Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 27

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 27
Smásagan Margaret sagði að þau Mike ætluðu til þorpsins eftir matinn. „Ég fer ekki með ykkur,” sagði Lísa og mér skildist að nú væri hætta á ferðum. „Ég ætla að ganga meðfram síkinu,” sagði ég, „og ég ætla að vera ein?" „Nú!" skrikti Margaret, „er vond lykt af okkur?” En ég fékk að fara og mér til undrunar gerði Lísa sig ekki líklega til að elta mig. Ég gekk til baka sömu leiðina og við höfðum siglt, naut kvöldloftsins og horfði á fiskalífið i síkinu. Ég var ólíkt , elskulegri þegar ég kom til baka. „Hefurðu séð Lísu?” hrópuðu þau þegar ég kom aftur um borð. „Ég veit að hún elti þig," sagði Margaret ásakandi og nú brosti hún ekki fleðulega lengur. „Auðvitað ekki. Hún vissi að ég vildi fá að vera í friði," sagði ég sakleysis- lega því að ég vissi vel að það hefði verið Lísu líkt að elta mig — sérlega eftir að hún vissi að ég vildi fá frið. „Við verðum að leita að henni," sagði Mike. „Þú kemur með mér, Jill.” Ég var dauðþreytt og mig langaði síst af öllu að leita að litlu leiðindaskjóð- unni. Ég vonaði satt að segja að hún hefði dottið í síkið. Við fórum i gagn- stæða átt við þá sem ég hafði gengið í og skömmu seinna sáum við barnið á heimleið. MIKE tók fyrirvaralaust utan um mig og henti mér bak við hvitþyrnisrunna. „Uss, hún sá okkur ekki!" Ég mátti ekki mæla. Ég horfði bara á Lísu ganga fram hjá og slá reiðilega í blómin með priki. Hún var öskureið að sjá. „Öskureið vegna þess að hún missti af fórnarlambinu," tautaði Mike. Hann leit brosandi á mig og tók utan um mig um leið og hún var horfin. „Langaði þig til að fylgja henni heim?” spurði hann. „Nei, alls ekki!” svaraði ég. „Ég hef umborið þessa leiðindaskjóðu heilan dag og . . ." Ég kyngdi og þagnaði skömmustuleg á svipinn. „Og ég sem hélt að ykkur kæmi svo vel saman!" Mike hló við. „Margaret er sannfærð um að þú sért guðs gjöf?” „Ekki var hún það í dag!" sagði ég og mundi eftir augnaráðinu sem hún sendi mér við vatnslásinn. „O, jú,” svaraði Mike hugsandi. „Mig , minnir að þú hafir sagt henni að hún gæti sjálf fengið sér te þó að þú orðaðir það ekki beint! Þú hefðir átt að skipa henni að hita te handa þér! Hún hefði haft gott af þvi!" Ég leit undrandf. á hann. Var Mike virkilega ekki hrifinn af Margaret? „Finnst þér hún ekki smyrja brauðið heldur þykkt?” hélt hann áfram. „Bjargarlausa ekkjan. Þú hefðir átt að sjá hvernig hún lét við Ray meðan hann var lifandi . . . Ég vonaðist til að hún yrði skárri eftir svona ferðalag — og auðvitað Lísa líka." „En . . . en . . . ég hélt að Margaret væri vinkona þín,”stamaði ég. „Nei, Ray var vinur minn. Mér fannst ég nauðbeygður til að lita eftir ekkju hans og barni eftir lát -. hans, að vissu marki, en ég hef ekki haft erindi sem erfiði." Hann andvarpaði, brosti og þrýsti mér að sér. „Ég átti ekki að íþyngja þér með þeim. Það er leitt ef ég hef eyðilagt allt fríið þitt.” Þvert á móti, hugsaði ég. Nú fyrst verður það skemmtilegt! Sue heilsaði okkur glaðlega þegar við komum að húsbátnum. „Þið hafið ekkert að óttast! Það er allt í lagi með Lísu!" „Segðu okkur heldur eitthvað skemmtilegt!”svaraði Mike. „Nú,” sagði hún, „ja, Margaret er að þvo upp." Við bjóðum uppá kínverskan mat með mörgum ólíkum gómsœtum réttum. Kínverskur matreiðslumaður framreiðir matinn jafnóðum eftir pöntunum. Reynið hinn rómaða mat kínverja: 1 hádegi er framreiddur ósvikinn kínverskur alþýðumatur. Á kvöldin og um helgar eru á matseðlinum yfir 30 mismunandi fisk-, kjöt- og grænmetisréttir. Mjög bragðgóður matur, einfaldur og undirstöðugóður. I^ra |\/~ÉrVEITINGAHUS JuJLrul Wlaugavegi 22 24. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.