Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 51

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 51
Stjörnuhröp Kæri draumráðandi! Mig langar að rita hér einn draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég standa hér í portinu fyrir utan, einnig einhver maður sem ég þekki ekki og vinkona mín (þetta var um kvöld). Þá sá ég mjög skœra stjörnu. Ég fór að horfa á hana og þá sá ég stjörnuhrap rétt við hliðina á henni. Auðvitað óskaði ég mér þá. Svo fannst mér endilega að hin mættu líka óska sér og ég hvíslaði að manninum og spurði hann hvort öskin rættist ekki ef maður segði öðrum frá stjörnuhrapi. Hann sagði að það væri allt í lagi og ég sagði þeim að líta upp í loftið og þau gerðu það. Þá byrja aftur stjörnuhröp allt í kringum skæru stjörnuna og þau urðu alls átta. Þá varð smáhlé og svo byrjuðu þau aftur og þá tóf. Þá hœttu þau. Eftir smástund fór steinum að rigna yfir okkur eftir stjörnuhröpin °g við þurftum að flýja inn. Með fyrirfram þökk og von nm að þetta birtist. Ein berdreymin Mjög andstæðar merkingar eru > þessum draumi. Skæra stjarn- an er þér tvímælalaust fyrir gæfu og gengi en því miður virðist þig vera að dreyma fyrir tveimur stórslysum þar sem stjörnuhröpin eru. Ekki verður af draumnum ráðið hvort þau varða þig persónulega því mjög a*gengt er að fólk dreymi fyrir ttteiri háttar viðburðunu. þótt þeir tengist því ekki persónu- lega. Þú undirritar bréf þitt líka berdreymin og ef þú hefur reynslu af berdreymi áður þá er líklegt að þig dreymi fyrir meiri háttar atburðum eins og hægt er að lesa úr þessum draumi. Draumurinn virðist benda til að í báðum tilfell- um verði gerðar misheppnað- ar tilraunir til að afstýra voðanum en takist ekki. Þú skalt ekki hafa miklar áhyggjur af draumnum því ekki er víst að hann sé marktækur, ekki þarf annað en að þú hafir einhvern tíma hrifist af stjörnuhrapi til að það geti blandast í drauma þína. Á hinn bóginn er ekkert í draumnum sem bendir til að þú getir breytt neinu um gang mála ef draumurinn er fyrir slysförum, þó þú skulir að sjálf- sögðu hlýða skynseminni og vara við hættum ef þér finnst þú vita af einhverjum sem eru að leggja út í eitthvert hættuspil. Það verðum við alltaf að hafa hugfast. Strætó stelur rúmteppi Ágæti draumráðandi! Það er víst viðurkennd staðreynd að ýmislegt ómögu- legt getur gerst í draumi og virðast á stundum lítil takmörk fyrir vitleysunni. En tveir draumar valda mér miklum heilabrotum, þrátt fyrir að því er virðist lítt marktæka atburðarás og langar mig að biðja þig að leggja höfuðið í bleyti til þess að fmna út hvað þeir boða. Sá fyrri var á þá leið að mér fannst rúmteppið á hjóna- rúminu mínu eitthvað rykugt og því alveg tilvalið að fara með það út til viðrunar, enda veður ágætt. Einhverra hluta vegna stillti ég mér upp á miðri götunni við þessa iðju og á sömu stundu á strætisvagn leið þar um. Það er ekki að sökum Draumar að spyrja, um leið og vagninn rennur framhjá mér krækist teppið í eitthvað aftan á vagninum. Ég horfi í angist á teppið fjarlægjast, kyrflega fest aftan á strætó og flnnst súrt að gefast upp, einkum vegna þess að þetta er forláta handheklað teppi, sem ég gerði sjálf á fyrstu búskaparárunum. Því hendist ég á eftir vagninum veifandi og hljóðandi. En allt kemur fyrir ekki, teppið mitt góða fjarlægist óðfluga og hverfur að lokum. Síðan fer meginhluti draumsins í það að reyna að hafa uppi á teppinu og að lokum fæ ég þær upplýsingar að það sé niður- komið hjá gömlum manni, sem ætli að selja það til þess að drýgja ellilaunin sín. Það vil ég alls ekki sætta mig við og fer því á stúfana og kom að þeim gamla, þar sem hann er kampa- kátur að undirbúa söluna. (Maður þessi heitir . . . og vann við smíðar í húsinu mínu). Þar sem hann er alls ekkert á flæðiskeri peningalega verð ég óskaplega reið, rífst hástöfum og heimta teppið afhent samstundis. Draumnum lauk með því að ég er að togast á um teppið við karlinn og hef - sýnilega yfirhöndina og held jafnframt yflr honum tölu mikla um ágæti ráðvendninnar í líflnu. Síðari draumurinn var á þá leið að mérfannst vinnufélagi minn og nafna lána mér hjól, sem hún sagði að móðir sín hefði átt á sínum sokkabands- árum. Hjólið var óskaplega gott og meðfærilegt og komst ég allra ferða á því. Það var bæði lítið og létt og í lok draumsins var ég að segja henni hvernig ég hafði auðveld- lega komist upp gangstéttar- brúnir, sem voru allt upp í hálfan metra á hæð. Vonandiflnnur draumráðandi eitthvað út úr draumunum og ég þykist þess fullviss að varla séu þeir berdreymi, alténd ekki sá fyrri. Kær kveðja. Andrésína. Fyrri draumurinn segir draum- ráðanda að þú sért að hrista af þér erfiðleika sem virðast hafa fylgt fyrstu búskaparárum þínum, og eru í fleiru en einu fólgnir. Þar hafa bæði veikindi, ósamkomulag við einhverja fjöl- skyldumeðlimi og efnahagslegar áhyggjur, jafnvel tjón, spilað inn í. Leiðin sem þú notar til að létta þér þessar byrðar er jafn- framt leið sem gæti orðið þér til upphefðar, ef þú gætir vel að því sem þú gerir. Þú skalt íhuga vel öll tilboð sem þú færð og rasa ekki um ráð fram. Sumt af þvi fólki sem þú hefur samskipti við er þannig að þér er réttast að vera á verði gagnvart því. Seinni draumurinn er að mestu samhljóma hinum fyrri, en þó má segja að hann sé þér mun eindregnar í hag. Þar er hrein- lega sagt fullum fetum að þér muni takast að yfirvinna þá erfiðleika sem á vegi þínum verða, og sumir þeirra eru ekkert smáræði. Þú munt þurfa að hafa nokkuð fyrir því, en þegar fram í sækir verður þér lífið mjög létt og reyndar svo létt að þú þarft að huga vel að því að láta ástarmálin ekki um of reka á reiðanum. Eitt teiknið í draumnum segir nefnilega beinlínis að ljós- hærðum stúlkum muni ráðleg- ast að tortryggja dökkhærða menn, en ekki er víst að það eigi 24- tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.