Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 35

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 35
Vikan kynnir Texti: Bor nna Ljósm.: Ragnar Th ...BERER HVER ... nema sér RINGU ■ ■ ■ i eigi ■ ■ ■ f ■ •r Iraö er stundum haft á orði aö kvenpeningurinn sé auðteymdur þegar tískan er annars vegar og tískukóngar geti fengið konur til þess að klæðast næstum hverju sem er. En enginn þeirra hefur náð svo langt að klæða allar konur keimlíku hálstaui svo öldum skiptir. Þar standa karlmennirnir feti framar og á stundum virðist bindið samvaxið karlmanninum sem það ber. Þetta er ekkert nýtt fvrirbrigði því strax á tímum sólkonungsins Loövíks 14. voru menn farnir að kalla plaggið eravat. Nafnið var dregið af hálstaui sem króatísk- ir hermenn báru. Króatía var annars lengi hluti af austurríska keisaradæminu en tilheyrir nú Júgóslavíu og þess má geta að Tító var einmitt Króati. Þegar karlmannaföt einfölduðust að mun á nítjándu og tuttugustu öld breyttist bindið nokkuö og komst í núverandi form. Fjöldaframleiðslan hafði einnig sitt að segja og bindishnúturinn fór að verða höfuðatriðið. Nú er svo komið að bindiö hlýtur að teljast eitt aðaltákn karlmennsku og enginn fer bindislaus inn á fínni veitingastaði hérlendis. Dyraverðir slíkra staða eru vel þjálfaðir í að finna þá bindislausu úr stórum hópi gesta og er þeim umsvifalaust vísað út í ystu myrkur. Slæmar tungur tæpa á ýmsum sögum um hrak- farir manna við slík tækifæri og seint gleymist víst gesturinn sem gekk á árunum inn í Glaumbæ með ágætis bindi. Þegar komið var inn í það allra helg- asta sneri hann sér við og át bindið fvrir augum skelfingu lostinna dyravarða. Lakkrísrúllur geta víst verið til ýmissa hluta brúklegar! En hvað um það, við kynnum ykkur málshátt nútímamannsins, . . . bef er hver á bringu nema sér bindi eigi, og sendum öllum dyravörðum nær og fjær okkar bestu kveðjur. Herramennirnir á næstu opnu sýna okkur sín óskabindi og er ekki að efa að þeim verður tekið tveim höndum á skemmtistöðunum, enda eru þeir allir með bindi af bestu tegund frá Sævari Karli á Laugaveginum og Flónni við Vesöirgötuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.