Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 15

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 15
Framhaldssaga verk og áberandi köldu. Morguninn eftir var hún með háan hita og í hálfgerðu móki. Svo virtist sem hún hefði fengið vonda inflúensu þar sem hana verkjaði i skrokkinn og hitinn var hár. Hún varð þvi að liggja i rúminu í nokkra daga og var alltaf svo miður sín að hún treysti sér ekki einu sinni til að skrifa bréf. En þegar hún hafði fengið tvö bréf frá Þor- birni án þess að hafa skrifað honum varð hún svo hrædd um að hann yrði óró- legur hennar vegna að hún pindi sig til að skrifa honum fáein orð. Ellen bauðst til að fara með bréfið i póstinn siðdegis. Nú vildi þannig til að þennan dag var versta veður, hellirign- ing og hvassviðri. Þegar aðstaða hennar leyfði fór hún svo í regnkápu sína og vaðstigvél, stakk bréfinu í vasann og lagði af stað. En veðrið var ennþá verra en hún hafði búist við. Hún var ekki komin nema stutt áleiðis þegar hún var orðin holdvot. Hún nam staðar um stund, bretti kragann upp yfir eyrun og bjóst síðan til að halda upp Gömlugötu. Sá hún þá allt í einu, sér til mikillar undrunar, að frú Staverud var einnig úti í þessu illviðri og á leið upp eftir. Ellen hafði hugsað sér að flýta för sinni eftir mætti en sá nú að það væri ókurteisi af hennar hálfu að strunsa fram hjá frú Staverud. Auk þess vildi hún gjarna sýna henni fulla vinsemd. „Góðan dag, frú Staverud,” sagði hún. „Þér eruð þá líka úti í þessu hræði- lega veðri?” Frú Staverud svaraði kuldalega en hratt henni þó ekki aiveg frá sér eins og Ellen hafði búist við. Þær héldu áfram og spjölluðu saman þó að Ellen hefði raunar oftast orðið. En þegar þær höfðu gengið saman um stund og frú Staverud heyrði að Ellen væri aðeins að fara með bréf á pósthúsið bauðst hún til að fara þangað með það fyrir hana þar sem hún ætti einmitt leið þar um, þá losnaði hún líka við að vera lengur úti í þessu vonda veðri. Ellen þakkaði boðið og þáði það. Henni þótti vænt um að geta flýtt sér heim til Vönju. Læknirinn hafði gert ráð fyrir að koma fljótlega og þá vildi hún gjarna vera viðstödd. Rétt í því er hún kom að garðshliðinu stansaði bíll fyrir utan og Berntsen lækn- ir steig út, rólegur og öruggur að vanda. Það gladdi Ellen mjög að sjá hann. Hún hafði verið mjög óróleg vegna Vönju þessa daga þar sem sótthitinn rénaði ekki. Hún var strax öruggari þegar hún sá gamla, góða heimilislækninn þeirra. En Berntsen læknir var áhyggjufullur þegar hann hafði skoðað Vönju. Hann sagði að hún væri með vonda lungna- bólgu og kvaðst ætla að reyna að koma henni inn á sjúkrahús eins fljótt og hann gæti. í marga daga var Vanja svo veik að hún var alltaf með hálfgerðu óráði. Það var fyrst á annarri viku sjúkrahússvist- arinnar að batinn fór að gera vart við sig en þó aðeins mjög hægt. Ellen heimsótti hana á hverjum degi og sat lengi hjá henni. Fyrstu dagana spurði hún aldrei eftir bréfi frá Þorbirni þar^em hún var svo veik. En þegar henni nafði batnað svo mikið að þær mæðgur gátu farið að tala saman að nýju lét Vanja i Ijós þá skoðun að henni þætti bara vænt um meðan Þorbjörn fengi ekki að vita að hún væri veik. En þegar Vanja hafði veriðrúma viku á sjúkrahúsinu spurði hún mömmu sína alltaf, í hvert sinn er hún kom, hvort ekki hefði borist bréf frá Þorbirni. Þvi miður varð Ellen alltaf að svara því neit andi og henni duldist ekki að vonbrigði Vönju voru mikil og vaxandi með hverjum degi sem leið. Að lokum fór svo að Ellen kveið mjög fyrir að þurfa alltaf að segja henni að enn hefði ekkert bréf borist frá Tromsey. Hún reyndi að hugga Vönju með ýmsu móti — brél' gátu misfarist, það kæmi oft fyrir, ef til vill hefði hann veikst eins og hún og þvi ekki getað skrifað og ef til vill hefðu þeir flutt á einhvern annan stað. Já, það var margt sem gat valdið þessari töf. Vanja vissi vel að Þorbjörn hefði skrifað ef hann hefði getað en hún þráði svo heitt að fá nokkur orð frá honum. Henni fannst hver dagur óendanlega lengi að líða og heitasta von hennar var sú að móðir hennar kæmi með bréfið sem hún þráði í næsta heimsóknartíma. Þegar rúmar tvær vikur voru liðnar fékk Vanja að fara heim af sjúkrahúsinu en varð þó að liggja enn heinta nokkra daga. Ennþá hafði ekkert bréf borist frá Þorbirni. Á hverjum morgni, þegar póst urinn kom, fór hún fram úr rúminu og hljóp að glugganum til að fylgjast með viðbrögðum móður sinnar. Vanja vissi að hún yrði lika ákaflega glöð ef hún tæki við bréfi frá Þorbirni. En hver dagur leið af öðrum án þess að nokkurt bréf kæmi og vonbrigðin urðu sifellt meiri og meiri. Vanja hafði fyrir nokkru byrjað á bréli lil hans. Itafði skrifað fáeinar linur á hverjum degi. En hún var óánægð með þetta bréf og var að hugsa um að hætta við að senda það. Að lokum fór þó svo að hún ákvað að senda það, taldi það betra en ekki. Það var komið fram undir kvöld. Faðir hennar var þó víst ekki kontinn heim ennþá, því að allt var svo hljótl niðri. Umslög hennar voru þrotin og þar sem hún hafði ákveðið að senda þetta bréf hafði hún ekki þolinmæði til að biða lengur. Hún fékk allt í einu ákafa löngun til að koma bréfinu i póstinn, þá hlaut hún að fá fljótt skýringu á þvi 24. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.