Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 5
itraun 1981
i: ; ;
Getraunin er fólgin i þvi að þekkja hvaða ísienskt, alþekkt orðtak myndin
túlkar. Við birtum alls sex myndir sem túlka islensk orðtök. Þeir sem þátt
taka i keppninni eiga að finna hvaða orðtak þetta er og skrifa það á
getraunaseðilinn á blaðsiðu 62, ásamt nafni, heimilisfangi og síma. GEYMA
SKAL SEÐLANA ÞAR TIL GETRAUNINNI LÝKUR OG SENDA ÞÁ ALLA í
EINU UMSLAGI.
Til þess að leiða keppendur á rétta leið höfum við falið rétt orðtak einhvers
staðar i þvi lesmáli sem getrauninni fylgir. Það getur verið í þessari klausu
eða einhvers staðar þar sem vinningunum er lýst — kannski á báðum
stöðum. Nú reynir á útsjónarsemi ykkar að hafa hendur í hári þess rétta, þvi
svona góðir vinningar liggja ekki á hvers manns vegi.
Sem sagt: Hvaða orðtak túlkar myndin hér að neðan? Skrifið svarið á
getraunaseðilinn á blaðsiðu 62 ásamt nafni, heimilisfangi og síma, og sendið
svo alla seðlana i einu umslagi þegar getrauninni lýkur.
GÓÐA SKEMMTUN!
Rmm reiðhjól
Reiðhjól hafa orðið vinsælli
og vinsælli á íslandi með
árunum — hækkandi bensín-
verði og aukinni áherslu á
líkamsrækt og heilbrigða
hreyfingu. Vikan býður upp á
fimm vinninga sem eru
afbragðs reiðhjól, itölsk, frá
Vörumarkaðnum. Þessi hjól,
sem ýmist eru framleidd undir
merkinu Gimondi eða
Bianchi, hafa reynst mjög vel
og eru vinsæl víða um Evrópu
— meðal annars hjá grönnum
okkar Dönum sem eru frægir
hjólreiðamenn. Þetta eru tíu
gíra hjól og koma með fullum
búnaði, svo sem bögglabera,
ljósum, pumpu og verkfæra-
tösku. Hvert hjól kostar rúm-
lega 2.100 krónur.
Á færleik eins og
Gimondi/Bianchi getur þú
treyst því að enginn getur haft
hendur í hári þínu, nema hann
sé því betur ríðandi.
Hvaða orðtak er þetta?
24. tbl. Vlkan 5