Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 4

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 4
umargc UTANLANDSFERÐ FYRIRTVO: Verðmætasti vinningurinn er tvímælalaust utanlandsferð fyrir tvo. Verðmæti hans er 12 þúsund krónur. Sá heppni getur valið um þrjá staði: Marbella, Mallorka eða Lignano. En hvert sem hann kýs að fara fer hann með ferðaskrifstofunni Útsýn sem er trygging fyrir því að hann fær það besta sem í boði er á hverjum stað. Mallorka er sá staðurinn af þessum þrem sem flestir íslendingar þekkja. Mallorka hefur í áratugi verið vinsæll sólarstaður landans — og ekki aðeins hans því árlega sækja þrjár milljónir ferðamanna til Mallorka. Og þrjár milljónir manna geta ekki verið að ana tóma vitleysu árlega. Mallorka er ein þriggja spánskra eyja í Miðjarðarhafi sem ganga undir samheitinu Baleareyjar — eða Kastaraeyjar á íslensku. Nafnið er til komið af því að íbúar eyjanna til forna voru snillingar í að nota slöngvu sem vopn — og veitti ekki af því eyjarnar voru þá strax orðnar vinsælar — sem viðkomustaður sjóræningja! Þótt eyjan sé ekki stór er hún mjög fjölbreytt og flestir geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Landslag er mjög breytilegt og einkar fallegt. Þessi litla eyja hefur ótrúlega mikið fjalllendi og akurlendi er þar líka mikið. Sá sem ferðast um hana, til dæmis á bílaleigubil, á eftir að kynnast mikilli náttúrufegurð, auk þess sem hann rekst jafnt og þétt á nýjar og nýjar baðstrendur. Þarna er að finna ýmsar fornminjar og margvislegar. Skemmtanalíf er með miklum blóma og mann- lífið margvíslegt. Þeir sem vilja góðan mat og góð vín eiga auðvelt með að finna það sem þeir leita að. Og þeir sem vilja versla eiga völ á margvís- legum búðum, eða þeir geta skipt við götusala og markaðs- sala þar sem engin kaup eru gerð nema rækilega hafi verið prúttað áður. Það þarf því engum að leiðast á Mallorka. Þeir sem vilja sýsla við eitthvað hafa nógu úr að velja. Þeir sem vilja njóta hvildar og afslöpp- unar geta tæpast valið betri stað. Og Útsýn sér um að gististaðurinn verður eins og best verður á kosið. Þess vegna er um að gera að vera með og taka þátt í Sumar- getraun 1981. Leikurinn er skemmtilegur og lika til nokkurs að vinna. Sólarlandaferð fyrir tvo Reiðhjól Bakpokar Kassettutæki Ferðaviðtæki Ferðarakvélar 4 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.