Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 26

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 26
S2£CO fyrir ísíenska vedráttu Baco gróðurhúsin hafa sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður, enda sérstaklega styrkt fyrir erfiða veðráttu. Þau eru afgreidd tilbúin til uppsetningar með tilsniðnu gleri, þéttilistum, þakrennum og opnanlegum gluggum. Eftirtaldar stærðir eru fyrirliggjandi: Modcl G 88, lengd 2,51 m, brcidd 2,46 m, verð kr. 5.180.- Model G 810, lengd 3,13 m, breidd 2,46 m, verð kr. 5.950,- Model G 812, lengd 3,78 m, breidd 2,46 m, verð kr. 6.540.- Model Cam 1012, lengd 3,31 m, breidd 3,80 m, verð kr. 13.950.- Model Cam 1016, lengd 3,31, breidd 5,04, verð kr. 16.950.- Einnig er til gróðurhús sem koma upp að vegg: Model Lt 612, lengd 3,76 m, breidd 1,93 m, verð kr. 5.850.- neitt? Af hverju virðum við ekki bara blómin og fuglana fyrir okkur á leiðinni?” „Þá átt að vera litla stelpan," sagði Lísa. Óvenju litið ímyndunarafl af átta ára stelpu aðvera. „Við skulum leika að við séum njósn- arar og fólkið á bátnum sé að reyna að gripa okkur," sagði ég. Ég vildi fá ein hvern spenning í þetta ef ég átti að leika mér allt friið. Lisa leit á húsbátinn sem ekki var lagður af stað. „Þá hlaupum við!" Hún stökk af stað og ég reyndi að fylgja henni eftir, yfir runna, yfir polla. yfir steina og moldarhrúgur. „Ég lofaði mömmu þinni að þú dyttir ekki i sikið. Lisa!” Hún flissaði og fór hættulega nálægt bakkanum. „Vertu ekki að þessu!" stundi ég másandi. „Ég skal láta mig detta. nema þú komir i mömmuleik við mig." „Ó. nei." Hún settist á rassinn og mjakaði sér að bakkanum. „Og ég skal segja mömmu að þú hafir hrint mér út i." Ég sá þau fyrir mér, sorgmædd eða andúðarfull. já, jafnvel reiðileg. „Hvernig fékkstu þetta af þér?" myndu þau segja. „Vesalings föðurleysingi sem þér var trúaðfyrir.. „Þá komum við smástund í mömmu- leik.” VERMIREITIRNIR VINSÆLU Vermireitir úr áli og gleri, stærð 1,27X0,86 m. í þaki cru 4 hlcrar sein má opna eða renna til hliðar, þannig að loftræsting er góð og auðvelt er að vinna við reitinn, verð kr. 865.- HANDÍD Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugavegi 26 - Sími 29595. KLUKKUSTUND leið. Báturinn náði okkur ekki og ég leit á bakkann eins og fangelsi. Árbakkinn á annan veg og girðingin á hinn. Lísa var vörðurinn. Við kæmumst ekki um borð og ég sæti uppi með þennan leiðindapúka alla ævi. Svo kom ég auga á vatnslásinn og mér létti mjög þegar mér skildist að þama yrði húsbáturinn að nema staðar. „Biddu, Lisa. Hérna er vatnslásinn." kallaði ég og vonaði að hún spyrði mig ekki hvað vatnslás væri. Auðvitað þurfti hún að gera það. „Hlið sem bátur þarf að. fara gegnum,” sagði ég. „Við verðum að hugsa um vatnshliðin." Ég settist og hugsaði um hvort ég vissi hvernig ætti aðopna lásinn. „Ég get gengið yfir þennan bjálka," sagði Lísa. Égsvaraði engu. „Ég get það vel. Það er handrið meðfram honum. Á ég að reyna?" Mig langaði mikið til að hvetja liana til þess. Mig langaði mest til að stökkva um borð um leiðog ég sæi bátinn og fela mig í kojunni allt fríið. „Ég geri það bara," sagði Lísa. Um leið heyrði ég i bátsvél og kom auga á Margaret sem sat á sóldekkinu með barðabreiðan hatt eins og hún væri drottningarmóðirin að virða fyrir sér -hafnarmannvirkin. „Hæ. mamma!” öskraði Lisa. Litla leiðinda- skjóðan „Ástin mín!" veinaði Margaret. „Hvernig komstu þangað? Ég hélt að Jill passaði þig!” Það munaði minnstu að ég öskraði: „Ég er ekki á kaupi við að passa hana!" Svo minnti ég sjálfa mig á að Margaret væri ekkja og hefði auðvitað áhyggjur af velferð einkabarnsins. Báturinn kom inn I vatnslásinn og ég lokaði á eftir honum en Sue og Barney opnuðu flóðgáttina i hinum lásnum. Báturinn sökk um leið og vatnið seig og mér skildist að nú væri síðasta tækifærið til að komast um borð og sleppa. Ég leit á þilfarið og stökk í örvæntingu minni. „Jill,” stundi Margaret skelfingu lostin. „það munaði minnstu að Lísa elti þig! Þú verður aðgæta þín betur!" Ég sat á þilfarinu og vissi ekki hvort ég gæti nokkru sinni gengið aftur og vissi að öllum var illa við mig af þvi að ég var vond við föðurlaust barn og reyndi allt til að fá það til að fótbrjóta sig eða eitthvað álika. Ég var gráti næst. ÉG skreið niður að káetunni. „Ætlarðu ekki að hita te?” hrópaði Margaret. „Nei! Ég held nú síður!" Mike lyfti brúnum þegar hann heyrði þetta. Hann heyrði vist þegar ég hvæsti á Margaret. Þetta var siðasta hálm- stráið. Ég ruddist fram hjá honum og henti mér upp í kojuna. Það var litil huggun að vita að vonandi væri Lísa strönduð einhvers staðar og kæmist þaðan aldrei. Ég lét ekki sjá mig fyrr en við lágum við akkeri við litið þorp og Sue var að elda kjötglás. „Átt þú að elda matinn aftur?" spurði ég. „Er alltaf röðin komin að þér?" Margaret sat inni i borðsal og lét sem hún heyrði ekki i mér. Mike kallaði á móti: „Við Barney eldum á morgun svo að þið fáið fri." 26 Vikan 24- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.