Vikan - 09.07.1981, Qupperneq 10
Texti: Guðfinna Eydal
M argar erlendar þjóðir hafa öfundað
íslendinga af því að sjónvarpið hefur
ekki náð eins miklum tökum á íslensku
þjóðinni og mörgum erlendum þjóðum.
Margir hafa lofað hið sjónvarpslausa
íslenska fimmtudagskvöld og talið að
full ástæða væri fyrir aðrar þjóðir að
taka íslendinga sér til fyrirmyndar í
þeim efnum. Mörgum íslendingum
fannst hins vegar að þeir hefðu ekki nóg
sjónvarp og þeir fundu upp ráð við þvi
þegar farið var að flytja inn myndbands-
tæki til íslands.
Menn geta haft misjafnar skoðanir á
myndböndum, borið þau saman við
efni í rikisfjölmiðlum og valið hvort þeir
vilja hafa slík tæki eða ekki. Málið
verður hins vegar heldur flóknara þegar
um börn er að ræða. Börn hafa ekki
sömu möguleika á vali og fullorðnir og
aukin notkun ýmiss konar skemmtiefnis
hefur allt önnur áhrif á fullmótaða ein-
staklinga en einstaklinga á mótunar-
skeiði.
Geta myndbönd tekið
völdin?
Víða erlendis er lifi fólks þannig hátt
að að sjónvarp stjórnar því svo að segja.
Allt er reynt að skipuleggja með
tilliti til sjónvarpsnotkunar. Ákveðin
sjónvarpshúsgögn, ákveðið sjónvarps-
herbergi, matmálstimar skipulagðir eftir
sjónvarpinu, ákveðnar reglur eru settar
um háttatíma og ótal margt fleira kemur
i kjölfar mikillar sjónvarpsnotkunar.
Myndböndunt má líkja við notkun
venjulegs sjónvarps og má ætla að ef
þróun þessara tækja hér á landi verður
eins ör og hún hefur verið siðastliðið ár
sé fremur stutt i að myndbönd fari meira
eða minna aðstjórna lífi fólks.
Komið hefur í Ijós víða erlendis að
þegar völ er á ýmsu skemmtiefni fyrir
börn í sjónvarpi vilja foreldrarnir
gjarnan að börnin horfi á þetta efni.
Börnin eru minnt á að nú sé þetta eða
hitt að byrja og gjarnan eru börn trufluð
i leik eða annarri virkni til þess að láta
þau horfa á sjónvarpið. Með öðrum
orðum, foreldrar vilja oft að börn horfi á
sjónvarp i staðinn fyrir að gera eitthvað
annað. í þessu sambandi hefur verið
minnst á að mörgum foreldrum finnst
eflaust þægilegt eftir langan og strang
an vinnudag að vita af börnunum fyrir
framan sjónvarpið. Það gefur að
minnsta kosti ekki eins mikið samvisku
bit, og minnir ekki jafnóþægilega á
skyldur foreldra við börn, þegar þau sitja
tiltölulega ánægð og horfa. Börnin
trufla heldur ekki eins mikið á meðan.
þau drasla heldur ekki út né rífast.
Margir foreldrar liafa fagnað koniu
myndbanda og þeim hefur fundist að
þarna væri komin ágætis lausn á ýmsum
málum. En lítum á nokkur atriði sem
tengjast aukinni sjónvarpsnotkun barna.
Þessi atriði eru almennt viðurkennd og
hafa margar rannsóknir, ekki síst i
Bandaríkjunum, varpað Ijósi á þau.
Leikþörfin getur eyðilagst
Leikur hefur mikil áhrif á þroska
barna. Leikur hefur geysimikla þýðingu
fyrir persónuleikaþróun barna. Böm sem
venjast því að sjónvarp geti fóðrað þau á
sífelldu skemmtiefni læra ekki nægjan-
lega vel að hafa ofan af fyrir sér sjálf
og þau læra ekki sem skyldi að taka
frumkvæði sjálf. Slíkt getur hamlað
leikþroska barna og þar með haft
neikvæð áhrif á persónuleikaþróun
þeirra. Þegar horft er á sjónvarp er
barnið óvirkt og það tekur einungis á
móti því sem að því er rétt. Otalmargar
bandariskar rannsóknir hafa sýnt fram á
að mikil sjónvarpsnotkun barna hantlar
þvi að börn öðlist frjótt ímyndunarafl og
fari i frjóa ímyndunarleiki. Börn sem
sjaldan eða aldrei horfa á sjónvarp leika
sér gjarnan betur og eru mun frjórri í
leik. Börn sem horfa mikið á sjónvarp
líkja oft eftir því sem þau sjá i sjónvarp-
inu en finna ekki upp á frumlegum
hlutum sjálf.
Áhríf mynd-
bandstækja á
Börn sjá veröldina öðruvísi
en fullorðnir
Hugsun barna er frábrugðin hugsun
fullorðinna. Þess vegna eiga börn oft
erfitt með að skilja hvað það er í raun-
inni sem gerist i sjónvarpinu. Börn á for-
skólaaldri, það er að segja á aldrinunt 2-
5 ára, sjá veröldina einungis út frá sjálf-
um sér og miða allt við sig. Börn halda
oft að það sem þau sjá i sjónvarpi sé
raunveruleikinn sjálfur. Þau eiga erfitt
með að halda því aðskildu hvað gerist
með þau og hvað gerist í sjónvarpinu.
Mikil sjónvarpsnotkun ýtir undir
einfalda skoðanamyndun. Fólk verður
yfirleitt annaðhvort gott eða vont,
fallegt eða Ijótt, sekt eða saklaust og svo
framvegis. Börn sjá ekki og læra ekki
böm
Myndbandstæki eða myndbönd (video) hafa hafið innreið
sína á íslandi. IMær allir þekkja myndbönd og mörgum
finnst það mikill kostur að búa þar sem völ er á mynd-
böndum. Heyrst hefur að íbúðir geti hækkað í verði ef afnot
af myndböndum fylgi. í mörgum fjölbýlishúsum er eitt hið
fyrsta sem blasir við þegar inn er komið hvað er í mynd-
bandstækinu í kvöld og næstu kvöld. Myndbandsbylgjan
tekur tillit til barna því að í auglýsingunum er gjarnan getið
um sérstakt efni fyrir börn.
10 Vikan 28. tbl.