Vikan


Vikan - 11.06.1981, Page 4

Vikan - 11.06.1981, Page 4
umargc UTANLANDSFERÐ FYRIRTVO: Verðmætasti vinningurinn er tvímælalaust utanlandsferð fyrir tvo. Verðmæti hans er 12 þúsund krónur. Sá heppni getur valið um þrjá staði: Marbella, Mallorka eða Lignano. En hvert sem hann kýs að fara fer hann með ferðaskrifstofunni Útsýn sem er trygging fyrir því að hann fær það besta sem í boði er á hverjum stað. Mallorka er sá staðurinn af þessum þrem sem flestir íslendingar þekkja. Mallorka hefur í áratugi verið vinsæll sólarstaður landans — og ekki aðeins hans því árlega sækja þrjár milljónir ferðamanna til Mallorka. Og þrjár milljónir manna geta ekki verið að ana tóma vitleysu árlega. Mallorka er ein þriggja spánskra eyja í Miðjarðarhafi sem ganga undir samheitinu Baleareyjar — eða Kastaraeyjar á íslensku. Nafnið er til komið af því að íbúar eyjanna til forna voru snillingar í að nota slöngvu sem vopn — og veitti ekki af því eyjarnar voru þá strax orðnar vinsælar — sem viðkomustaður sjóræningja! Þótt eyjan sé ekki stór er hún mjög fjölbreytt og flestir geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Landslag er mjög breytilegt og einkar fallegt. Þessi litla eyja hefur ótrúlega mikið fjalllendi og akurlendi er þar líka mikið. Sá sem ferðast um hana, til dæmis á bílaleigubil, á eftir að kynnast mikilli náttúrufegurð, auk þess sem hann rekst jafnt og þétt á nýjar og nýjar baðstrendur. Þarna er að finna ýmsar fornminjar og margvislegar. Skemmtanalíf er með miklum blóma og mann- lífið margvíslegt. Þeir sem vilja góðan mat og góð vín eiga auðvelt með að finna það sem þeir leita að. Og þeir sem vilja versla eiga völ á margvís- legum búðum, eða þeir geta skipt við götusala og markaðs- sala þar sem engin kaup eru gerð nema rækilega hafi verið prúttað áður. Það þarf því engum að leiðast á Mallorka. Þeir sem vilja sýsla við eitthvað hafa nógu úr að velja. Þeir sem vilja njóta hvildar og afslöpp- unar geta tæpast valið betri stað. Og Útsýn sér um að gististaðurinn verður eins og best verður á kosið. Þess vegna er um að gera að vera með og taka þátt í Sumar- getraun 1981. Leikurinn er skemmtilegur og lika til nokkurs að vinna. Sólarlandaferð fyrir tvo Reiðhjól Bakpokar Kassettutæki Ferðaviðtæki Ferðarakvélar 4 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.