Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 63

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 63
Pósturinn Kvörtun og aldursmunur Hæ, Póstur. Mig langar til að segja að Vikan er frábært blað að öllu leyti, nema það er eitt sem mætti lagfæra: Af hverju eru plakötin mjög oft sett á svo asnalega staði, það er að segja helmingurinn af sögunum hans Willys fylgir með plakatinu ef maður setur það á vegginn? Af Fer hann illa með mig 1 Kæri Póstur. Viltu hjálpa mér í dálítið erfiðu máli. Svoleiðis er að ég er með strák, sem ég er ofsalega hrifn af hálfvegis á föstu. Við erum saman á böllum þegar við hittumst en stundum ekkifyrr en ballið er hálfnað. Hann segist vera hrifnn af mér en vinkona mín segir að hann fari æðislega illa með mig. Hann dansar stundum við aðrar stelpur á böllum, áður en við erum saman, og svo lœtur hann stundum eins og ég sé ekki til og er bara að skemmta sér með öðrum. Vinkona mín segir að allir tali um hvað hann fari illa með mig og að ég ætti að hætta við hann. Ég get ekki lifað án hans og hann hefur sagt mér að hann láti bara svona af því hann sé feiminn og þegar hann er í því. Mér leiðist þegar hann er mjög fullur, því þá er hann með stæla, en ég þori ekki að tala um það við hann. Ég hef ekki hleypt honum upp á mig því ég vil ekki gera það strax. Heldurðu að það sé þess vegna sem hann er svona? Ég hef ekki séð hann með öðrum stelpum og held að hann haf ekki verið með þeim síðan við byrjuðum. Vinkona mín veit heldur ekkert fyrir víst. Elsku Póstur, segðu mér hvað ég á að gera. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul. £//J flð deyja úr ásL Það er mjög erfitt að ráða af bréfi þínu hvernig í málunum liggur í raun og veru. Það veist þú í rauninni sjálf langbest. Spurðu sjálfa þig hreinskilnislega hvort þér finnist hann „fara illa með þig”. Ef þér finnst það ekki skaltu láta orð vinkonu þínnar lönd og leið. Það getur vel verið að hann sé feiminn og feimni hjá strákum lýsir sér einmitt i ýmsu af því sem þú segir af honum. Þeir eiga miklu erfiðara með að ræða málin við félaga sína og það að hann skuli hafa sagt þér að hann sé feiminn bendir til að hann treysti þér vel. Það er fátt í þréfinu sem bendir til að hann hafi áhuga á öðrum en þér og i guðanna bænum hafðu ekki áhyggjur af því þótt þú hafir ekki „hleypt honum upp á þig”. Þið virðist bæði ung og það er bæði kjánalegt og óþarft af unglingum að þyrja kynlíf áður en þeir eru viðbúnir því. Langlíklegast er að hann sé alls ekki til- búinn heldur. Pósturinn skilur vel að þér leiðist þegar hann er mjög fullur, fæstir verða skemmtilegir af mikilli víndrykkju og því miður er þeim sem byrja að drekka ungir hættara við að misnota áfengi seinna meir. Þú hefur margt að athuga í þessu sambandi og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hverflyndi þínu ef þú ert búin að fá áhuga á öðrum strák þegar þú lest þetta svar sem hefur verið svolítið lengi á leiðinni. Þú ert varla meira en svona 13-14 ára gömul og líklegast er strákurinn á sama aldri, eða það sýnist Póstinum á bréfinu. Fólk breytist ört á þessum aldri og áhugamálin með. En ef þú ert mjög skotin i stráknum ættir þú að segja honum hrein-' skilnislega að sumum (þú þarft ekki að nefna nöfn) finnist hann vera leiðinlegur við þig. Þú hefur ekki miklu að tapa ef eitthvað er varið í strákinn. hverju er ekki hægt að láta eitthvað annað bak við plakatið til dæmis hvað eigi að vera í næstu Viku? Oft langar mann að lesa sögurnar hans Willys aftur en ég efast um að margir lesi „í næstu Viku” eftir mánuð. Fyrst ég er á annað borð að skrifa er þá ekki best að spyrja um dálítið? Sko, ég er hrifn af strák sem er þremur árum eldri en ég. Finnst þér það of mikill aldursmunur til að við séum saman? Landi P.S. Svo að þú vitir eitthvað meira um spurninguna þá er ég 15 ára og hann 18 ára. Satt segirðu, þarna er úr eiiítið vöndu að ráða. Plakötin eru alltaf höfð i miðju blaðsins til þess að þægilegra sé að kippa þeim út. Það er auðvitað dálítið misjafnt hvað fólki finnst að megi fara með plakötunum og hvað ekki. Af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að hafa „í næstu Viku” aftan á plakötunum en hins vegar verður þessi ábending tekin til athugunar og reynt að kippa þessu í lag með einhverju öðru móti. Það er mjög erfitt að segja til um hvort aldursmunur skiptir máli eður ei. Þar kemur svo margt til greina. Aldursmunur er oftast einna tilfinnanlegastur á unglingsárum, þegar fólk breytist og þroskast svo ört. Þannig getur verið mjög mikill þroskamunur á 15 og 18 ára en enginn munur á 25 og 28 ára hvað þetta varðar. Þetta fer að sjálfsögðu fyrst og fremst eftir því hvað ykkur finnst sjálfum. Ef ykkur finnst aldursmunurinn ekki skipta máli þá gerir hann þaðekki. Skop Satt að segja vildi ég að mamma hefði fengið foreidraréttinn, pabbi! 24. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.