Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 14
Eftir Frid IngulstadTeikningar: Inge DrachmannÞýðandi: Sigurður Gunnarsson STÚLKAN FRÁ MADA GASKAR lega. „Ást okkar skal hún aldrei fá að eyðileggja,” sagði hann ákveðinn. „En mér þykir vænt um hvernig þú tekur á þessu vandamáli og hvað þú ert tillits- söm. Mér þykir alltaf vænna og vænna um þig, Vanja.” Þau voru þögul um stund og þrýstu sér hvort að öðru. Þegar þau komu inn ístofuna sagðiEllen: „Já, mér datt strax í hug að það mundi vera þú, Þorbjörn, fyrst Vanja var svona lengi." Og svo hlógu þau öll. Þegar Þorbjörn bjóst til heimferðar seinna um kvöldið fylgdi Vanja honum niður að girðingunni. Hann virtist enn dálítið áhyggjufullur. „Finnst þér ekki furðulegt,” sagði hann, „að til skuli vera menn sem eyði- leggja svona mikið fyrir sjálfum sér. Nú er mamma ein heima og í svona æstu skapi.” „Hún getur sjálfsagt ekki gert að þessu, Þorbjörn. Við verðum að reyna að hjálpa henni." Þorbjörn varð strax glaður og rólegur á ný. Hann þrýsti Vönju ákaft að sér og sagði af mikilli einlægni og hlýju: „Lofaðu mér því, Vanja, að hvað sem yfir dynur tilheyrum við hvort öðru og að ást okkar fái enginn að eyðileggja.” „Já, þvi lofa ég af öllu hjarta, Þor- björn,” hvíslaði Vanja. Næstu daga voru Vanja og Þorbjörn eins oft saman og þau höfðu tækifæri til. Á hverjum degi háði Þorbjörn baráttu milli ástarinnar sem hann bar í brjósti til Vönju og tillitsseminnar til móður sinnar. Hún var þrátt fyrir allt móðir hans og hún var alls ekki hamingjusöm. Nú átti hann aðeins eftir að dvelja fáar vikur heima að þessu sinni svo að hann varð að reyna að vera eins umburðar- lyndur og tillitssamur og hann gat. En eitt var honum alveg ljóst: Vönju skyldi enginn fá að taka frá honum. Hann sagði frá því heima skýrt og skorinort að hann ætlaði ekki og gæti ekki svikið Vönju. Honum þættj vænt um hana og það væri honum meira virði en nokkuð annað. Hann reyndi allt sem hann gat til að fá móður sína til að skilja þetta. Hann reyndi líka oft að benda henni á hve mikil ánægja það yrði fyrir þau öll að búa saman og þá yrði hún ekki eins einmana og hún hefði oft verið. En þetta bar aldrei neinn árangur. Móðir hans vildi ekki sjá neinn annan heima. En fyrir þá sem þrá eru möguleikarnir margfaldir, hugarflugið fjölskrúðugt og sólarhringurinn virðist hafa fleiri stundir en tuttugu og fjórar. Þau hittust oft snemma morguns, á sumarkvöldum þegar rökkva tók — já, á hvaða tíma dags sem vera vildi ef tilefni gafst. Þeim þótti vænna hvoru um annað með hverjum degi sem leið. Haustdaginn sem Þorbjörn fór í her- þjónustuna var Vanja næstum óhuggandi. Í sex vikur yrði hann fjarverandi og kæmi ekki aftur heim fyrr en nýliða- skólanum I Tromsey væri lokið. Þrá hennar var þó aðeins lítilræði I saman- burði við gleði hennar og hamingju yfir því að tilheyra honum, að þau áttu hvort annað og mundu siðar alltaf verða saman. Hún hafði nóg að gera, var raunar alltaf önnum kafin, þvi að hún var ákveðin I að halda áfram með frönskuna. Ætlun hennar var sú að ná svo góðu valdi á þeirri tungu að hún gæti seinnaj fengið atvinnu sem skjala- þýðandi. Vönju þótti ákaflega leitt að henni hafði ekki tekist á þessum vikum að ná vináttu móður Þorbjarnar. Hún hafði reynt allt sem hún gat en án árangurs. Móðir hans sýndi henni ekki beina óvin- áttu en hún leiddi hana algjörlega hjá sér, lét sem hún hreint og beint vissi ekki að hún væri til. Frú Staverud hafði aldrei boðið henni heim en hún hafði heldur aldrei sagt neitt óvinsamlegt eða niðurlægjandi við hana eða um sam- band hennar við Þorbjörn. Hún vildi víst bara ekki vita að Vanja væri til. Oft hugsaði Vanja um hve mikils virði það værí ef hún gæti öðlast vináttu frú Staverud, talað við hana um hann sem þær elskuðu báðar, reynt að láta sér þykja vænt um hana, reynt að skilja hana. En eins og nú var ástatt var stóra húsið handan girðingarinnar lokað. Þaí var barmafullt af unaðslegum minning' um sem hún hafði eignast þar rheð Þor birni. En nú mátti hún ekki koma þang að, aðgangur var bannaður. Henni féll þetta mjög illa þar sem það var heimili Þorbjarnar. En við þessu var ekkert að segja, hún mundi aldrei fá þar neinu um þokað. Bréfin milli Tromseyjar og Gömlu- götu komu reglulega, oft löng og eldheit ástarbréf eins og ungum elskendum er tamt. Fyrstu dagarnir voru lengstir og erfiðastir, urðu að vikum að dómi Vönju. Bréfin urðu líf hennar og hugg- un þennan langa tíma. Þau áttu bæði létt með að skrifa og fundu því fljótt að þrátt fyrir fjarvistir gátu þau lifað fyrst þeim tókst að tjá hug sinn af slíkri ein- lægni í bréfum. Og í huganum voru raunar engar fjarlægðir til. Kvöld eitt kom Vanjaskyndilegaheim úr frönskutíma með töluverðan höfuð- 0HITACHI MYNDSEGULBÖND - VHS KERFI VERÐ KR.: 16.775.- VILBERG & ÞORSTEINN LAUGAVEGI 80 SÍMAR: 10259 & 12622 14 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.