Vikan


Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 48

Vikan - 11.06.1981, Blaðsíða 48
Smásagan Jón Örn Guðbjartsson stílfærði Það átli að höggva niður Hallorms- staðarskóg. Komið hafði í Ijós i rannsóknum líf- fræðinga hins opinbera að trjámaur hafði gert innreið sína í skóginn og trén felldu i nauð sinni lauf um mitt sumar. Hálfdán skógarstjóri tók það ráð ásamt ráðuneytismönnum að fella skóginn og rækta að nýju upp þennan geysifallega stað. Hálfdán sendi auglýsingu í höfuðborgarblöðin þar sem hann óskaði eftir dugnaðarforkum til að fella skóginn. Slikt átti að gerast í akkorðs- vinnu. Hafnfirðingur rak augun i auglýsing- una. Þar sem hann var atvinnulaus sá hann sér leik á borði, hringdi í skógar- stjóra og fékk vinnuna þann sama dag. í sama blaði hafði Hafnfirðingurinn séð auglýsta vélsög sem afkastaði tuttugu sinnum meira en öxin. Hann tók sér því vagn niður í Ellingsen og spurði um eina slíka. Honum ofbauð verðiðen hann sá fyrir sér fúlgur af seðlum og skellti sér í kaupin. Kátur og hress sat hann í rútunni austur í sveit og sá fyrir sér gæfudaga, peningaaustur, konur og vin. Hann hló með sjálfumsér og hélt fast um vélsögina sína. Fyrsta daginn i skógarhögginu vann hann eins og berserkur og felldi trén eitt af öðru. Um kvöldið korn hann kátur i skúrinn sinn og brosti yfir góðu dagsverki. Verkstjórinn spurði Hafn- firðinginn hve niörg tré hann hefði fellt i dag. Tuttugu og eitt svaraði hann og brosti. ,.Þú ert nú meiri djöf. . . auminginn," sagði verkstjórinn, „bara tuttugu og eitt tré. Varstu að lesa Andrés Önd inni i skógarþykkninu meðan aðrir unnu?” Hafnfirðingurinn sagði ekki neitt en leit á vélsögina sina hissa yfir þessum skammarorðum verkstjórans. Hann ákvað að bæta sig. Daginn eftir vaknaði hann upp fyrir allar aldir, sleppti kaffinu og felldi tré til kvölds. Hann kom heim lafmóður og af sér genginn af þreytu. „Ég ... ég felldi.. fjö .. fjörutiu trééé i dag.” „Hvurslags maður ertu eiginlega, hvurn andskot. . ertu eiginlega að gera í vinnutímanum? Felldir bara fjörutíu tré? Það er bókstaflega engin nýting í þér. Þú færð einn dag til að bæta þig." Hafnfirðingurinn lognaðist útaf af þreytu. Daginn eftir vaknaði hann aftur upp fyrir allar aldir. Allan daginn vann hann sem brjálaður maður, sleppti bæði mat og kaffi og kom ekki í skúrinn sinn fyrr en seint um kvöldið. „Hvern djöfulinn hefurðu verið að gera allan þennan tíma?” spurði verskstjórinn fokreiður. „É . .ég .. .ég hjó... áttatiu tré ... í.. i . . . dag,” sagði Hafnfirðingurinn nær dauða enlífiafþreytu. „Þú ert rekinn,” hrópaði verkstjórinn. Hafnfirðingurinn á Hallormsstað Einhverra hluta vegna hafa ýmiss konar kynjasögur um Hafnfirðinga fœrst í aukana og hinar fáránlegustu skopsögur verið heimfærðar upp á þetta ágæta fólk. Þetta er víðkunnugt fyrirbrigði, að sögur ákveðinnar tegundar séu heimfærðar upp á ákveðna heimshluta, landshluta eða byggðarlög, án þess að íbúar þeirra eigi þær skilið öðrum fremur. Nægir þar að minna á Skotasögur og Molbúasögur, en auk þess hafa ýmis önnur svæði orðið fyrir barðinu á frægð af þessu tagi. Ekki ber á öðru en Hafnfirðingar sjálfir (eins og Skotar og Molbúar) hafi gaman af og margir þeirra hafa reynst liðtækir við að semja nýja Hafnarfjarðarbrandara. Og ekki vitum við hvort þessi saga er þaðan komin eða ekki: Vitið þið af hverju Hafnarfjarðarbrandararnir eru svona þunnir? Nei. Það er til þess að Kópavogsbúar geti skilið þá. Hér fylgir með stílfærður Hafnarfjarðarbrandari, sem ungur maður hefur fært í smásögubúning og teiknað sjálfur með. þaö er engin nýting i þér, burt með þig, burt.” Hafnfirðingurinn fór sár i burtu, tók sitt hafurtask og hvarf í bæinn. Hann fór strax og tók sér vagn niður i Elling- sen, ruddist þar inn og skellti vélsöginni á borðið. „Það er engin nýting í þessu drasli, þið hafið svikið mig svo að ég skal núna fleygja henni í ykkur.” „Má ég sjá,” sagði afgreiðslumaður- inn og togaði í spottann á söginni og hún fór i gang. BRRRRR BRRRRRR Burrrrr. Hafnfirðingurinn leit hissa upp og sagði: „HVAÐA HELVÍTIS HLJÓÐERNÚ ÞETTA?” 48 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.