Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 29

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 29
SMIÐJAN Blóðugur og bragðgóður turnbauti Fyrst skal frægan telja frábæran turn- bauta, sem ég fékk síðast í Smiðjunni, blóðugan, undurmeyran og bragðgóðan. Hann var borinn fram með sérlega mildri og góðri bearnaise-sósu og annarri sósu enn betri úr kjötsafanum, rjóma, brandíi, sveppum og papriku. Grillsteiktar hamborgarkótilettur voru vel reyktar og góðar, en því miður bornar fram með margvíslegu, soðnu dósagrænmeti og brúnni sveppa-hveiti- sósu. Venjulega grísakjötið var enn betra, raunar óvenjulega gott, hæfilega steikt, en með sama meðlætinu og sömu sósunni. Lambakótilettur voru rauðar, meyrar og góðar, en undir álögum margnefndr- ar sveppa-hveitisósu, sem í þessu tilviki hafði þó verið bætt með rjóma. Sama sósan fylgdi einnig góðum kjúklingi, sem var í þurrara lagi. Frönsku kartöflurnar, sem fylgdu, væru bæði of linar og of dökkar. í fyrrasumar fékk ég nýjan lax í Smiðjunni, matreiddan á hefðbundinn hátt, borinn fram með bráðnu smjöri, soðnum kartöflum, sítrónum og sýrðum gúrkum. Þetta var mjög góður matur. Barnamatur Smiðjunnar hefur reynst vel. Hamborgari var góður, borinn fram með sómasamlegri kokkteilsósu. Enn betri var pizza, þunn, heit og snörp. Ísinn er ágætur í Smiðjunni, svo framar- lega sem hann er ekki borinn fram með dósaávöxtum. Hrásalatið, sem fylgir öllum aðal- réttum Smiðjunnar, hefur yfirleitt verið vel gert, rétt aðeins snarpt undir tönn og best, þegar sitrónusafi hefur verið notaður í stað þúsund eyja sósu. Góð Smiðjuglóð úr freyðivíni Svokallað Smiðjukaffi, blandað kahlua, brandíi og þeyttum rjóma. Margt er notalegt i innréttingunni, svo sem dökkbrúnn viður á veggjum og viðarklæddar súlur. Annað er mislukkað: Gervieldur á verður seint heimsfræg grein á þeim meiði. Betri er Smiðjuglóð úr freyðivini og martini bitter, hressandi fordrykkur. Vínlistinn er fremur ómerkilegur í hvítvínum, en af rauðvínum má fá Chateauneuf-du-Pape, Chianti Classico og Chateau de Saint Laurent. Réttir dagsins eru seldir á nokkurn veginn sama verði og réttir af fastaseðli, svo að gestum er enginn sparnaður í dagsseðlinum. Meðalverð forrétta var 55 krónur, súpa 19 krónur, fiskrétta 65 krónur, kjötrétta 114 krónur og sætu- rétta 23 krónur. Einn réttur með súpu á seðli dagsins kostaði að meðaltali 147 krónur og þríréttaður matur af fastaseðli með víni og kaffi kostaði að meðaltali 187 krónur. Smiðjan slagar því að verði hátt upp í dýru Reykjavíkurstaðina. Matareinkunn Smiðjunnar er sjö, vínlistaeinkunn sex, þjónustueinkunn sjö og umhverfiseinkunn sjö. Ef matar- einkunnin er margfölduð með fimrn, þjónustu- og umhverfiseinkunnir með tveimur, koma út 69 stig af 100 mögulegum. Þaðgerasjöieinkunn. t ■ Jónas Kristjánsson k________________i í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR sívinsælu ísrétti. „17. júní-ísinn'' fáið þið hjá okkur! Lítiö inn í ísbúðina aö La uga læk 6/ og fá iö ykkur kaffi og hressingu, takið félagana meö. Opiö frá kl. 9-23.30 Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni LAUGALÆK 6 SIMI 34555 24. tbl. Vlkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.