvers ættingja síns sem
honum stóð á sama um. „Ég hélt að
okkur hefði komið vel saman,” sagði
hann.
„Við höfum að vísu aldrei rifist en
þetta er orðið heldur innantómt. Ég
held að þú hljótir að hafa fundið það.
Það er betra að vera hreinskilin hvort
við annað.” Hún varð hissa á þvi hvað
rödd hennar var styrk.
„Finnst þér það?”
„Já.”
„Þú ræður þessu,” sagði hann og
saltaði eggið sitt.
Kannski fann hún til einhverrar
löngunar til að láta hann taka ákvörðun
sjálfan, þegar hún sagði: „Þú veist vel
að þú ert orðinn leiður á mér?”
„Ég? Nei, nei, alls ekki,” svaraði hann
kurteislega. „Ertu ákveðin?”
„Já. Ég er búin að fá íbúð.”
„Ég vona að það sé góð íbúð.”
„Mjög góð. Fallegt útsýni.”
Þeim tókst að rabba svona saman
þangað til að hún varð að fara að vinna.
„Hvenær flyturðu?” spurði hann.
„Um helgina?”
„Nei, ég ætla að flytja í dag.”
„Ég skal koma heim úr vinnunni og
keyra þig.”
„Nei, nei. Þú hefur svo mikið að gera.
Égget þetta ein.”
Hann þurrkaði eggjaslettumar úr
munnvikjunum, stóð upp og kyssti hana
í kveðjuskyni.
Allan daginn var henni undarlega létt
um hjartarætur . . . ekki af ánægju
heldur auknum áhuga á lífinu. Henni
fannst hún kenna betur. Hún ákvað að
skrifa bæði Rosemary og foreldrum
sínum strax um kvöldið. Þau þurftu að
fá nýja heimilisfangið.
Hún fór aftur heim til Colins — þar
var ekki heimili hennar lengur — og
pakkaði. Það tók aðeins tíu mínútur.
Allar eigur hennar komust í stóra ferða-
tösku og einn bakpoka. Colin hafði gefið
henni ýmislegt, smátt í flutningi en
verðmætt. Hún hafði sjálf keypt heldur
fátt. Hún leit í alla skápa. Hún ætlaði að
taka allt með.
Eileen sá að húsvörðurinn var við
dyrnar þegar hún kom út úr lyftunni.
Henni fannst hún sjá votta fyrir sigur-
hrósi í bland við vanþóknunina.
Kannski ímyndaði hún sér það.
„Vantar yður leigubíl, ungfrú?”
spurði hann.
„Já, það held ég bara.” Það yrði
áreiðanlega langt þangað til hún hefði
aftur efni á leigubíl.
Hún sagði bílstjóranum heimilis-
fangið. Hann kannaðist ekkert við
götuna en hún lofaði að vísa honum til
vegar. Hún leit um öxl um leið og þau
óku af stað.
„Ég kunni alltaf illa við íbúðina,”
sagði hún við sjálfa sig.
\S
Sambúð
48 Vlkan 22. tbl.