Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 24

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 24
Höfundur: Jane Gordon-Cumming Skemmtiferö á húsbáti? Að líða rólega áfram milli blómskreyttra bakka og þurfa ekki að gera neitt nema opna vatnshlið af og til eða skreppa inn á skrítna krá til að fá sér bita . . . Það var ekki dónalegt! „Já, ég vil gjarnan konta með, Sue," sagði ég. „Mike, vinur Barneys, kemur líka. Jill „Gott. Þá finnst mér ég ekki vera umsjónarkona!" Sue og Barney eru trúlofuð og fátt er leiðinlegra en vera þriðja hjól undir vagni. Mér leist vel á Mike. Báturinn var eins og ég hafði búist við. Sue og Barney voru kontin en Sue var hálffeimnisleg. „Ég er hrædd um að Mike komi með vin sinn — konu," sagði hún. „Það er lika ágætt því að þá erum við fimm unt útgjöldin." flýtti hún sér svo að bæta við. „Annars verðum við sex — hún á litla dóttur." „Er nóg pláss um borð?" „Já, já. Það er svefnpláss fyrir scx hér. Hún er ekkja," bætti Sue við. „Ég skil,” sagði ég lágt. „Maðurinn hennar fórst af slysförum fyrir tveim árum og skildi hana eftir rneð barnið. Er þaðekki voðalegt?" Ég var sammála. Við létum þær t'á bestu rúmin og fórum að búa til matinn. Siðan sýndi Sue mér bátinn: lítinn borðsal. sem Barney og Mike sváfu i. agnarlítið eldhús, klefa með mjóum kojunt lianda okkur Sue og heldur stærri klefa fyrir ekkjuna og barnið. í skutnum var líka sóldekk með legustólum. GESTiRNIR koniu klukkan sex. Fyrst birtist litla telpan — stóreyg og svarteyg en mögur — svo ekkjan, föl en feitlagin. og,Joks Mike, sent var eldri en við. döklhærður og i útprjónaðri peysu. Ekkfan hét Margareten litla telpan Lisa. Hún var átta ára og borðaði ekki karri rétti. . 4« V. ð#n við borðuðum töluðu Mike og Barr. ^unt Bolinder vélar og eldsncytis kaup og livað við kæmumst langt á viku. Við Sue vorum elskulegar við ekkjuna og telpuna. Margaret var bara laglcg á sinn veiklulega hátt og rödd hcnnar var lágvær og þreytuleg í samræmi við útlitið. „Hefur jretta ekki verið erfiður dagur, engillinn minn?” spurði hún dóttur sína bliðlega en krakkinn sagði ekki orð svo að við steinhættum að reyna að koma henni til. Mike var algjör andstæða Margaretar. Hann var þróttmikill og fjörugur þegar hann talaði við Barncy. Vangasvipurinn var ákveðinn og festu legur og ég gat vel skilið að Margaret treysti á liann. Eftir smástund fórunt við Sue að þvo upp en Margaret lét Lísu fara að hátta. Það verður skritið að búa um borð á báti!” sagði hún brosandi þegar hún gekk fram hjá okkur. Við þvoðunt upp í agnarlitlum vaski sem ekkert afrennsli var í. „En alit frí er betra en ekkert!" Margaret var ekki kontin á fætur þegar við lögðunt af stað næsta morgun. Mike stóð við stýrið og Sue og Barney ætluðu að ganga meðfram sikinu og opna vatnslokurnar. Ég settist á þilfarið meðgóða bók. Það var unaðslega friðsælt þarna — vélardyt. nn eins og tónlist undir spegilmyndu um í dimmu sikinu. Allt i einu h.yrði ég eitthvert Itljóð fyrir aftan mig og sá Lisu sent var að koma út úr borðsalnum. „Halló," sagði ég brosandi. „Það cr fallegt hérna uppi." Hún gekk til mín og leit niður i vatnið. „Mantma er ekki komin á fætur." „Nei, ætli hún sé ekki þreytt eftir ferðina." ,,t>ctta var ekki erfitt ferðalag," sagði Lísa. „Mike frændi ók okkur hingað. Hann á hraðskreiðan bil. Við fórum hundrað niílur á klukkustund." „Ég skil vel að mamma sé þreytt!" „Mér finnst gaman að aka hratt," sagði Lisa og leit illilega yfir síkið. Báturinn sigldi með fjögurra mílna hraða. „Það fer enginn hratt á húsbáti," sagði ég. „Þá myndi allt vatnið undir bátnum flæða upp á bakkana og hreiður ísfuglanna og hús vatnavalskanna brotna undan straumnum." Lisa flissaði. „Sama væri mér." Ég fór aftur að lesa. Stelpan sat á móti mér, hallaði sér yfir borðstokkinn og lét fingurna strjúkast við vatnið. „Komdu i mömmuleik." „Nei, ekki núna." „Égá engan pabba." Ég andvarpaði. „Ég veit það." „Ég skal vera mamman og þú mátt vera stelpan mín. Mike frændi má vera pabbinn." I leiknunt var annaðhvort verið að vekja einhvern og koma honum á fætur eða hátta hann og svæfa, en Lisa var alltaf að laga til. Stundum var ég víst óþekk en ég setti takmörkin við það að hún mætti slá mig. Klukkan ellefu var ég bæði búin að ganga I skóla og fara til læknis, og alltaf var ég jafnauðmjúk og ómöguleg svo að ég ákvað að gera uppreisn. „Gefðu mömmu kaffisopa," sagði ég. „Hana langar ekkert I kaffi." „Mig langar i kaffi.” Ég hitaði mér kaffi og sendi Lisu inn til Margaretar meðan ég fór með bollann til Mike. „Það er erfitt að ná í þig," sagði ég striðnislega. „Það borgar sig," svaraði hann bros andi og tók við bollanum. Ég var fljót að hugsa mig um. Kannski gæti ég losnað við Lisu ef ég væri þarna kyrr. „Heldurðu að ég rnegi reyna aðstýra?" „Auðvitað," sagði hann og hjálpaði mér inn. „Er þér farið að leiðast?" „Nei-ei!"stamaði ég. Ekki mátti hann gruna að ég væri að flýja undan smá- krakka. „Margaret er ekki komin á fætur og mér fannst að þetta væri ágætis tækifæri til að . . . ég á við að nú sér enginn hvað mér gengur það illa ..." „Liggur aumingja, elsku Margaret enn fyrir?” spurði Mike. „Hún hefur gott af ferðalaginu." Ég tautaði eitthvað til samþykkis. „Lisa líka," bætti hann við. „Hún er svo einmana. Það verður gott fyrir hana að umgangast annað fólk.” Ég skipti um umræðuefni. „Stýrir maður með þessu?" Það ætti að vera auðvelt að stýra skipi en svona bátar eru ekki réttbyggðir og það þarf að snúa stýrinu til hægri ef maðurætlartil vinstri. Mike sagði að það væri svona á öllunt skipum en ég trúði honum ekki. Ég á við að mér fannst þetta ónauðsynlega flókið. Ég skemmti mér vel þrátt fyrir erfið- leikana. Mike hélt þéttingsfast um höndina á mér þegar ég var að sigla of nálægt bakkanum og hann hótaði að henda mér fyrir borð ef ég kallaði „lunningar" annað en lunningar. Þaðer vist ekki sjómannamál að tala um borð- stokk. Kannski var engin ástæða til að kenna í brjósti um Margarel eftir allt. HÚN var komin á fætur þegar við fórum niður að borða. „Svo þarna ertu. Jill. Lisa sagði að þú hefðir horfið orða laust. Við héldum að þú hefðir fallið fyrir borð." Hún brosti tilgerðarlega. „Ég vissi ekki hvað átti að vera i matinn," hélt hún áfram, „svo að ég var ekkert að fara I eldhúsið." „Það skiptir engu máli," sagði Sue. „Viðsjáum um matinn, Margaret." Við fengum okkur kalda skinku og salat og eplavin með uppi á sóldekkinu. „Þú átt að vera barnið og ég skal mata þig." sagði Lísa vongóð. „Ekki striða Jill, elskan," sagði Margaret brosandi en bætti svo hvíslandi við: „Það er svo gott að Lísa skuli finna að einhver má vera að þvi að hugsa um hana! Eftir að hún missti pabba sinn . . . ég veit að þið skiljið ntig. Mike er henni afar góður, auðvitað." Hún leit ástúðlega á hann. „En ekkert jafnast á við föður." Hún brosti veiklu- lega og allir brostu samúðarbrosi á móti. „Ég ætla að labba meðfram bakk anum I dag," sagði Lísa þegar við bjuggum okkur undir að leggja aftur af stað. „Komdu meðmér, Jill." „Já, Jill gætir að þér, elskan. Láttu hana nú ekki detta I sikið.” Síðustu orðunum var beint til mín. „Ég . . . ég ætlaði að þvo upp . . .” sagði ég til reynslu. „Nei, alls ekki,” svaraði Sue. „Farið þið bara og skemmtið ykkur nú vel." Ég leit vonleysislega umhverfis mig. „Ætlar enginn að koma með? Margaret?" „Nei, ég verð um borð," svaraði Margaret. „Hvað eigum við að leika núna?” spurði Lísa ánægð um leið og við vorum komnarfráborði. „Hvað með að leika hvorki eitt né 24 Vikan 24. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.