Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 62

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 62
Vill komast í tískusýningar- samtök Kæri Póstur. Ég vona ad þú getir svarad þessum spurningum. 1. Þannig er mál með vexti að mig langar alveg ferlega til að fara íeinhver samtök, tildæmis Karonsamtökin, en ég er 15 ára. Er það ekki of ungt? 2. Þarf maður ekki að vera ferlega fallegur og með réttan vöxt? 3. Kostar eitthvað að fara í þessi samtök? 4. Gætir þú gefið mér upp hvert ég ætti að snúa mér ef ég vildi fara I svona samtök? 5. Eru sett einhver sérstök skilyrði til þess að komast I samtökin? 6. Hvað er aðallega gert? 7. Það versta er að ég er alveg ferlega feimin. Verður maður ekki að vera alveg ófeiminn? 8. Svo er smávegis í viðbót. EJ'ri hlutinn á mér er ágætur en lappirnar, guð, ég er með svo mjó og asnaleg lœri og dálítið hjólbeinótt. Er mögulegt að laga það? Er mögulegt að fta lærin dálítið? Jœja, jæja, þá eru það ekki feiri spurningar. Ein með Ijótar lappir P.S. Er hægt að gera eitthvað til þess að hárið sýnist þykkara? Tískusýningarfólk er og þarf að vera á öllum aldri þar sem fólk á öllum aldri klæðist nú orðið tískufatnaði. En meirihlutinn er á aldrinum sextán ára til þritugs. „Ferlega fallegur” er nú nokkuð afstætt hugtak eins og sagt er, og ekki eru allir á einu máli um hver er fallegur og hver ekki. En línurnar þurfa að vera í lagi, líkaminn grannur og spengilegur og lýti ekki áberandi. Samtök sýningarfólks eru þrenn hér á landi, Karonsamtökin, s. 38126, Módel 79, s. 14485, og Módelsamtökin, s. 36141. Til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um starfið og hver samtök fyrir sig er best að hafa beint samband við viðkomandi samtök. Fólk þarf að sjálfsögðu að vera ófeimið við að koma fram fyrir fjölda fólks í hvaða fötum sem er. Ekki þýðir að ganga með höfuðið ofan í bringu eða með hauspoka á tískusýningu eins og gefur að skilja. En samtökin halda námskeið fyrir meðlimi sína og kenna undirstöðuatriðin og ætti það að geta veitt visst sjálfstraust. Ef til vill hefðir þú gott af að fitna dálítið, því fitan sest oftast fyrst á rassinn og lærin, en það er ekkert hægt að gera við hjól- beinóttum fótleggjum. Til þess að hárið sýnist þykkara er til dæmis hægt að setja í það permanent. Liðað hár virðist ávallt þykkara en slétt. Pennavinur á Flórída Kæri Póstur eða pennavina- dálkur. Ég œtlaði að forvitnast um hvort þið vissuð hvert maður œtti að skrifa ef mann langaði að eignast pennavin á Flórída í Bandaríkjunum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Flórída-aðdáandi Ég er 15 ára stelpa. Þú getur reynt að skrifa World Pen-Pals, 1690 Come Ave., St. Paul, Mn 55108, USA. Skrifaðu á ensku og biddu sérstaklega um pennavin á Flórída. Auk þess var 6135- 6010 svo elskuleg að senda utan- áskrift annars klúbbs í Bandaríkjunum sem einnig má skrifa til: DEAR PEN-PAL, P.O.Box 4054, Santa Barbara, California 93103, USA. [W SUMARGETRAUN VIKW VIKUNNAR 1981 LAUSN Á 5. HLUTA ORÐTAKIÐ ER: Fylliö út þetta form. Skrifiö það orðtak sem þiö teljið aö myndin á blaösiðu 5 eigi að túlka hér fyrir ofan, nafn, heimilisfang og simanúmer fyrir neöan. GEYMIÐ ALLA GETRAUNASEÐLANA þar til gotrauninni lýkur. Sendið þá síðan alla saman í lokuðu umslagi. Utanáskriftin er. VIKAN, Sumargetraun 1981, pósthóH 533,121 Reykjavik. Skilafrestur er til 17. júlí 1981. SENDANDI: H EIMI LISFANG: SÍMI: Athugasemd Að gefnu tilefni skal þeim sem skrifa og biðja um pennavini bent á að sýna þolinmæði. Mikið berst af óskum þessa efnis og því getur orðið nokkur bið á að nafnið birtist. En seint koma sumir og koma þó. Látið þetta ekki á ykkur fá og verið dugleg að skrifa. Heimilisföng Kæri Póstur. Okkur langar að biðja þig um að hjálpa okkur að fá heimilisföng hjá Leif Garrett, hjá hljómsveitinni sem vann í Eurovisionsöngvakeppninni, hjá Johnny Logan, hjá REO Speedwagon og hjá Andy Gibb. Með von um að þú getir hjálpað okkur. Tvær sem eru hjálparþurfi Þið biðjið ekki um lítið. Því miður tókst Póstinum ekki að grafa upp utanáskrift nema til Leif Garrett og Andy Gibb. Leif Garrett Fan Club, L.G. Drawer L. Hollywood, California 90028, USA. og Andy Gibb, c/o P.O.Box 605, Bear, Delaware 19701, USA. Varðandi hina er best að athuga umslag utan af plötu með viðkomandi, finna þar heimilis- fang útgáfunnar og skrifa síðan til dæmis: REO Speedwagon, c/o XXXXXX o.s. frv. (þ.e. heimilisfang útgáfunnar). Einnig frétti Pósturinn af mikilli aðdáendaklúbbasamsteypu í Noregi sem hefur innan sinna vébanda aðdáendaklúbba fyrir næstum því hvern sem stigið hefur á fjalir og framið popptónlist. Utanáskriftin er: Fan Club Service Norway, Boks 140, 4401 Flekkefjord, Norge. Skrifið á „skandinavísku” eða ensku og munið að senda alþjóð- leg svarmerki fyrir að minnsta kosti 4 kr. með í bréfinu. Þau merki fást á pósthúsum og eru notuð til að greiða sendingar- kostnað á svarbréfinu. Þetta gildir hvort sem skrifað er til aðdáendaklúbba eða útgáfu- fyrirtækja. Salan gengur llla. Segðu dyravörðun- um að henda fólki inn. 62 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.