Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 17
Framhaldssaga hvers vegna hún hafði ekki heyrt neitt frá honum svo lengi. Hún smeygði sér i morgunsloppinn og inniskóna og gekk siðan niður til að ná í umslag i skrifborði pabba. Þegar hún var komin niður i stofuna nam hún skyndilega staðar vegna [tess að hún heyrði óvæntar og háværar sam- ræður frammi i eldhúsi. Hún heyrði strax að þetta voru raddir foreldra hennar en henni kom mjög á óvart að þau töluðu svona hátt og voru svona æst. Hún gat ekki betur heyrt en að grát- hreimur væri i rödd mömmu. Vanja ótt- aðist að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir og gekk því inn i borðstofuna til að spyrja hver ástæðan væri. Þá heyrði hún móður sina segja með hárri og örvænt- ingarfullri rödd: „Nei, Áki, Þorbjörn er ekki þannig. Ég neita alveg að trúa því.” Vanja stirðnaði af skelfingu, gat hvorki hreyft legg né lið, reyndi aðeins að hlusta á hvað þau sögðu. Faðir hennar virtist rólegur en var þó greini- lega mikið niðri fyrir er hann sagði: „Ertu viss um að þú hafir ekki mis- skiliðhana, Ellen?” „Það kemurekki til greina,” sagði hún hálfgrátandi. „Staverud hefur verið í verslunarferð norður í landi og kom við í Tromsey. Þá hafði hann verið þar með Þorþirni eitt kvöld og STÚLKAN FRÁ MADA GASKAR fengið staðfest það sem Þorþjörn hafði skrifað heim. Hann hafði ekki komið sér að þvi að segja Vönju frá því, af því að hann vissi hvað hún mundi taka það nærri sér. Frú Staverud var manneskju- legri en ég hef nokkru sinni séð hana. Svo virtist sem henni þætti þetta veru- lega leiðinlegt vegna Vönju.” „Það er ekki líkt Þorbirni að vera huglaus,” sagði Áki ákveðinn. „Það er eitthvað meira en litið bogið við þetta." „Nei, Þorbjörn er ekki huglaus en hins vegar veit hann mæta vel hvernig Vanja er og hvernig hún mundi taka þessu. Og hvað sem þessu líður er ég sannfærð um að honum þykir enn vænt um hana." „Heldur þú að það sé vegna erfiðleik- anna heima, sem hann hefur átt við að striða í sumar, að honum hefur snúist hugur?” „Undir niðri er ég alls ekki viss um að þessu sé þannig varið — að honum hafi snúist hugur.” „Hvaðáttu við?” „Ég veit ekki hvað segja skal, Áki... En þetta var allt eitthvað svo óljóst hjá henni. Hann átti að vera tekinn saman við aðra stúlku og svo óð hún elginn um allt það sem hún hefði gert fyrir Þorbjörn til þess að ala hann vel upp og fjölmargt fleira sem ég skildi hreint ekkert í.” „Þetta styður þá líka ákveðið það sem ég hef sagt um Þorbjörn. Ég hef alltaf verið viss um að Vanja gæti treyst honum." „Já ... já ... og ... og ég var það lika,” sagði Ellen grátandi. Vanja hafði staðið hreyfingarlaus og hlustað á allt samtalið. Nú sneri hún sér við og gekk ósjálfrátt, eins og í leiðslu, upp á aðra hæð aftur. Hún var hvorki reið né sorgbitin, vissi raunar um stund hvorki i þennan heim né annan. Ef til vill var bara þungu fargi af henni iétt við að fá svar við óljósum ótta, illum grun sem hafði alltaf níst huga hennar. Þorbjörn var farinn. Hann hafði dregið sig til baka áður en það varð of seint. Hafði hún ekki alltaf búist við þessu? Allir vissu að hún var ekki hvit. Hann hefði getað eignast þeldökk börn. Móðir hans hataði hana. Þurfti hann að hafa nokkrar fleiri ástæður? Það var heimskulegt að vera að koma með ein- hverjar andstyggilegar ábendingar um ótryggð. Þorbjörn var ekki ótrúr. Hann hafði bara blátt áfram farið sína leið. Svoeinfalt var það. Hún settist upp í rúminu, sat þannig hreyfingarlaus og horfði fjarrænu, stjörfu augnaráði út í bláinn. Þannig sat hún þegar Áki og Ellen komu upp til hennar nokkru seinna og þannig sat hún meðan Ellen grét og Áki gerði klaufa- lega tilraun til að segja nokkur huggun- arorð sem voru dæmd til að verða árang- urslaus. Það var Vanja sem að lokum klappaði róandi á hönd móður sinnar og bað þau að taka þetta ekki svona nærri sér. En Ellen og Áki voru áhyggjufyllri en nokkru sinni fyrr þegar þau að lokum gengu til náða. Næsta stöð er Sandefjord? Vanja hrökk við þegar hún heyrði rödd um- sjónarmannsins og fór strax að búa sig undir að fara úr lestinni. Siðustu mínút- urnar, áður en lestin rann inn i stöðina, var hún óróleg og kvíðafull og raunar alls ekki vel frísk. Þreytandi ferð var loksins lokið og Vanja bar töskurnar sínar tvær í áttina að næstu leigubifreið. Stundarkorn var hún alveg að því komin að fara inn í stöðvarbygginguna og panta aftur far til Oslóar. En svo varð henni hugsað til siðustu daganna heima, sem voru alveg óbærilegir, og hélt því ákveðiðaðleigubifreiðinni. i Framh. i ncesta btadi. , Li þá eru þad vorverkin í gardinum verkfærin einnig mikið úrval gróðurhúsa 2SA A WM rnttm 24. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.