Vikan


Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 11

Vikan - 09.07.1981, Blaðsíða 11
Fjölskyldumál blæbrigðin í tilverunni í gegnum sjónvarp. Oft hefur þvi verið haldið fram að börn sem fá litla örvun heima hjá sér hafi gott af þvi að horfa á sjónvarp þar sem sjónvarpið geti aukið þroskamögu- leika þeirra. Rannsóknir virðast benda til þess að þessu sé öfugt varið. Börn sem koma úr góðu umhverfi og hafa þekkingu og reynslu læra að skilja mest af sjónvarpsefninu. Hin, sem vita minna og hafa minni reynslu af lífinu, verða fyrir mestum og neikvæðustum áhrifum af sjónvarpinu. Áhrifagjörn, kvíðin og óörugg börn virðast verða fyrir einna neikvæðustum áhrifum af mikilli sjónvarpsnotkun. Ofbeldi í sjónvarpi Börn sjá yfirleitt mikið af ýmiss konar ofbeldi í sjónvarpi. Bæði kemur ofbeldi fram i skemmtiefni sem sérstaklega er ætlað börnum, til dæmis Tomma og Jenna, og einnig í efni ætluðu fullorðnum. Flest börn horfa mikið á efni ætlað fullorðnum og á það ekki einungis við um börn yfir tíu ára aldri. Lítil börn, meira að segja undir fimm ára aldri, horfa mikið á sjónvarpsefni fyrir fullorðna. 1 Bandaríkjunum hefur ofbeldi i sjónvarpi verið sérstaklega mikið kannað, og ekki að ástæðulausu, þar sem mikið er um ofbeldi í sjónvarpinu og börn þar i landi horfa á sjónvarp fjóra til sjöklukkutíma á dag. Langflestir visindamenn, sem hafa rannsakað áhrif ofbeldis á börn, eru sammála um að ofbeldisútsendingar veki upp árásargjarnar tilfinningar sem síðan hafa áhrif á hegðun barna. Ofbeldi virðist einnig hafa áhrif á siðferðiskennd barna þannig að þau verða kærulausari gagnvart öðru fólki og þeim er sama um hvað hendir náungann. Meðal alvar- legustu áhrifa ofbeldisútsendinga er þó að böm læra að lita á ofbeldi sem eðlilegt tæki til þess að leysa úr árekstrum. „Hið nýja heimilistæki fjölskyldunnar" Myndbönd hafa verið kölluð „hið nýja heimilistæki fjölskyldunnar”. Það nafn nær sennilega nokkuð vel þeim áhrifum sem myndbönd geta haft á alla fjölskyldumeðlimi þar sem nær allar rannsóknir sýna að i fjölskyldum þar sem fullorðnir hörfa mikið á sjónvarp horfa börnin einnig mikið á það. Og öfugt, þar sem litið er horft á sjónvarp á heimili horfa börnin einnig lítið á það. Hegðun fullorðinna gagnvart fjöl- miðlum hefur þvi mikil áhrif á hegðun barna. Hvort myndbönd verða „hið nýja heimilistæki fjölskyldunnar” er jsfÉI þarafleiðandi háð þvi hvaða afstöðu fullorðnir taka til myndbanda og hvorl fullorðnir örva börn til að verða mynd- bandaneytendur. Áhrif myndbanda koma ekki i Ijós fyrr en eftir niörg ár en vonandi hefur tilkoma myndbanda ekki þau áhrif að þroska barna sé stefnt i voða og að búin verði til ný kynslóð sent breyti um persónuleika vegna mynd- bandsbylgjunnar. 28. tbl. Vikan xx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.